Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 17. september 2025 09:43 Forsetahjónin skoðuðu sig um í Windsor-kastala í dag. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans Melanía snæða í dag með Karli Bretakonung og öðrum úr konungsfjölskyldunni. Rauði dregillinn hefur verið dreginn út fyrir forsetann og er búist við miklum pomp og prakt vegna heimsóknarinnar. Í senn er búist við mótmælum vegna heimsóknar Trumps. Trump verður þó væntanlega lítið var við það, þar sem heimsóknin mun í raun ekki fara fram fyrir allra augum. Gjafaskipti eru liður í heimsókn Trumps til Bretlands. Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun kóngurinn gefa Trump sérstaka bók vegna 250 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og breska fánann sem blakti við hún við Buckinghamhöll þegar Trump tók aftur embætti í janúar. Melanía mun fá handgerða silfurskál og tösku gerða sérstaklega fyrir forsetafrúna. Þá mun Trump gefa konungnum endurgerð af sverði Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til minningar um samstarf ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kamila drottning mun fá sérstaka gull-brjóstnál frá Tiffany & Co. Dagskráin í grófum dráttum: Óljóst er nákvæmlega hvenær dagskráin hefst en fyrst munu Trump hjónin hitta þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í Windsor. Í kjölfarið mæta Karl konungur og Kamilla Bretadrottning. Fjölmargir hermenn munu standa heiðursvörð, þann stærsta sem kallaður hefur verið saman í opinberri heimsókn, og hleypa af byssum á þessum viðburði. Sjá einnig: Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Í kjölfarið fara þau svo í sameiginlegan hádegisverð í kastalanum. Hér að neðan má sjá upptöku af viðburðinum í Windsor-kastala, þar sem Karl og Trump skoðuðu hermennina. Seinni partinn í dag munu forsetahjónin heimsækja grafhýsi Elísabetar drottningar og fara svo aftur til Windsor, þar sem herþotum, bæði breskum og bandarískum, verður flogið yfir. Formlegur kvöldverður mun svo eiga sér stað í kastalanum í kvöld, þar sem bæði konungurinn og Trump munu halda ræður. Á morgun mun Trump svo funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Lundúnum í dag í báðum spilurnum hér að neðan. Sá efri er frá Sky News, þar sem fjallað er um vendingar dagsins, en sá neðri er frá AP fréttaveitunni, þar sem umfjöllun er minni. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Bandaríkin Kóngafólk Donald Trump Karl III Bretakonungur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Í senn er búist við mótmælum vegna heimsóknar Trumps. Trump verður þó væntanlega lítið var við það, þar sem heimsóknin mun í raun ekki fara fram fyrir allra augum. Gjafaskipti eru liður í heimsókn Trumps til Bretlands. Samkvæmt fjölmiðlum ytra mun kóngurinn gefa Trump sérstaka bók vegna 250 ára afmælis sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og breska fánann sem blakti við hún við Buckinghamhöll þegar Trump tók aftur embætti í janúar. Melanía mun fá handgerða silfurskál og tösku gerða sérstaklega fyrir forsetafrúna. Þá mun Trump gefa konungnum endurgerð af sverði Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til minningar um samstarf ríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni. Kamila drottning mun fá sérstaka gull-brjóstnál frá Tiffany & Co. Dagskráin í grófum dráttum: Óljóst er nákvæmlega hvenær dagskráin hefst en fyrst munu Trump hjónin hitta þau Vilhjálm Bretaprins og Katrínu hertogaynju í Windsor. Í kjölfarið mæta Karl konungur og Kamilla Bretadrottning. Fjölmargir hermenn munu standa heiðursvörð, þann stærsta sem kallaður hefur verið saman í opinberri heimsókn, og hleypa af byssum á þessum viðburði. Sjá einnig: Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Í kjölfarið fara þau svo í sameiginlegan hádegisverð í kastalanum. Hér að neðan má sjá upptöku af viðburðinum í Windsor-kastala, þar sem Karl og Trump skoðuðu hermennina. Seinni partinn í dag munu forsetahjónin heimsækja grafhýsi Elísabetar drottningar og fara svo aftur til Windsor, þar sem herþotum, bæði breskum og bandarískum, verður flogið yfir. Formlegur kvöldverður mun svo eiga sér stað í kastalanum í kvöld, þar sem bæði konungurinn og Trump munu halda ræður. Á morgun mun Trump svo funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands. Fylgjast má með beinni útsendingu frá Lundúnum í dag í báðum spilurnum hér að neðan. Sá efri er frá Sky News, þar sem fjallað er um vendingar dagsins, en sá neðri er frá AP fréttaveitunni, þar sem umfjöllun er minni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Bandaríkin Kóngafólk Donald Trump Karl III Bretakonungur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira