Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar 13. október 2025 08:32 Sveitarfélög veita alla helstu þjónustu í nærumhverfi barna og hafa þar af leiðandi gríðarmikil áhrif á upplifun barna af réttindum sínum. Þar að auki verja sveitarfélög u.þ.b. 60% af fjármunum sínum í þjónustu við börn og fjölskyldur. Það er því mikilvægt að huga vel að því að þessi 60% séu réttindum barna til framdráttar í stað þess að stuðla að réttindabrotum með tilheyrandi kostnaði. Í grein sem birtist á Vísi 10. október s.l. fjallaði ég um hvernig fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga. Ég mun fjalla nánar um það hér hvernig sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barna - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Mikilvægi gagnaöflunar Til að greina áhrif ákvarðana á ólíka hópa barna þarf að byggja ákvarðanir sveitarfélagsins á gögnum. Gögnum um stöðu, farsæld og réttindi barna ásamt gögnum um ráðstöfun fjármagns. Það er gert til þess að geta komið auga á mögulega mismunun og til þess að átta okkur á því hvernig fjármunir sveitarfélagsins eru nýttir til þess að uppfylla réttindi barna og stuðla að farsæld þeirra. Barnvænt hagsmunamat Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög ráðstafa í málefni barna verða sveitarfélög að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Barnvænt hagsmunamat er verkfæri sem nýta má til þess að meta áhrif ákvarðana á börn. Það er ekki bara verkfæri til þess að tryggja að mannréttindi barna séu virt, heldur gagnleg leið til stuðla að arðbærari fjárfestingum sveitarfélaga með því að upplýsa ráðamenn um áhrif fjárhagsákvarðana á réttindi barna og stýra þeim í átt að ákvörðunum sem eru réttindum barna til framdráttar. Áhrif barna á fjárfestingar og fjárhagsáætlanir Barnvænt hagsmunamat er tól til að meta það sem er barninu fyrir bestu. Við getum þó ekki vitað hvað er barni fyrir bestu án þess að ræða við barnið sjálft. Þ.e.a.s. það er ekki hægt að framkvæma fullnægjandi mat án þess að tryggja að raddir barna endurspeglist í því. En hvað ef áhrifin á börn eru neikvæð? Það er mikilvægt að átta sig á því að ákvarðanir geta haft margskonar og ólík áhrif á ólíka hópa barna og því ber að taka tillit til þess að börn eru ekki einsleitur hópur þar sem öll hafa sömu þarfir. Jákvæð áhrif á einn hóp barna gætu haft í för með sér neikvæð áhrif á annan hóp. Með góðum gögnum og samtölum við fagfólk og börnin sjálf er hægt að sníða þjónustu og verkefni að ólíkum þörfum barna. En það er ekki alltaf hægt að koma í veg fyrir að ákvarðanir sem teknar eru hafi neikvæð áhrif á réttindi barna, enda þarf að meta hagsmuni fleiri þjóðfélagshópa. Í þeim tilfellum gerir barnvænt hagsmunamat okkur kleift að tryggja mótvægisaðgerðir til þess að lágmarka neikvæð áhrif. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir börnin og komum í veg fyrir uppblásinn kostnað við að bregðast við neikvæðum afleiðingum sem ekki var gert ráð fyrir. Eftirfylgni tryggir ábyrga fjárfestingu Þrátt fyrir að barnvæn hagsmunamat hafi verið framkvæmt er mikilvægt að fylgja fjárfestingunni eftir. Það er það sem fjárfestingabankarnir gera. Það myndi enginn fjárfestingabanki fara í fjárfestingu án þess að vita hvort hún ávaxtaðist eða lækkaði í virði. Raunin er sú að við getum gert miklu betur í því að fylgja eftir fjárhagsákvörðunum og fjárfestingum í réttindum barna. Það þarf að meta væntanleg áhrif og setja stefnu sem miðast við áætlaðan árangur. Mikilvægt er að vita hvert við stefnum, en jafnvel mikilvægara að vera tilbúin að fylgja ákvörðunum eftir og tryggja að þær skili þeim árangri sem ætlast var til. Ef það tekst ekki, þurfum við að vera reiðubúin að viðurkenna það, stíga skref til baka og prófa nýjar leiðir til að ná markmiðinu. Vandamálið sem kemur í veg fyrir lausnina Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga byggja ekki á samræmdri flokkun málaflokka og undir þá falla ólíkir kostnaðarliðir eftir skipulagi hvers sveitarfélags. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, þetta ósamræmi gerir það nær ómögulegt að greina fjárfestingu ólíkra sveitarfélaga í þágu barna. Hér er gríðarlegt sóknarfæri, að samræma fjárhagsáætlanagerð til þess að tryggja gagnsærri fjármálastjórnun og samanburð milli sveitarfélaga. Verkfærið sem vantar? Barnvænt hagsmunamat er verkfæri sem er nýstárlegt í opinberri fjármálastjórnun. Notkun barnvæns hagsmunamats við fjárhagsákvarðanir hefur þó færst í aukana víðsvegar um heiminn og má sem dæmi nefna að stjórnvöld Skotlands unnu í fyrsta sinn barnvænt hagsmunamat í tengslum við fjárhagsákvarðanir ríkisins í fjárlagagerð árið 2024 í undirbúningi fyrir fjárhagsárið 2025. Við þurfum að brjóta niður sílóin á milli mannréttinda og fjármála og átta okkur á því að um nátengd fyrirbæri er að ræða. Með því að innleiða barnvænt hagsmunamat í fjármálastjórnun sína geta sveitarfélög stigið stórt skref í átt að barnvænum fjármálum og saman breytt fjárhagslegu landslagi íslenskra sveitarfélaga fyrir öll börn. Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Réttindi barna Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Sveitarfélög veita alla helstu þjónustu í nærumhverfi barna og hafa þar af leiðandi gríðarmikil áhrif á upplifun barna af réttindum sínum. Þar að auki verja sveitarfélög u.þ.b. 60% af fjármunum sínum í þjónustu við börn og fjölskyldur. Það er því mikilvægt að huga vel að því að þessi 60% séu réttindum barna til framdráttar í stað þess að stuðla að réttindabrotum með tilheyrandi kostnaði. Í grein sem birtist á Vísi 10. október s.l. fjallaði ég um hvernig fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga. Ég mun fjalla nánar um það hér hvernig sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barna - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Mikilvægi gagnaöflunar Til að greina áhrif ákvarðana á ólíka hópa barna þarf að byggja ákvarðanir sveitarfélagsins á gögnum. Gögnum um stöðu, farsæld og réttindi barna ásamt gögnum um ráðstöfun fjármagns. Það er gert til þess að geta komið auga á mögulega mismunun og til þess að átta okkur á því hvernig fjármunir sveitarfélagsins eru nýttir til þess að uppfylla réttindi barna og stuðla að farsæld þeirra. Barnvænt hagsmunamat Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög ráðstafa í málefni barna verða sveitarfélög að hafa hagsmuni barna að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Barnvænt hagsmunamat er verkfæri sem nýta má til þess að meta áhrif ákvarðana á börn. Það er ekki bara verkfæri til þess að tryggja að mannréttindi barna séu virt, heldur gagnleg leið til stuðla að arðbærari fjárfestingum sveitarfélaga með því að upplýsa ráðamenn um áhrif fjárhagsákvarðana á réttindi barna og stýra þeim í átt að ákvörðunum sem eru réttindum barna til framdráttar. Áhrif barna á fjárfestingar og fjárhagsáætlanir Barnvænt hagsmunamat er tól til að meta það sem er barninu fyrir bestu. Við getum þó ekki vitað hvað er barni fyrir bestu án þess að ræða við barnið sjálft. Þ.e.a.s. það er ekki hægt að framkvæma fullnægjandi mat án þess að tryggja að raddir barna endurspeglist í því. En hvað ef áhrifin á börn eru neikvæð? Það er mikilvægt að átta sig á því að ákvarðanir geta haft margskonar og ólík áhrif á ólíka hópa barna og því ber að taka tillit til þess að börn eru ekki einsleitur hópur þar sem öll hafa sömu þarfir. Jákvæð áhrif á einn hóp barna gætu haft í för með sér neikvæð áhrif á annan hóp. Með góðum gögnum og samtölum við fagfólk og börnin sjálf er hægt að sníða þjónustu og verkefni að ólíkum þörfum barna. En það er ekki alltaf hægt að koma í veg fyrir að ákvarðanir sem teknar eru hafi neikvæð áhrif á réttindi barna, enda þarf að meta hagsmuni fleiri þjóðfélagshópa. Í þeim tilfellum gerir barnvænt hagsmunamat okkur kleift að tryggja mótvægisaðgerðir til þess að lágmarka neikvæð áhrif. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir börnin og komum í veg fyrir uppblásinn kostnað við að bregðast við neikvæðum afleiðingum sem ekki var gert ráð fyrir. Eftirfylgni tryggir ábyrga fjárfestingu Þrátt fyrir að barnvæn hagsmunamat hafi verið framkvæmt er mikilvægt að fylgja fjárfestingunni eftir. Það er það sem fjárfestingabankarnir gera. Það myndi enginn fjárfestingabanki fara í fjárfestingu án þess að vita hvort hún ávaxtaðist eða lækkaði í virði. Raunin er sú að við getum gert miklu betur í því að fylgja eftir fjárhagsákvörðunum og fjárfestingum í réttindum barna. Það þarf að meta væntanleg áhrif og setja stefnu sem miðast við áætlaðan árangur. Mikilvægt er að vita hvert við stefnum, en jafnvel mikilvægara að vera tilbúin að fylgja ákvörðunum eftir og tryggja að þær skili þeim árangri sem ætlast var til. Ef það tekst ekki, þurfum við að vera reiðubúin að viðurkenna það, stíga skref til baka og prófa nýjar leiðir til að ná markmiðinu. Vandamálið sem kemur í veg fyrir lausnina Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga byggja ekki á samræmdri flokkun málaflokka og undir þá falla ólíkir kostnaðarliðir eftir skipulagi hvers sveitarfélags. Af hverju skiptir þetta máli? Jú, þetta ósamræmi gerir það nær ómögulegt að greina fjárfestingu ólíkra sveitarfélaga í þágu barna. Hér er gríðarlegt sóknarfæri, að samræma fjárhagsáætlanagerð til þess að tryggja gagnsærri fjármálastjórnun og samanburð milli sveitarfélaga. Verkfærið sem vantar? Barnvænt hagsmunamat er verkfæri sem er nýstárlegt í opinberri fjármálastjórnun. Notkun barnvæns hagsmunamats við fjárhagsákvarðanir hefur þó færst í aukana víðsvegar um heiminn og má sem dæmi nefna að stjórnvöld Skotlands unnu í fyrsta sinn barnvænt hagsmunamat í tengslum við fjárhagsákvarðanir ríkisins í fjárlagagerð árið 2024 í undirbúningi fyrir fjárhagsárið 2025. Við þurfum að brjóta niður sílóin á milli mannréttinda og fjármála og átta okkur á því að um nátengd fyrirbæri er að ræða. Með því að innleiða barnvænt hagsmunamat í fjármálastjórnun sína geta sveitarfélög stigið stórt skref í átt að barnvænum fjármálum og saman breytt fjárhagslegu landslagi íslenskra sveitarfélaga fyrir öll börn. Höfundur er sérfræðingur í réttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun