Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2025 11:11 Elon Musk (t.v.) ávarpaði tugi þúsunda mótmælenda á útifundi í London um helgina. Þar sagði hann fólki meðal annars að búa sig undir að deyja eða berjast. Vísir Breskir stjórnmálamenn fordæma eldfim ummæli Elon Musk, eins auðugasta mannst í heimi, á mótmælafundi gegn útlendingum í London um helgina. Meðal annars er kallað eftir að stjórnvöld beiti Musk refsiaðgerðum. Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi. Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Musk ávarpaði mótmælendur í gegnum fjarfundarbúnað og kallaði eftir því að breska þingið yrði leyst upp og skipt um ríkisstjórn vegna þess að hún hefði brugðist í innflytjendamálum. Skilaboð Musk til mótmælenda um að „ofbeldi er á leið til ykkar“ og að þeir þyrftu að „berjast eða deyja“ hafa mælst sérlega illa fyrir hjá breskum stjórnmálamönnum. Jacqui Smith, jafnréttisráðherra, sagði ummælin hætuleg og röng. Peter Kyle, viðskiptaráðherra, sagði þau illskiljanleg og algerlega óviðeigandi. Þau sýndu þó að tjáningarfrelsið lifði góðu lífi í Bretlandi en fjarhægrimenn þar og víðar halda því jafnan fram að þeir sæti þöggun og skoðanakúgun. Ed Davey, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Frjálslyndra demókrata, talaði fyrir því að ríkisstjórnin beitti Musk og fyrirtæki hans refsiaðgerðum fyrir að ala á sundrung og æsa til ofbeldis í Bretlandi. Hvatti hann leiðtoga hægriflokkanna Íhaldsflokksins og Umbótaflokksins til þess að fordæma ummæli sömuleiðis. Keir Starmer, forsætisráðherra, hefur ekki tjáð sig beint um ummæli Musk, aðeins að rétturinn til friðsamlegra mótmæla væri á meðal grunngilda bresks samfélags. Ofbeldi gegn lögreglumönnum yrði þó ekki liðið. Á þriðja tug lögreglumanna særðist í átökum við mótmælendur. Skipulagt af þekktum hægriöfgamanni Lundúnalögreglan áætlar að um 150.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum á laugardag. Yfirskrift þeirra var „Sameinum konungsveldið“. Þetta er talin stærsta samkoma breskra þjóðernissinna í áratugi. Öfgahægrimaðurinn og fjársvikarinn Stephen Yaxley-Lennon skipulagði viðburðinn. Hann gengur undir viðurnefninu Tommy Robinson en hann stofnaði áður hægriöfgasamtökin Enska varnarbandalagið. Það barðist fyrst og fremst gegn múslimum í Bretlandi. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Musk ljáir rödd sína málstað flokka og samtaka yst á hægri jaðrinum. Hann barðist fyrir kjöri Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra og talaði máli Valkosts fyrir Þýskaland í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi í vetur. Þetta var heldur ekki í fyrsta skipti sem Musk blandaði sér í bresk stjórnmál. Í fyrra sagði hann borgarastríð óumflýjanlegt í kjölfar óeirða hægrijaðarhópar eftir að ungur maður stakk þrjú börn til bana í bænum Southport. Það byggðist á röngum fullyrðingum um að morðinginn væri hælisleitandi og múslimi. Raunverulega var hann fæddur í Wales, sonur kristinna foreldra sem komu upphaflega frá Rúanda og hafði búið alla sína ævi á Bretlandi.
Elon Musk Bretland England Tengdar fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32 Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands fordæmir ofbeldisverk á mótmælum þjóðernissinna gegn innflytjendum í Lundúnum í gær. 14. september 2025 14:32
Ellison klórar í hælana á Musk Larry Ellison, stofnandi tæknifyrirtækisins Oracle, hefur auðgast um um það bil tvö hundruð milljarða dala á þessu ári og þar af um hundrað milljarða dala bara í dag. Mögulega er hann orðinn auðugasti maður jarðarinnar eftir að virði hlutabréfa Oracle tók risastökk í dag. 10. september 2025 18:51