Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar 15. október 2025 07:31 Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Skólamál hafa á undanförnum vikum, mánuðum og árum verið umfangsmikil í samfélagsumræðunni hér á landi. Það er vel, enda er menntun fjárfesting í framtíðinni. Menntun er lykillinn að tækifærum, grunnur að velferð og forsenda þess að Ísland verði áfram samfélag þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna. Menntun snýst ekki aðeins um skóla, kennslu eða námsmat. Hún snýst um börnin sjálf – um líðan þeirra, hvatningu og tækifæri til að verða þau sem þau vilja vera. Þegar við fjárfestum í skólakerfinu, fjárfestum við í framtíðinni. Stöðugleiki og fagmennska í kennslu eru ekki bara hugtök á blaði – þau eru grundvallarþættir í líðan, námi og árangri barna. Þar sem kennarar fá að blómstra, þar dafna börn. Þar verður samfélagið sterkara. Það hefur sýnt sig að þjóðir sem virða kennarastéttina, tryggja henni gott starfsumhverfi, laun og traust, ná meiri árangri í menntun og búa við meira jafnrétti. Við höfum farið yfir mikilvægi fjárfestingar í kennurum til að efla fagmennsku og stöðugleika allra skólagerða, í kjölfar samtals og samstarfs lykilaðila. Sú varða sem var lögð síðasta vetur, og var byggð á samtali, er sú sem skilar mestum árangri. Virk þátttaka kennara, ráðgjafa og stjórnenda í umræðum um ólíka þætti skólastarfs skiptir máli. Þannig náum við að koma saman og móta sameiginlega sýn um framtíðina og hlutverk allra lykilaðila skólastarfs. Tenging draums og veruleika Við höfum kallað það verkefni sem við viljum leggja til í umræðuna nú „Mótum framtíðina saman“. Það byggir á forvitni og von okkar allra. Börn og unglingar sem skrifa „Ég eftir 20 ár“ minna okkur á að framtíðin er ekki fjarlæg draumsýn – hún byrjar hér og nú. Þegar barnið sem dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur, smiður eða flugmaður stendur frammi fyrir kennara sem kveikir neista, þá er framtíðin að taka á sig mynd. Það er þessi tenging milli draums og veruleika sem kennarar skapa. Framtíð Íslands er björt þar sem manneskjur framtíðarinnar fá að vaxa við öflugt skólastarf og við sem samfélag stöndum að baki þeim sem kenna, leiða og styðja börnin okkar á þeirri leið. Saman fyrir börnin, framtíðina og samfélagið Þess vegna er hlutverk kennara, ráðgjafa og stjórnenda í ólíkum skólagerðum svo ómetanlegt. Þeir skapa vettvang þar sem hæfileikar barna fá að njóta sín, þar sem trú á eigin getu rætist og þar sem draumar um framtíðina verða að raunverulegum möguleikum. Samfélag sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri og tryggir kennurum svigrúm til að sinna starfi sínu af metnaði, byggir á sterkum grunni. Það samfélag verður ekki aðeins menntað – það verður réttlátt, skapandi og mannlegt. Samstaða sem mótar framtíðina Í kjölfar langrar baráttu fyrir jöfnuði, virðingu og bættum kjörum hefur íslensk kennarastétt sýnt að samstaðan er hennar sterkasta afl. Hún er afl sem getur breytt viðhorfum, skilað árangri og skapað nýja framtíðarsýn. Við leggjum mikla áherslu á að samfélagið í heild sé hluti af þeirri samstöðu. Að samfélagið haldi áfram að standa með kennurum, styðji við menntun og minni okkur á að hvert barn sem fær tækifæri til að blómstra er sigur fyrir allt samfélagið. Það má ekki líta á menntun sem útgjöld – menntun er fjárfesting. Hún er aðgangur að velferð, jöfnuði og mannréttindum. Hún er brú milli kynslóða, milli drauma og veruleika. Mótum framtíðina saman Við sjáum ekki inn í framtíðina, en við vitum að hún kemur. Við vitum líka, af reynslu, að hún verður betri ef við bregðumst við saman. Kennarasamband Íslands talar til þjóðarinnar – ekki aðeins kennara. Við erum öll í þessu liði. Við mótum framtíðina saman með því að virða, hlusta, styðja og fjárfesta í þeim sem leiða börnin okkar inn í framtíðina. Framtíð Íslands er björt þegar við mótum hana saman. Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun