Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 23:04 Lögregla var á vettvangi við Kaupmannahafnarflugvöll í kvöld. EPA/STEVEN KNAP Flugumferð um Kastrupflugvöll í Kaupmannahöfn er hafin að nýju eftir að hún var stöðvuð fyrr í kvöld vegna óleyfilegrar umferðar dróna. Farþegar eru sagðir geta átt von á frekari töfum og að flugferðum þeirra verði aflýst. Á sama tíma var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli nýverið lokað vegna drónaumferðar. Verður flugvélum beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður var greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló hefði ekki haft áhrif á flugumferð. Tillkynt var um lokunina í Osló klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á flugvellinum. Lögregla telur ekki vera tengsl milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn að svo stöddu. Fréttastofur DR og NRK greina frá þessu. Danska lögreglan veitti upplýsingar um hvað átti sér stað við Kaupmannahafnarflugvöll á blaðamannafundi klukkan 23:30 að íslenskum tíma. Tveir til þrír „stærri“ drónar sáust á svæðinu, að sögn lögreglu. Jakob Hansen, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, segir að um klukkan 20:30 að staðartíma hafi borist tilkynning frá Naviair um að loftrýminu hafi verið lokað eftir að drónar sáust á svæðinu. Lögreglan hafi sömuleiðis sjálf orðið vör við dróna í loftrýminu. Hansen bætti við að lögreglan hafi ráðist í ítarlega rannsókn á málinu í samstarfi við leyniþjónustu lögreglunnar PET, danska herinn og erlend yfirvöld. Ráðist hafi verið í fjölmargar aðgerðir en aðstoðarlögreglustjórinn vildi ekki útskýra hvers eðlis þær eru. Drónarnir hafi að lokum yfirgefið svæðið en ekki verið teknir niður af yfirvöldum. Lögreglan hefur ekki upplýst hvaðan drónarnir komu. Hansen benti á að svipuð staða hafi komið upp í Osló og því muni lögreglan eiga náið samstarf við norsk yfirvöld, meðal annars til að rannsaka möguleg tengsl. Lögreglan verði áfram með viðbúnað á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Hún hefur áður greint frá því að tveir til þrír drónar hafi sést við flugvöllinn en Hansen segir að á þessum tímapunkti sé ekki alveg ljóst hversu margir þeir voru. Nú sé reynt að komast að því hvers konar dróna var um að ræða og hvaðan þeir komu. Lögreglan viti ekki hvert þeir stefni eftir að þeir eftir að þeir yfirgáfu loftrýmið. „Við vildum óska þess að við vissum hvar þeir væru á þessum tímapunkti en við miðum vinnu okkar við aðstæðurnar hverju sinni,“ hefur DR eftir Jakob Hansen. Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð. Danmörk Noregur Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Á sama tíma var loftrýminu yfir Óslóarflugvelli nýverið lokað vegna drónaumferðar. Verður flugvélum beint á næstu flugvelli, að sögn flugmálayfirvalda. Áður var greint frá því að dróni sem sást nálægt flugvellinum í Osló hefði ekki haft áhrif á flugumferð. Tillkynt var um lokunina í Osló klukkan 22:30 að íslenskum tíma og er norska lögreglan með viðbúnað á flugvellinum. Lögregla telur ekki vera tengsl milli atvikana í Osló og Kaupmannahöfn að svo stöddu. Fréttastofur DR og NRK greina frá þessu. Danska lögreglan veitti upplýsingar um hvað átti sér stað við Kaupmannahafnarflugvöll á blaðamannafundi klukkan 23:30 að íslenskum tíma. Tveir til þrír „stærri“ drónar sáust á svæðinu, að sögn lögreglu. Jakob Hansen, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn, segir að um klukkan 20:30 að staðartíma hafi borist tilkynning frá Naviair um að loftrýminu hafi verið lokað eftir að drónar sáust á svæðinu. Lögreglan hafi sömuleiðis sjálf orðið vör við dróna í loftrýminu. Hansen bætti við að lögreglan hafi ráðist í ítarlega rannsókn á málinu í samstarfi við leyniþjónustu lögreglunnar PET, danska herinn og erlend yfirvöld. Ráðist hafi verið í fjölmargar aðgerðir en aðstoðarlögreglustjórinn vildi ekki útskýra hvers eðlis þær eru. Drónarnir hafi að lokum yfirgefið svæðið en ekki verið teknir niður af yfirvöldum. Lögreglan hefur ekki upplýst hvaðan drónarnir komu. Hansen benti á að svipuð staða hafi komið upp í Osló og því muni lögreglan eiga náið samstarf við norsk yfirvöld, meðal annars til að rannsaka möguleg tengsl. Lögreglan verði áfram með viðbúnað á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Hún hefur áður greint frá því að tveir til þrír drónar hafi sést við flugvöllinn en Hansen segir að á þessum tímapunkti sé ekki alveg ljóst hversu margir þeir voru. Nú sé reynt að komast að því hvers konar dróna var um að ræða og hvaðan þeir komu. Lögreglan viti ekki hvert þeir stefni eftir að þeir eftir að þeir yfirgáfu loftrýmið. „Við vildum óska þess að við vissum hvar þeir væru á þessum tímapunkti en við miðum vinnu okkar við aðstæðurnar hverju sinni,“ hefur DR eftir Jakob Hansen. Fréttin er í vinnslu og verður uppfærð.
Danmörk Noregur Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57 Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sjá meira
Kastrup lokað vegna drónaflugs Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn hefur verið lokað og flugumferð stöðvuð vegna drónaflugs á svæðinu. Lögregla er á vettvangi. Þá voru tveir handteknir í Osló í Noregi vegna drónaflugs skammt frá herstöð, en ekki er talið að málin tengist. 22. september 2025 19:57