Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2025 10:28 Húsnæðið í Ármúla sem á að hýsa Konukot. Vísir/Sigurjón Úrskurðarnefnd hafnaði kröfu fyrirtækisins Sameindar um að fella úr gildi byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla. Stjórnendur fyrirtækisins töldu skjólstæðinga Konukots hættulega og getað smitað sjúklinga af berklum. Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir starfsemi Konukots, sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, í Ármúla 34 í sumar. Rannsóknarstofan Sameind, sem er til húsa í Ármúla 32, gerði athugasemdir við leyfið, meðal annars á þeim forsendum að konurnar sem þar yrðu hýstar væru hættulegar nærumhverfi sínu og væru líklegar til þess að leita inn í húsnæði Sameindar. Þar gætu þær mögulega smitað viðkvæma sjúklinga af berklum. Eftir að byggingarfulltrúi samþykkti umsókn Konukots kærði Sameind ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggði kæran fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkur 4 í byggingarreglugerð, sem Konukot var talið falla undir, gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddi fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Neyðarskýlið væri ætlað einstaklingum sem kæmu þangað af sjálfsdáðum og þyrftu að yfirgefa húsnæðið sjálfir á tilsettum tíma að morgni dags samkvæmt skýringum sem Reykjavíkurborg lagði fram. Því taldi nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við mat byggingarfulltrúa að miða við kröfur sem gerðar væru til mannvirkja í notkunarflokki 4. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Reykjavíkurborg veitti leyfi fyrir starfsemi Konukots, sem rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, í Ármúla 34 í sumar. Rannsóknarstofan Sameind, sem er til húsa í Ármúla 32, gerði athugasemdir við leyfið, meðal annars á þeim forsendum að konurnar sem þar yrðu hýstar væru hættulegar nærumhverfi sínu og væru líklegar til þess að leita inn í húsnæði Sameindar. Þar gætu þær mögulega smitað viðkvæma sjúklinga af berklum. Eftir að byggingarfulltrúi samþykkti umsókn Konukots kærði Sameind ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Byggði kæran fyrst og fremst á þeim rökum að byggingarleyfið hefði verið gefið út á grundvelli rangs notkunarflokks. Notkunarflokkur 4 í byggingarreglugerð, sem Konukot var talið falla undir, gerði ráð fyrir að fólk sem dveldi í húsnæði gæti bjargað sér út af sjálfsdáðum ef til bruna kæmi. Sameind hélt því fram að í Konukoti væru gjarnan langt leiddi fíkniefnasjúklingar sem gætu ekki með neinu móti bjargað sér sjálfir út úr húsinu. Því ætti húsnæðið frekar að falla undir annan notkunarflokk sem nær meðal annars yfir meðferðar- og legudeildir sjúkrahúsa. Á þessi rök féllst úrskurðarnefndin ekki. Neyðarskýlið væri ætlað einstaklingum sem kæmu þangað af sjálfsdáðum og þyrftu að yfirgefa húsnæðið sjálfir á tilsettum tíma að morgni dags samkvæmt skýringum sem Reykjavíkurborg lagði fram. Því taldi nefndin ekki ástæðu til að gera athugasemd við mat byggingarfulltrúa að miða við kröfur sem gerðar væru til mannvirkja í notkunarflokki 4.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Stjórnsýsla Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira