Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 15:08 Af mótmælunum í Lundúnum í dag. AP Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka. Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka.
Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12