Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar 15. september 2025 11:32 Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Á undanförnum árum hefur námsmat í íslenskum grunnskólum tekið miklum breytingum. Í stað þess að leggja áherslu á tölulegar einkunnir og samanburð er nú lögð meiri áhersla á að meta hæfni nemenda – hvað þau geta, kunna og skilja. Þessi breyting byggir á nýrri stefnu í aðalnámskrá grunnskóla þar sem hæfniviðmið eru í forgrunni. Hæfniviðmið lýsa þeirri hæfni sem nemendur eiga að tileinka sér í hverri námsgrein. Þau eru sett fram fyrir þrjú námsstig: við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Í stað þess að meta hvort nemandi svaraði rétt í prófi er nú horft á hvort hann geti beitt þekkingu sinni í mismunandi aðstæðum – t.d. lesið með gagnrýnum hætti, beitt stærðfræði í daglegu lífi eða tjáð sig á fjölbreyttan hátt. Af hverju bókstafir og tákn? Í samræmi við aðalnámskrá eru matsviðmið nú sett fram á bókstafakvarða – A til D. Þetta kerfi er hugsað til að lýsa hæfni nemenda á skýrari og uppbyggilegri hátt en tölur gera. Tölukvarðinn sem áður var notaður gaf oft takmarkaðar upplýsingar. Ef nemandi fékk 8 í prófi vissu foreldrar ekki hvort hann kunni klukku eða margföldun – aðeins að hann svaraði 8 af 10 dæmum rétt. Þá var líka algengt að tala um að 6 eða 7 væru „lélegar“ einkunnir sem gat haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd nemenda. Ef markmið námsmats er að lýsa hæfni nemenda og styðja við nám þeirra þá hentar bókstafakvarði betur. Hann gefur skýrari mynd af því hvað nemandi getur og hvar hann stendur í náminu. Ef markmiðið er hins vegar að greina nákvæmlega frammistöðu og bera saman nemendur þá getur tölukvarði verið gagnlegri. Íslenskt skólakerfi hefur á undanförnum árum færst frá samanburði og yfir í hæfnimiðað mat. Í því samhengi er bókstafakvarði – eða tákn sem lýsa hæfni – betur til þess fallin að styðja við nám og vöxt nemenda. Hann hjálpar kennurum og foreldrum að sjá styrkleika og þroska nemenda frekar en að einblína á tölur sem oft segja lítið um raunverulega hæfni. Þessi breyting krefst aðlögunar – bæði hjá nemendum, foreldrum og kennurum. En hún býður upp á betri innsýn í nám nemenda og styður við jákvæða þróun í skólastarfi. Matsferill Skólafólk hefur fylgst náið með þróun Matsferils og við fögnum því að nútímalegt og fjölbreytt mælitæki sé loksins komið. Matsferill býður upp á samræmd stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði sem verða lögð fyrir í 4., 6. og 9. bekk frá og með skólaárinu 2025–2026 og er einnig í boði fyrir alla aðra árganga. Þetta er hluti af stærri heild sem miðar að því að bæta námsmat og tryggja að kennsla taki mið af þörfum hvers nemanda. Við teljum að Matsferill geti orðið öflugt verkfæri – ef það er þróað og innleitt í nánu samstarfi við fagfólk í skólunum. Kennarar og skólastjórnendur búa yfir dýrmætri innsýn í hvernig námsmat getur orðið hreyfiafl í skólaþróun ef það er notað sem umbótatæki en ekki eftirlitstól. Margir skólar hafa um árabil nýtt Lesfimi – samræmt skimunartæki sem mælir leshraða og nákvæmni og styður þannig við læsi og lesskilning nemenda. Lesfimi hefur reynst okkur vel og við munum áfram nýta þau verkfæri sem styðja við nemendur og kennara. Matsferill byggir á hugmyndafræði um hringrás mats og kennslu þar sem niðurstöður eru nýttar til að laga kennslu að þörfum nemenda. Þetta er í takt við farsældarlögin og áherslur um snemmtæka íhlutun. Við í skólunum hlökkum til að taka þátt í þessari vegferð en við viljum líka minna á að umbætur í skólastarfi gerast ekki í fundarsölum stjórnvalda einar og sér eða í yfirlýsingum bæjarstjóra eða annarra stjórnmálamanna. Þær verða til í samtali við kennara, skólastjóra, nemendur og foreldra Það samtal þarf að vera virkt, opið og byggt á gagnkvæmri virðingu. Höfundur er skólastjóri Akurskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikið rætt um námsmat í grunnskólum og nýtt námsmatskerfi - Matsferil. Umræðan hefur þó að mestu farið fram á vettvangi stjórnvalda og sveitarfélaga – en hvar eru samtölin við fagfólkið sem vinnur í skólastofunum? Hvar eru raddir kennara og skólastjóra sem þekkja starfið best? Á undanförnum árum hefur námsmat í íslenskum grunnskólum tekið miklum breytingum. Í stað þess að leggja áherslu á tölulegar einkunnir og samanburð er nú lögð meiri áhersla á að meta hæfni nemenda – hvað þau geta, kunna og skilja. Þessi breyting byggir á nýrri stefnu í aðalnámskrá grunnskóla þar sem hæfniviðmið eru í forgrunni. Hæfniviðmið lýsa þeirri hæfni sem nemendur eiga að tileinka sér í hverri námsgrein. Þau eru sett fram fyrir þrjú námsstig: við lok 4., 7. og 10. bekkjar. Í stað þess að meta hvort nemandi svaraði rétt í prófi er nú horft á hvort hann geti beitt þekkingu sinni í mismunandi aðstæðum – t.d. lesið með gagnrýnum hætti, beitt stærðfræði í daglegu lífi eða tjáð sig á fjölbreyttan hátt. Af hverju bókstafir og tákn? Í samræmi við aðalnámskrá eru matsviðmið nú sett fram á bókstafakvarða – A til D. Þetta kerfi er hugsað til að lýsa hæfni nemenda á skýrari og uppbyggilegri hátt en tölur gera. Tölukvarðinn sem áður var notaður gaf oft takmarkaðar upplýsingar. Ef nemandi fékk 8 í prófi vissu foreldrar ekki hvort hann kunni klukku eða margföldun – aðeins að hann svaraði 8 af 10 dæmum rétt. Þá var líka algengt að tala um að 6 eða 7 væru „lélegar“ einkunnir sem gat haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd nemenda. Ef markmið námsmats er að lýsa hæfni nemenda og styðja við nám þeirra þá hentar bókstafakvarði betur. Hann gefur skýrari mynd af því hvað nemandi getur og hvar hann stendur í náminu. Ef markmiðið er hins vegar að greina nákvæmlega frammistöðu og bera saman nemendur þá getur tölukvarði verið gagnlegri. Íslenskt skólakerfi hefur á undanförnum árum færst frá samanburði og yfir í hæfnimiðað mat. Í því samhengi er bókstafakvarði – eða tákn sem lýsa hæfni – betur til þess fallin að styðja við nám og vöxt nemenda. Hann hjálpar kennurum og foreldrum að sjá styrkleika og þroska nemenda frekar en að einblína á tölur sem oft segja lítið um raunverulega hæfni. Þessi breyting krefst aðlögunar – bæði hjá nemendum, foreldrum og kennurum. En hún býður upp á betri innsýn í nám nemenda og styður við jákvæða þróun í skólastarfi. Matsferill Skólafólk hefur fylgst náið með þróun Matsferils og við fögnum því að nútímalegt og fjölbreytt mælitæki sé loksins komið. Matsferill býður upp á samræmd stöðu- og framvindupróf í íslensku og stærðfræði sem verða lögð fyrir í 4., 6. og 9. bekk frá og með skólaárinu 2025–2026 og er einnig í boði fyrir alla aðra árganga. Þetta er hluti af stærri heild sem miðar að því að bæta námsmat og tryggja að kennsla taki mið af þörfum hvers nemanda. Við teljum að Matsferill geti orðið öflugt verkfæri – ef það er þróað og innleitt í nánu samstarfi við fagfólk í skólunum. Kennarar og skólastjórnendur búa yfir dýrmætri innsýn í hvernig námsmat getur orðið hreyfiafl í skólaþróun ef það er notað sem umbótatæki en ekki eftirlitstól. Margir skólar hafa um árabil nýtt Lesfimi – samræmt skimunartæki sem mælir leshraða og nákvæmni og styður þannig við læsi og lesskilning nemenda. Lesfimi hefur reynst okkur vel og við munum áfram nýta þau verkfæri sem styðja við nemendur og kennara. Matsferill byggir á hugmyndafræði um hringrás mats og kennslu þar sem niðurstöður eru nýttar til að laga kennslu að þörfum nemenda. Þetta er í takt við farsældarlögin og áherslur um snemmtæka íhlutun. Við í skólunum hlökkum til að taka þátt í þessari vegferð en við viljum líka minna á að umbætur í skólastarfi gerast ekki í fundarsölum stjórnvalda einar og sér eða í yfirlýsingum bæjarstjóra eða annarra stjórnmálamanna. Þær verða til í samtali við kennara, skólastjóra, nemendur og foreldra Það samtal þarf að vera virkt, opið og byggt á gagnkvæmri virðingu. Höfundur er skólastjóri Akurskóla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar