„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2025 15:48 Sigurbjörg Erla segir nauðsynlegt að hlusta a raddir foreldra og reyna að bæta kerfið þannig það henti þeim betur. Vísir/Vilhelm Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023. „Þessar niðurstöður komu mér ekki á óvart. Maður hefur heyrt þetta beint frá foreldrum en svo voru líka vísbendingar um þetta í foreldrakönnun sem Kópavogsbær gerði í fyrra,“ segir Sigurbjörg en þar kom, meðal annars, fram að 16 prósent voru mjög óánægð með breytinguna á kerfinu en 14 prósent mjög óánægð. Sigurbjörg segir niðurstöður könnunar bæjarins ekki hafa verið teknar nægilega alvarlega og að hennar mati hafi við túlkun niðurstaðna aðeins verið litið til þess sem var jákvætt en ekki það skoðað betur sem var neikvætt í niðurstöðunum. „Það eins og það væri enginn vilji til að horfa á það að við værum mögulega ekki að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með í þessu verkefni um að létta á álagi foreldra.“ Sigurbjörg Erla segir leiðinlegt að bæjarstjóri hafi í stað þess að einblína á niðurstöður rannsóknar Vörðu aðeins einblínt á lítið úrtak þessarar rannsóknar sem er viðtalsrannsókn. „Auðvitað voru viðmælendur valdir vandlega og samkvæmt réttri aðferðafræði fyrir svona djúp viðtöl. Niðurstöðurnar eru í rauninni samhljóma við það sem kemur fram í könnun Kópavogsbæjar en það hefur verið fókus hjá meirihlutanum að hundsa allar vísbendingar um óánægju og keyra þetta áfram.“ Meiri ánægja foreldra Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði í viðtali um rannsóknina í gær að þvert á það sem hún sýndi væri ánægja foreldra með kerfið að aukast í Kópavogi. Sigurbjörg Erla segir nauðsynlegt að hún styðji það með gögnum en þangað til standi það sem foreldrar segi. Að kerfið sé stíft, skapi tímapressu og henti illa sé fólk ekki með sveigjanlegan vinnutíma. „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing og íbúar Kópavogs eiga skilið að bæjarstjóri hlusti á þá,“ segir hún. Í viðtölum við leikskólastjóra í Kópavogi og bæjarstjóra í vor á Vísi kom fram að eftir breytinguna er meiri fyrirsjáanleiki fyrir foreldra, deildir eru fullmannaðar, leikskólar eru opnir og engin fáliðun lengur. Þá eru börn einnig tekin fyrr inn í leikskólana og starfsánægja meiri. Megi skoða kostnaðaraukningu Sigurbjörg Erla segir það verulega jákvætt að minna álag sé á starfsfólki en það sem hafi verið gagnrýnt af foreldrum sé kostnaðaraukningin og að hennar mati mega skoða hvort að of bratt hafi verið farið í hana og að það megi enn bæta afsláttarkjörin. „Það mikilvægasta sem þarf að gera þegar það er farið í svona róttækar breytingar er að hlusta,“ segir Sigurbjörg. Margir foreldrar upplifi samviskubit í kjölfar breytinganna og það verði að bregðast við því. Foreldrar upplifi samviskubit yfir því að hafa barn í leikskóla á skráningardögum og að skilaboðin séu að það sé bara svo gott fyrir þau að vera heima. „Þetta á ekki að vera svona gildishlaðið. Þetta er bara eitthvað sem er í boði og kostar en þú átt ekki að þurfa að kaupa það með samviskubiti. Það á að vera hlutverk stjórnmálamanna að hlusta, en ekki bara setja einhverjar línur og taka ekki mark á því þegar kvartanir berast.“ Leikskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 3. október 2025 11:48 Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. 3. október 2025 11:32 Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Þessar niðurstöður komu mér ekki á óvart. Maður hefur heyrt þetta beint frá foreldrum en svo voru líka vísbendingar um þetta í foreldrakönnun sem Kópavogsbær gerði í fyrra,“ segir Sigurbjörg en þar kom, meðal annars, fram að 16 prósent voru mjög óánægð með breytinguna á kerfinu en 14 prósent mjög óánægð. Sigurbjörg segir niðurstöður könnunar bæjarins ekki hafa verið teknar nægilega alvarlega og að hennar mati hafi við túlkun niðurstaðna aðeins verið litið til þess sem var jákvætt en ekki það skoðað betur sem var neikvætt í niðurstöðunum. „Það eins og það væri enginn vilji til að horfa á það að við værum mögulega ekki að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með í þessu verkefni um að létta á álagi foreldra.“ Sigurbjörg Erla segir leiðinlegt að bæjarstjóri hafi í stað þess að einblína á niðurstöður rannsóknar Vörðu aðeins einblínt á lítið úrtak þessarar rannsóknar sem er viðtalsrannsókn. „Auðvitað voru viðmælendur valdir vandlega og samkvæmt réttri aðferðafræði fyrir svona djúp viðtöl. Niðurstöðurnar eru í rauninni samhljóma við það sem kemur fram í könnun Kópavogsbæjar en það hefur verið fókus hjá meirihlutanum að hundsa allar vísbendingar um óánægju og keyra þetta áfram.“ Meiri ánægja foreldra Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði í viðtali um rannsóknina í gær að þvert á það sem hún sýndi væri ánægja foreldra með kerfið að aukast í Kópavogi. Sigurbjörg Erla segir nauðsynlegt að hún styðji það með gögnum en þangað til standi það sem foreldrar segi. Að kerfið sé stíft, skapi tímapressu og henti illa sé fólk ekki með sveigjanlegan vinnutíma. „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing og íbúar Kópavogs eiga skilið að bæjarstjóri hlusti á þá,“ segir hún. Í viðtölum við leikskólastjóra í Kópavogi og bæjarstjóra í vor á Vísi kom fram að eftir breytinguna er meiri fyrirsjáanleiki fyrir foreldra, deildir eru fullmannaðar, leikskólar eru opnir og engin fáliðun lengur. Þá eru börn einnig tekin fyrr inn í leikskólana og starfsánægja meiri. Megi skoða kostnaðaraukningu Sigurbjörg Erla segir það verulega jákvætt að minna álag sé á starfsfólki en það sem hafi verið gagnrýnt af foreldrum sé kostnaðaraukningin og að hennar mati mega skoða hvort að of bratt hafi verið farið í hana og að það megi enn bæta afsláttarkjörin. „Það mikilvægasta sem þarf að gera þegar það er farið í svona róttækar breytingar er að hlusta,“ segir Sigurbjörg. Margir foreldrar upplifi samviskubit í kjölfar breytinganna og það verði að bregðast við því. Foreldrar upplifi samviskubit yfir því að hafa barn í leikskóla á skráningardögum og að skilaboðin séu að það sé bara svo gott fyrir þau að vera heima. „Þetta á ekki að vera svona gildishlaðið. Þetta er bara eitthvað sem er í boði og kostar en þú átt ekki að þurfa að kaupa það með samviskubiti. Það á að vera hlutverk stjórnmálamanna að hlusta, en ekki bara setja einhverjar línur og taka ekki mark á því þegar kvartanir berast.“
Leikskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 3. október 2025 11:48 Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. 3. október 2025 11:32 Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 3. október 2025 11:48
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. 3. október 2025 11:32
Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent