Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar 23. september 2025 10:00 Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Skoðun Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar