Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 18. september 2025 11:01 Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að innflytjendum hefur fjölgað mikið í íslensku samfélagi undanfarin ár. Á stuttum tíma höfum við vanist því að á kassanum í Bónus taki við okkur maður frá Nígeríu, að Pólverji skili bílnum hreinum úr hreinsun, og að portúgalskur sendill skili heitum mat í hús þegar við nennum ekki að elda fyrir börnin; nokkuð sem hefur bætt lífsgæði okkar flestra. Þessu fylgja áskoranir. Þetta var ekki svona fyrir tíu árum. Þrír af hverjum fjórum innflytjendum á landinu, sem telja nú um 80.000 manns, komu til landsins á síðastliðnum áratug. Það er óvenjuleg staða, en að meðaltali innan OECD hefur um 70% af innflytjendum dvalið í hverju landi lengur en 10 ár. Fyrir ári síðan gaf Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) út skýrslu um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði, samanborið við stöðuna í löndunum í kringum okkur. Fram kom að þróun mannfjölda hér á landi hefur verið á eftir öðrum, og að hlutfall innflytjenda hafi fyrst á síðustu árum farið að hækka í samræmi við það sem gerst hefur annars staðar. Því fylgja tækifæri. Við gætum til dæmis lært af mistökum annarra þjóða og gripið inn í þar sem má betur fara áður en vandamál koma upp. Dæmi um vandamál sem hafa komið upp annars staðar, þar sem stjórnvöld brugðust ekki við, eru vannýtt hugvit, framleiðnitap, aukin stéttaskipting, og samfélagslegur órói. Rauði þráðurinn í skýrslu OECD er að tungumálið sé lykillinn að íslensku samfélagi. Aukin kunnátta í íslensku sýnir fram á hærri atvinnuþátttöku, betri nýtingu á mannauði í gegnum tækifæri til menntunar, og bætta námsframvindu barna. Auk þess má leiða að því rök að íslenskufærni hafi jákvæð áhrif á möguleika fólks til kynnast íslenskum gildum, menningu og sögu. Einnig kom fram að færni innflytjenda í tungumálinu væri hvergi minni meðal samanburðarríkja en hér, en tæp 20% innflytjenda hér á landi telja sig hafa góða færni í tungumálinu, samanborið við um 60% að meðaltali innan ríkja OECD. Það kann því að orka tvímælis að ríkisstjórnin hafi ákveðið að lækka fjárframlög til íslenskukennslu til innflytjenda samanborið við árið í fyrra. Fjárframlög á hvern innflytjanda voru reyndar margfalt lægri en á hinum Norðurlöndunum fyrir lækkunina (Mynd 1). Staðan lítur því alls ekki vel út. Mynd 1. Útgjöld til tungumálakennslu á hvern innflytjanda. Við þurfum að stíga varlega til jarðar þegar þessi mál eru annars vegar og huga að því að einstakar ákvarðanir sem tengjast innflytjendamálum geta komið í bakið á okkur ef þær eru vanhugsaðar. Svissneska leikskáldið Max Frisch lét eftirfarandi orð falla um innflytjendastefnu Þýskalands eftir stríð: “Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk.” Þar var rekin sú stefna að flytja inn tyrkneska verkamenn til að sinna eftirspurn á tímum hagvaxtar, án þess að greiða þeim aðgang að tungumálakennslu og öðrum úrræðum, enda myndi fólkið yfirgefa landið hvort eð er. Annað kom í ljós, en langflestir urðu eftir og stofnuðu fjölskyldur. Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því yfir fyrir nokkrum árum að þessi stefna hefði verið stór mistök og heiðraði um leið framlag vinnufólksins - þýska efnahagsundrið hefði ekki verið mögulegt án þeirra. Það hefði tekið of langan tíma að viðurkenna hið augljósa: verkamennirnir voru hvorki aðeins gestir, né aðeins vinnuafl. Það er ekki of seint að breyta um kúrs, en tíminn vinnur ekki með okkur. Við þurfum ekki að finna upp hjólið, heldur einfaldlega læra af reynslunni. Nágrannar okkar hafa ekki á síðari árum fjárfest í tungumálakennslu að ástæðulausu, svo mikið er víst. Höfundur er höfundur áðurnefndrar skýrslu OECD um stöðu innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar