Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 12:49 Gísli Marteinn Baldursson segist ekki vera að íhuga framboð. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi segist alls ekki vera að íhuga framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill þó ekki segja til um hvort fulltrúar einhverra flokka hafi komið að máli við sig og hvatt hann til að fara fram, en þvertekur fyrir að hann sé að íhuga nokkuð slíkt. Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira