Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 13. október 2025 11:15 Þegar Donald Trump tilkynnti nýlega að neysla verkjalyfja á meðgöngu valdi einhverfu, var ég fullviss um hvað gerðist í kjölfarið. Þúsundir mæðra myndu finna mammviskubitið flæða yfir sig...og nánast án umhugsunar gera bókhald yfir hvert verkjalyf og vítamín sem þær gleyptu á meðgöngu. Þær myndu rýna tímasetningar, rannsaka fylgiseðla og gleypa svo mömmuskömmina í hljóði. Líkt og þær hafa gert í hundruð önnur skipti þegar spjót samfélagsins hafa beinst að þeim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump uppgötvar að mæður „valda“ einhverfu, en málið er ekki bara Trump. Hluti vandans er að við erum sjálfar tilbúnar að meðtaka skömmina og gildi samfélagsins bjóða kynslóð eftir kynslóð kvenna upp á það. Lagið sem amma þín kann utan að Af hverju? Liggur svarið mögulega í viðhorfum sem við orðum sjaldan með beinum hætti. Samfélagslegum gildum sem pakkað er inn í falleg orð, sungið er um í lagatextum, grátið er yfir í bíómyndum. Dýrðarljómanum sem sveipað er yfir sögur um fórnfýsi mæðra og píslavætti, fórnfúst eðli móðurástarinnar. Þið þekkir þetta stef. Það birtist meðal annars í vinsælu dægulagi sem er spilað í útvarpsþáttum, sungið í kórum eldri borgara, flutt við jarðarfarir íslenskra kvenna. Íslenska konan, lagið sem við syngjum með stolti, dásamar konuna sem "allt fyrir aðra gleymdi sjálfri sér." Þetta er fallegur texti, en líka lýsing á klínískum geðheilbrigðisvanda. Að gleyma sjálfri sér er ekki dyggð, það er uppskrift að sjálfseyðingu. Þjónustustofnun með púls Síðast þegar ég heyrði þetta lag var í Bónus. Kona á mínum aldri söng með í lágum hljóðum í grænmetiskælinum: "...sem gefur þér allt sem hún á." "Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf" Þá sló það mig: Við erum að syngja um konu sem gefur öðru fólki allt en biður um ekkert í staðinn. Lagið er í raun fjögurra mínútna lofgjörð um konu sem "þerraði tárin, þerraði blóð" og "gefur þér allt sem hún á." Í öðru samhengi væri þetta klínískt áhyggjuefni, en í íslensku dægurlagi dýrð. Ég á ekki töluna yfir skiptin sem ég hef sungið með, án umhugsunar, og fyllst þakklæti til allra kvennanna sem ruddu brautina sem ég bruna eftir. En kannski þess vegna ættum við að stoppa og spyrja: Af hverju finnst okkur þetta fallegt? Af hverju er þjáning dyggð? Sérstaklega þegar móðirin í þessu lagi er raunar ekki fullgild manneskja, heldur þjónustustofnun með púls. Píslavottar í aðsniðnum jakkafötum Íslenskt dægurlag er að sjálfsögðu ekki uppskrift að veruleika kvenna á Íslandi á 21. öldinni, en upplifun okkar og gagnrýnisleysi segir ýmislegt um þær dyggðir og gildi sem við tengjum við móðurhlutverkið enn í dag. Það er eins og við höfum ómeðvitað skilgreint að samasemmerki sé milli móðurástarinnar og þess að fórna sjálfri sér. Því meiri fórn, því meiri ást. Þessi hugmyndafræði er ekki ný. Hún á rætur í trúarbrögðum þar sem þjáning var leið til hreinsunar, í samfélögum þar sem konur áttu að þegja og þola. En af hverju höldum við í hana enn? Af hverju syngjum við lög um konur sem "fórna sér endalaust" eins og það sé eitthvað til að sækjast eftir? Jafnréttisþversögnin Þetta verður sérstaklega flókið á Íslandi þar sem við búum við eitt mesta kynjajafnrétti í heimi. Íslenskar konur eiga ekki bara að vera móðurdýrðlingjar, þær eiga líka að geta allt. Vera farsælar á framabrautinni OG fullkomnar mæður. Þrátt fyrir jafnan lagalegan rétt taka íslenskar mæður enn yfirgnæfandi hluta fæðingarorlofs. Nýlegar rannsóknir sýna að konur bera meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna. Þær eru um 70% skjólstæðinga VIRK vegna kulnunar og álags...og þær eru að brenna út hraðar en aðrir hópar. Kannski er það vegna þess að við höfum bætt nýjum kröfum ofan á gömlu gildin. Nú eigum við að vera píslavottar í aðsniðnum jakkafötum. Rannsóknir vs. rómantík Mömmuskömmin er innbyggð í menninguna okkar, við syngjum um hana í lögum og hvíslumst á um hana á kaffistofum. Trump er bara að segja upphátt það sem dægurmenning og samfélagsleg gildi hafa lengi endurspeglað. Rannsóknir sýna að börn þrífast best þegar mæðrum þeirra líður vel. Þegar mæður hafa rými til að vera fullgildar manneskjur með eigin þarfir. Þegar þær eiga eitthvað, tíma, drauma og verkjatöflur. Lagið „Íslenska konan" endar á því að þegar móðirin deyr "þá lýtur þú höfði og tár falla á fold." Loksins er kominn tími til að viðurkenna fórnina. Kannski er kominn tími til að semja nýjan texta, þar sem íslenska konan gefur ást án þess að gefa allt sem hún á. Þar sem hún er fyrirmynd, ekki píslavottur. Þar sem hún á sig sjálf. Þar sem dætur hennar og synir læra að móðurást þarf ekki að kosta óhæfilega sjálfsfórn. Því þegar við kennum börnunum okkar að mammviskubitið og fórnin séu eðlilegur hluti af móðurhlutverkinu, að konur eigi að "gefa allt sem þær eiga" þá erum við að tryggja að þessi vítahringur haldi áfram. Og það er kannski stærsta syndin af þeim öllum. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Eva Þórðardóttir Börn og uppeldi Mest lesið Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar Donald Trump tilkynnti nýlega að neysla verkjalyfja á meðgöngu valdi einhverfu, var ég fullviss um hvað gerðist í kjölfarið. Þúsundir mæðra myndu finna mammviskubitið flæða yfir sig...og nánast án umhugsunar gera bókhald yfir hvert verkjalyf og vítamín sem þær gleyptu á meðgöngu. Þær myndu rýna tímasetningar, rannsaka fylgiseðla og gleypa svo mömmuskömmina í hljóði. Líkt og þær hafa gert í hundruð önnur skipti þegar spjót samfélagsins hafa beinst að þeim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump uppgötvar að mæður „valda“ einhverfu, en málið er ekki bara Trump. Hluti vandans er að við erum sjálfar tilbúnar að meðtaka skömmina og gildi samfélagsins bjóða kynslóð eftir kynslóð kvenna upp á það. Lagið sem amma þín kann utan að Af hverju? Liggur svarið mögulega í viðhorfum sem við orðum sjaldan með beinum hætti. Samfélagslegum gildum sem pakkað er inn í falleg orð, sungið er um í lagatextum, grátið er yfir í bíómyndum. Dýrðarljómanum sem sveipað er yfir sögur um fórnfýsi mæðra og píslavætti, fórnfúst eðli móðurástarinnar. Þið þekkir þetta stef. Það birtist meðal annars í vinsælu dægulagi sem er spilað í útvarpsþáttum, sungið í kórum eldri borgara, flutt við jarðarfarir íslenskra kvenna. Íslenska konan, lagið sem við syngjum með stolti, dásamar konuna sem "allt fyrir aðra gleymdi sjálfri sér." Þetta er fallegur texti, en líka lýsing á klínískum geðheilbrigðisvanda. Að gleyma sjálfri sér er ekki dyggð, það er uppskrift að sjálfseyðingu. Þjónustustofnun með púls Síðast þegar ég heyrði þetta lag var í Bónus. Kona á mínum aldri söng með í lágum hljóðum í grænmetiskælinum: "...sem gefur þér allt sem hún á." "Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf" Þá sló það mig: Við erum að syngja um konu sem gefur öðru fólki allt en biður um ekkert í staðinn. Lagið er í raun fjögurra mínútna lofgjörð um konu sem "þerraði tárin, þerraði blóð" og "gefur þér allt sem hún á." Í öðru samhengi væri þetta klínískt áhyggjuefni, en í íslensku dægurlagi dýrð. Ég á ekki töluna yfir skiptin sem ég hef sungið með, án umhugsunar, og fyllst þakklæti til allra kvennanna sem ruddu brautina sem ég bruna eftir. En kannski þess vegna ættum við að stoppa og spyrja: Af hverju finnst okkur þetta fallegt? Af hverju er þjáning dyggð? Sérstaklega þegar móðirin í þessu lagi er raunar ekki fullgild manneskja, heldur þjónustustofnun með púls. Píslavottar í aðsniðnum jakkafötum Íslenskt dægurlag er að sjálfsögðu ekki uppskrift að veruleika kvenna á Íslandi á 21. öldinni, en upplifun okkar og gagnrýnisleysi segir ýmislegt um þær dyggðir og gildi sem við tengjum við móðurhlutverkið enn í dag. Það er eins og við höfum ómeðvitað skilgreint að samasemmerki sé milli móðurástarinnar og þess að fórna sjálfri sér. Því meiri fórn, því meiri ást. Þessi hugmyndafræði er ekki ný. Hún á rætur í trúarbrögðum þar sem þjáning var leið til hreinsunar, í samfélögum þar sem konur áttu að þegja og þola. En af hverju höldum við í hana enn? Af hverju syngjum við lög um konur sem "fórna sér endalaust" eins og það sé eitthvað til að sækjast eftir? Jafnréttisþversögnin Þetta verður sérstaklega flókið á Íslandi þar sem við búum við eitt mesta kynjajafnrétti í heimi. Íslenskar konur eiga ekki bara að vera móðurdýrðlingjar, þær eiga líka að geta allt. Vera farsælar á framabrautinni OG fullkomnar mæður. Þrátt fyrir jafnan lagalegan rétt taka íslenskar mæður enn yfirgnæfandi hluta fæðingarorlofs. Nýlegar rannsóknir sýna að konur bera meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna. Þær eru um 70% skjólstæðinga VIRK vegna kulnunar og álags...og þær eru að brenna út hraðar en aðrir hópar. Kannski er það vegna þess að við höfum bætt nýjum kröfum ofan á gömlu gildin. Nú eigum við að vera píslavottar í aðsniðnum jakkafötum. Rannsóknir vs. rómantík Mömmuskömmin er innbyggð í menninguna okkar, við syngjum um hana í lögum og hvíslumst á um hana á kaffistofum. Trump er bara að segja upphátt það sem dægurmenning og samfélagsleg gildi hafa lengi endurspeglað. Rannsóknir sýna að börn þrífast best þegar mæðrum þeirra líður vel. Þegar mæður hafa rými til að vera fullgildar manneskjur með eigin þarfir. Þegar þær eiga eitthvað, tíma, drauma og verkjatöflur. Lagið „Íslenska konan" endar á því að þegar móðirin deyr "þá lýtur þú höfði og tár falla á fold." Loksins er kominn tími til að viðurkenna fórnina. Kannski er kominn tími til að semja nýjan texta, þar sem íslenska konan gefur ást án þess að gefa allt sem hún á. Þar sem hún er fyrirmynd, ekki píslavottur. Þar sem hún á sig sjálf. Þar sem dætur hennar og synir læra að móðurást þarf ekki að kosta óhæfilega sjálfsfórn. Því þegar við kennum börnunum okkar að mammviskubitið og fórnin séu eðlilegur hluti af móðurhlutverkinu, að konur eigi að "gefa allt sem þær eiga" þá erum við að tryggja að þessi vítahringur haldi áfram. Og það er kannski stærsta syndin af þeim öllum. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun