Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. október 2025 21:39 Leikskólinn á Stöðvarfirði er deild á vegum Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla. Vísir/Vilhelm Leikskóladeild Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Stöðvarfirði verður að öllu óbreyttu lokað vegna mönnunarvanda. Foreldrar barnanna þurfa að keyra börnin sín á leikskóladeild skólans á Breiðdalsvík. Leikskólinn, sem fellur undir Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, hýsir nú þrjú leikskólabörn sem eru öll á sínu síðasta leikskólaári samkvæmt umfjöllun Austurfréttar sem greindi frá málinu. Þar hafa starfað tveir starfsmenn en annar þeirra hyggst láta af störfum en samkvæmt lögum verða að minnsta kosti tveir starfsmenn að starfa í leikskólum landsins. Að öllu óbreyttu verði leikskóladeildinni lokað síðar í þessum mánuði. Engar umsóknir bárust um stöðu starfsmannsins á leikskólanum og því ákvað Steinþór Snær Þrastarson, skólastjóri Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, að bjóða krökkunum að koma yfir á leikskólann í Breiðdalsvík. Þar eru núþegar þrettán börn og með því að stækka leikskóladeildina um eina stofu sé hægt að bæta þremur börnum við með góðu móti. Þá hafi engin umsókn borist fyrir næsta skólaár um vist í leikskóladeildinni á Stöðvarfirði. „Þannig má einnig nýta starfsfólkið betur og jafnvel bæta kennsluna þegar börnin öll verða á sama staðnum,“ segir Steinþór Snær í samtali við Austurfrétt. Líklega þurfi foreldrar barnanna þriggja sjálfir að keyra og sækja börnin sín í leikskólann en um tuttugu mínútur tekur að keyra á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, formaður íbúasamtaka Stöðvarfjarðar, segir það vera óhagræði, sérstaklega fyrir foreldra sem vinna á Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði. Hann segir íbúarnir hefðu viljað að betur hefði verið komið til móts við hópinn. Fjarðabyggð Leikskólar Skóla- og menntamál Byggðamál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Leikskólinn, sem fellur undir Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, hýsir nú þrjú leikskólabörn sem eru öll á sínu síðasta leikskólaári samkvæmt umfjöllun Austurfréttar sem greindi frá málinu. Þar hafa starfað tveir starfsmenn en annar þeirra hyggst láta af störfum en samkvæmt lögum verða að minnsta kosti tveir starfsmenn að starfa í leikskólum landsins. Að öllu óbreyttu verði leikskóladeildinni lokað síðar í þessum mánuði. Engar umsóknir bárust um stöðu starfsmannsins á leikskólanum og því ákvað Steinþór Snær Þrastarson, skólastjóri Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla, að bjóða krökkunum að koma yfir á leikskólann í Breiðdalsvík. Þar eru núþegar þrettán börn og með því að stækka leikskóladeildina um eina stofu sé hægt að bæta þremur börnum við með góðu móti. Þá hafi engin umsókn borist fyrir næsta skólaár um vist í leikskóladeildinni á Stöðvarfirði. „Þannig má einnig nýta starfsfólkið betur og jafnvel bæta kennsluna þegar börnin öll verða á sama staðnum,“ segir Steinþór Snær í samtali við Austurfrétt. Líklega þurfi foreldrar barnanna þriggja sjálfir að keyra og sækja börnin sín í leikskólann en um tuttugu mínútur tekur að keyra á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, formaður íbúasamtaka Stöðvarfjarðar, segir það vera óhagræði, sérstaklega fyrir foreldra sem vinna á Reyðarfirði eða Fáskrúðsfirði. Hann segir íbúarnir hefðu viljað að betur hefði verið komið til móts við hópinn.
Fjarðabyggð Leikskólar Skóla- og menntamál Byggðamál Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira