Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar 22. september 2025 07:01 Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Bjarnason Árborg Arkitektúr Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar. Framkvæmdir áfram næstu árin Verkefnið var sannarlega umdeilt í samfélaginu í upphafi og fór m.a. í íbúakosningu sumarið 2018 þar sem íbúar í Árborg ákváðu að byggja ætti miðbæinn í þeim anda sem nú er að rísa. Hugmyndir þróast á sumarið 2023 var haldin íbúakönnun þar sem 90% þeirra íbúa sem tóku þátt leyst vel á að stækka miðbæinn og tengja enn frekar við Sigtúnsgarðinn sem kemur í framhaldi af miðbæjarsvæðinu. Spennandi hugmyndir sem sjá má betur á mynd að neðan. Mynd 1: Drög sem sýna áætlaða uppbyggingu miðbæjar Selfoss þegar hann er fullbyggður. Nú er bílastæðahús fyrir rúmlega 200 bíla tilbúið og framkvæmdir langt komnar með verslunar- og þjónustuhúsnæði ásamt íbúðum við hlið mathallarinnar. Framkvæmdaaðilar halda áfram og var skóflustunga að næsta áfanga tekin í síðustu viku af félögum eldri borgara á Selfossi. Næstu áfangar eiga svo að opna einn af öðrum næstu fjögur árin. Það verður því áfram ný og skemmtileg upplifun í miðbæ Selfoss og nágrenni. Mynd 2: Yfirlitsmynd af miðbæ Selfoss í ágúst 2025. Sigtúnsgarður órjúfanleg tenging Í nýju skipulagi er gert ráð fyrir einstakri göngugötu, “Menningarstræti” sem verður niðurgrafin og tengist beint í svokallaða söngskál og áfram inn í Sigtúnsgarðinn. Þessi tenging ásamt fleirum er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og framkvæmdaaðila þar sem Sigtúnsgarður er ekki hluti af framkvæmdasvæði miðbæjarins heldur opið grænt svæði. Á myndinni má sjá hvernig miðbærinn og Sigtúnsgarður tengjast saman sem gefur tækifæri til að auka nýtingu garðsins stærri hluta ársins. Mynd 3: Tenging miðbæjarins við Sigtúnsgarð gefur spennandi tækifæri til framtíðar. Sveitarfélagið hefur stofnað samráðshóp sem vinnur með hönnuði, framkvæmdaaðilum miðbæjarins, hátíðarhöldurum og öðrum hagsmunaaðilum að þróun Sigtúnsgarðs. Horft er til nýtingarmöguleika, tenginga við miðbæ og nærliggjandi byggðar til að skapa svæði sem íbúar og gestir vilja heimsækja og njóta útivistar og viðburða. Gert er ráð fyrir að hönnun Sigtúnsgarðs verði tilbúin á þessu ári og framkvæmdir við garðinn unnist samhliða uppbyggingu miðbæjarins. Styður hvert annað! Uppbygging innan Sveitarfélagsins Árborgar hefur verið ótrúleg undanfarin ár og margir þættir sem spila þar saman. Öflugir framkvæmdaaðilar hafa byggt upp íbúðahverfi en nú eru yfir 400 íbúðir í byggingu. Sveitarfélagið byggir upp grunnþjónustuna ásamt því að miðbær Selfoss og fleiri atvinnusvæði auka enn frekar vægi verslunar, þjónustu og menningar á svæðinu. Allt styður þetta hvert annað og skapar um leið lifandi samfélag sem á svo sannarlega við Sveitarfélagið Árborg. Höfundur bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun