Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar 22. september 2025 07:30 Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Vegferð ríkisstjórnarinnar í menntamálum hefur einkennst af metnaðar- og áhugaleysi sem sést vel á þingmálaskrá hennar sem og þeirri forgangsröð hún setur málaflokkinn. Nú hefur skilningsleysi bæst við. Fyrir síðustu helgi kynnti menntamálaráðherra gamlar furðu hugmyndir fyrir framhaldsskólann. Koma á fót 4-6 svæðisskrifstofum og setja mannauð þangað sem heima á í skólunum sjálfum. Það á að styrkja skólana en í stað þess á reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu Hér er Reykjavíkurleiðin í grunnskólum endurfædd. Leið þar sem þjónustumiðstöðvar/svæðisskrifstofur voru settar á nokkra staði í borginni þegar fjölbreyttni nemendahópsins óx mikið. Leið sem kostar mikið, skilar litlu og skólarnir sitja áfram uppi með mestan vandann enda skólar samfélög þar sem tengsl, þekking og reynsla á gólfinu skipta öllu máli hvað árangur varðar. Þegar mannauður fer úr skólunum rofna tengsl hans við þau úrlausnarefni sem upp koma, hvort sem það eru nemenda-, starfsmanna- eða efnisleg mál skólanna. Þetta er algert lykilatriði Það á sér enga stoð í raunveruleikanum að hægt sé útvista ,,vandamálum“ skólanna til 4-6 stofnananna, þó að einhverja dreymi um það. Þú sendir ekki vanda fjölbreyttari nemendafánu inn í töflureikni á skrifstofu. Vandann þarf að leysa á staðnum með þeim sem eiga í hlut og hafa getu til, þ.e. ef menn vilja leysa vandann en ekki bara fjarlægja hann. Það er rangt að framhaldsskólar hafi ekki mætt áskorunum samtímans eins og ráðuneytið heldur fram. Þeir hafa einmitt gert það með innanhúss þekkingu og reynslu, eða eins og skólameistari Borgarholtsskóla segir: ,,…framhaldsskólar og kennarar í framhaldsskólum hafa verið mjög duglegir við að mæta kröfum samtímans og aðlaga sig“. Aldrei hafa fleiri útskrifast úr iðnnámi, 27% aukning frá því í fyrra og hlutfall brottfalls er lækkandisem er jákvæð vísbending um bætt framhaldsskólastarf og markvissari stuðning við nemendur. Eru þetta merki um að framhaldsskólarnir geti ekki tekist á við áskoranir samtímans eins og ráðuneytið heldur fram? Það er fólkið á gólfinu: 1. Sem þekkir nemendur, tengist þeim og er færast og sneggst að leysa málin fái það tíma til þess, ólíklega fólk sem hefur ekki séð eða talað við nemendur áður. 2. Sem þekkir það best hvað þarf að gera til að árangur náist, ekki sérfræðingur úr ráðuneytinu. 3. Sem þekkir skólana sína best. Það veit hvar hægt er að sýna ráðdeild, nýta fjármagn vel og gera mikið úr litlu, ekki konan með excel-skjalið. Það er ljóst að þessar hugmyndir eru illa ígrundaðar, ólíklegar að leysa nokkuð og hafa verið reyndar áður með litlum árangri og miklum kostnaði. Sköðum ekki gott starf framhaldsskólanna með pólitískum flumbrugangi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi skólastjóri
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar