Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar 10. október 2025 10:30 Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélög standa frammi fyrir margvíslegum áskorunum þegar kemur að fjárfestingu í innviðum og þjónustu fyrir íbúa landsins. Lykilatriði er að fjárfestingar nýtist vel og skili sér í öflugra samfélagi, sérstaklega í ljósi þess að sveitarfélög verja um 60% af fjármunum sínum í málefni barna og fjölskyldna. UNICEF á Íslandi og Kópavogsbær kynntu á dögunum leiðir til þess að auka virði fjárfestinga í málefnum barna á Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, en UNICEF vinnur með Barnvænum sveitarfélögum um allt land að því að innleiða lög um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Arðbær samfélög virða réttindi barna Þegar fjármunum er ráðstafað í fyrirbyggjandi aðgerðir sem koma í veg fyrir að barn verði fyrir skaða, er það fjárfesting sem kostar samfélagið minna til lengri tíma en aðgerðaleysi með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið.[1] Þannig eru samfélög þar sem réttindi barna eru virt arðbærari en samfélög þar sem brotið er á réttindum barna. Sveitarfélög spila stórt hlutverk í því að tryggja að réttindi barna verði að veruleika og því er nauðsynlegt að horfa til ávinningsins af vandaðri fjárfestingu í þeirra þágu. Fjármálastjórnun sveitarfélaga snýst að miklu leyti um að tryggja jafnvægi milli fjárhagslegrar ábyrgðar og samfélagslegrar skyldu svo þau geti staðið undir skuldbindingum sínum og sinnt lögbundnum verkefnum á sjálfbæran hátt. Arðbær samfélög meta áhrif fjárhagsákvarðana á börn Mat á áhrifum ákvarðana á börn, eða svokallað barnvænt hagsmunamat, getur stutt sveitarfélög í að taka upplýstar fjárhagsákvarðanir sem styðja við réttindi barna. Það er nefnilega ekki bara samfélagslega ábyrgt af sveitarfélögum að innleiða lög um Barnasáttmálann, heldur er það einnig arðbært. Sveitarfélög geta stuðlað að upplýstri ákvörðunartöku og ábyrgri fjárfestingu með því að fylgja eftirfarandi fimm skrefum: Bæta gagnaöflun um réttindi barna í samhengi við fjármál sveitarfélagsins. Meta hagsmuni barni - með sérstakri áherslu á viðkvæma hópa barna. Efla þátttöku barna í fjárhagsferli sveitarfélagsins. Vinna að jafnrétti og koma í veg fyrir mismunun. Tryggja eftirfylgni og mat á árangri. Arðbær samfélög fjárfesta í réttindum barna Til þess að svara spurningunni sem sett er fram í titli greinarinnar: Getur fjárfesting í réttindum barna bætt fjárhag sveitarfélaganna? er svarið: Já! Til þess að tryggja bestu nýtingu þeirra fjármuna sem sveitarfélög verja í málefni barna á ári hverju þarf að tryggja ábyrga fjárfesting í réttindum barna og að þau séu höfð að leiðarljósi við fjárhagsákvarðanir. Ef öll sveitarfélög á Íslandi taka höndum saman og greina fjármál sveitarfélagsins út frá réttindum barna og fjárfesta í aðgerðum sem eru réttindum barna til framdráttar geta þau komið í veg fyrir óþarfa kostnað við að grípa of seint inn í mál þeirra barna sem þurfa stuðning. Með þessu tryggjum við betri nýtingu fjármagns sveitarfélaga og gerum réttindi allra barna að veruleika. Höfundur er sérfræðingur í mannréttindum barna og verkefnastjóri Barnvænna sveitarfélaga hjá UNICEF á Íslandi. World Health Organization, United Nations Children’s Fund, og World Bank Group, Nurturing Care for Early Childhood Development: A Framework for Helping Children Survive and Thrive to Transform Health and Human Potential (Geneva: WHO, 2018), https://apps.who.int/iris/bitstream/handle/10665/272603/9789241514064-eng.pdf
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun