Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar 16. september 2025 15:00 Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa. Á undanförnum árum hafa nýjar íbúðir verið byggðar án þess að gera ráð fyrir bílastæðum, það hljómar kannski spennandi á blaði fyrir suma að reyna að gera Reykjavík að Kaupmannahöfn norður atlantshafsins með því að þétta borgina margfalt og neyða íbúa til að taka strætó en fyrir meðal fjölskyldur er þetta mikil áskorun. Við búum í borg þar sem almenningssamgöngur eru einfaldlega ekki komnar á þann stað að fólk geti treyst á þær í daglegu lífi. Við vitum mörg hversu lengi getur tekið að komast milli staða með strætó, vegna umferðar vanda, hversu sjaldan hann gengur á kvöldin og helgar og hvað þá ef veður eru válynd. Strætó er því miður ekki raunhæfur valkostur fyrir stóran hluta borgarbúa eins og staðan er núna. Áhersla á aðgengi borgarbúa Það sem skiptir máli er að hugsa um fólk. Fjölskyldur með ung börn þurfa að komast í leikskóla, skóla og íþróttir. Eldri borgarar þurfa að geta farið til læknis eða í búð án þess að þurfa að ganga langar vegalengdir í hálku og kulda. Fatlaðir þurfa einfaldlega að hafa tryggt aðgengi að sínum heimilum og þjónustu. Bílastæði er ekki munaður fyrir þessa hópa, þau eru lífsnauðsyn. Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló. Við erum borg með 140 þúsund íbúa í landi sem spannar þúsundir ferkílómetra og með tíu sinnum minni þéttleika sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur geta aldrei orðið sambærilegar eins og í fyrr nefndu borgunum. Það er engin raunverulegur valkostur fyrir langflesta borgarbúa annað en að nota bíla. Því er ekki sanngjarnt að bera okkur saman við stórborgir á meginlandinu sem hafa haft áratugi til að byggja upp öflugar járnbrautir, neðanjarðarlestir og skilvirk almenningssamgöngukerfi. Ekki afturför … heldur skynsemi Að krefjast þess að nýjar íbúðir hafi að lágmarki eitt bílastæði er því ekki afturför, heldur skynsemi. Það er ábyrgð gagnvart íbúum borgarinnar að tryggja að þeir sem þurfa bílastæði fái að lágmarki eitt stæði fyrir hverja íbúð. Við getum öll sammælst um að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum til lengri tíma, en í dag erum við einfaldlega ekki komin á þann stað að bíllinn sé valkostur sem hægt er að sleppa. Þetta snýst ekki um að vera á móti almenningssamgöngum. Þvert á móti. Við eigum að halda áfram að fjárfesta í þeim, styrkja kerfið og gera það að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. En þar til það gerist, verðum við að vera raunsæ og standa vörð um það sem tryggir lífsgæði fólks í dag. Því leggjum við í Framsókn fram tillögu þess efnis í borgarstjórn í dag að Reykjavíkurborg skilyrði að hver ný íbúð sem byggð er í Reykjavík hafi að minnsta kosti eitt bílastæði. Það er einföld, sanngjörn og mannleg krafa sem tekur mið af raunveruleikanum sem við lifum í. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og situr í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Framsóknarflokkurinn Reykjavík Aðalsteinn Haukur Sverrisson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa. Á undanförnum árum hafa nýjar íbúðir verið byggðar án þess að gera ráð fyrir bílastæðum, það hljómar kannski spennandi á blaði fyrir suma að reyna að gera Reykjavík að Kaupmannahöfn norður atlantshafsins með því að þétta borgina margfalt og neyða íbúa til að taka strætó en fyrir meðal fjölskyldur er þetta mikil áskorun. Við búum í borg þar sem almenningssamgöngur eru einfaldlega ekki komnar á þann stað að fólk geti treyst á þær í daglegu lífi. Við vitum mörg hversu lengi getur tekið að komast milli staða með strætó, vegna umferðar vanda, hversu sjaldan hann gengur á kvöldin og helgar og hvað þá ef veður eru válynd. Strætó er því miður ekki raunhæfur valkostur fyrir stóran hluta borgarbúa eins og staðan er núna. Áhersla á aðgengi borgarbúa Það sem skiptir máli er að hugsa um fólk. Fjölskyldur með ung börn þurfa að komast í leikskóla, skóla og íþróttir. Eldri borgarar þurfa að geta farið til læknis eða í búð án þess að þurfa að ganga langar vegalengdir í hálku og kulda. Fatlaðir þurfa einfaldlega að hafa tryggt aðgengi að sínum heimilum og þjónustu. Bílastæði er ekki munaður fyrir þessa hópa, þau eru lífsnauðsyn. Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló. Við erum borg með 140 þúsund íbúa í landi sem spannar þúsundir ferkílómetra og með tíu sinnum minni þéttleika sem gerir það að verkum að almenningssamgöngur geta aldrei orðið sambærilegar eins og í fyrr nefndu borgunum. Það er engin raunverulegur valkostur fyrir langflesta borgarbúa annað en að nota bíla. Því er ekki sanngjarnt að bera okkur saman við stórborgir á meginlandinu sem hafa haft áratugi til að byggja upp öflugar járnbrautir, neðanjarðarlestir og skilvirk almenningssamgöngukerfi. Ekki afturför … heldur skynsemi Að krefjast þess að nýjar íbúðir hafi að lágmarki eitt bílastæði er því ekki afturför, heldur skynsemi. Það er ábyrgð gagnvart íbúum borgarinnar að tryggja að þeir sem þurfa bílastæði fái að lágmarki eitt stæði fyrir hverja íbúð. Við getum öll sammælst um að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum til lengri tíma, en í dag erum við einfaldlega ekki komin á þann stað að bíllinn sé valkostur sem hægt er að sleppa. Þetta snýst ekki um að vera á móti almenningssamgöngum. Þvert á móti. Við eigum að halda áfram að fjárfesta í þeim, styrkja kerfið og gera það að raunhæfum valkosti fyrir fleiri. En þar til það gerist, verðum við að vera raunsæ og standa vörð um það sem tryggir lífsgæði fólks í dag. Því leggjum við í Framsókn fram tillögu þess efnis í borgarstjórn í dag að Reykjavíkurborg skilyrði að hver ný íbúð sem byggð er í Reykjavík hafi að minnsta kosti eitt bílastæði. Það er einföld, sanngjörn og mannleg krafa sem tekur mið af raunveruleikanum sem við lifum í. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar og situr í umhverfis- og skipulagsráði.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun