Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 11:44 Brynhildur Bolladóttir er móðir grunnskólabarns í Reykjavíkurborg. Samsett Móðir grunnskólabarns, sem fær að mæta á frístundaheimili einu sinni í viku, segir manneklu í frístundastarfi geta valdið félagslegri einangrun barna. Rúmlega fimm hundruð börn eru á biðlista eftir að fá pláss í frístundaheimili eða sértækri félagsmiðstöð. Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku. Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Í aðsendri grein á Vísi lýsir Brynhildur Bolladóttir raunum sínum er hún reyndi að fá pláss fyrir dóttur sína á frístundaheimili grunnskóla hennar. Vegna mikillar manneklu í frístundastarfinu fær dóttir Brynhildar einungis pláss einu sinni í viku á frístundaheimilinu. „Þær gleðifréttir bárust í síðustu viku, sem var fjórða skólavika skólaársins, að hún fengi einn dag í vistun í viku. Börn í 3. bekk, sem tilheyra annarri félagsmiðstöð (það er önnur umræða hvort það sé vænlegt), hafa hins vegar verið með tvo daga í vistun frá upphafi skólaárs og eru nú með fulla vistun,“ segir Brynhildur. Hún segir börn missa af því að leika sér og starfa í skemmtilegu umhverfi frístundarinnar og hafi það neikvæð áhrif, sér í lagi á börn sem standi verr sem eiga í hættu á að félagslega einangrast. „Með hverjum deginum sem líður mun verða erfiðara að sannfæra þau um að fara í frístund.“ Tæplega tvö hundruð börn fá að mæta einn eða tvo daga í viku Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu segir að samkvæmt reglum um þjónustu frístundaheimila Reykjavíkurborgar sé gert ráð fyrir að öll börn sem sótt hefur verið um pláss fyrir fái dvöl á frístundaheimili í upphafi skólaárs. Þó séu nú 515 börn á biðlista eftir að komast í frístundaheimili og sértækar félagsmiðstöðvar. Séu tafir, til að mynda vegna manneklu líkt og Brynhildur lýsir, fái fötluð börn, börn í erfiðum félagslegum aðstæðum, börn sem hafa búið skemur en tvö ár á Íslandi og börn starfsfólks frístundaheimilanna forgang. Þar á eftir eru umsóknir afgreiddar í tímaröð eftir því hvenær þær bárust, en þó þannig að börn í fyrsta bekk fái forgang, svo öðrum bekk og koll af kolli. „Ef um skort á starfsfólki er að ræða leitast frístundamiðstöðvar við að manna frístundaheimili fyrir yngri börn fyrst.“ 3704 börn hafa fengið samþykkt pláss í frístundaheimili af 4219 umsóknum sem bárust. Umsóknirnar voru um fjögur hundruð fleiri heldur en árið áður. Af þessum rúmlega 3700 börnum hafa 155 börn fengið samþykkt pláss fyrir einungis einn eða tvo daga í viku.
Skóla- og menntamál Félagsmál Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira