Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 12:49 Gísli Marteinn Baldursson segist ekki vera að íhuga framboð. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi segist alls ekki vera að íhuga framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill þó ekki segja til um hvort fulltrúar einhverra flokka hafi komið að máli við sig og hvatt hann til að fara fram, en þvertekur fyrir að hann sé að íhuga nokkuð slíkt. Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira
Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Sjá meira