Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Agnar Már Másson skrifar 13. september 2025 15:08 Af mótmælunum í Lundúnum í dag. AP Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka. Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Fjöldinn hefur safnast saman við Whitehall í dag, margir með breska, skoska, velska eða enska fána á lofti, þar sem þeir munu heyra á ræðumenn, meðal annars Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafa Donalds Trumps. Guardian hefur eftir lögreglunni að um 110 þúsund manns séu taldir á vettvangi á vegum „Sameinum konungsríkið“ auk fimm þúsund manns frá andrasísku samtökunum SUTRa („Stand up against racism“). Tommy Robinson, sem réttu nafni heitir Stephen Yaxley-Lennon, skipulagði mótmælin en heldur því fram að milljónir manna hafi mætt á mótmælin í Lundúnum. Breskir, enskir, velskir og skoskir fánar voru áberandi. Til hægri má sjá templarakross sem Skjöldur Íslands ber einnig iðulega.AP Robinson er stofnandi hægriöfgaflokksins Enska varnarbandalagsins (EDL) og var áður í Breska þjóðflokknum (BNP), sem hefur gjarnan verið kallaður fasistahreyfing. Miðillinn hefur eftir lögreglumönnum að fólk úr mótmælafylkingu Robinsons hafi kastað hlutum í laganna verði. Mótmælin snúast aðallega að hælisleitendum. „Stöðvið bátana,“ kyrjaði hópurinn, „sendið þá heim“ einnig. Lögreglan hafði gefið „Sameinum konungsríkið“-mótmælunum leyfi til að standa yfir til klukkan 18 að breskum tíma en hin mótmælin þyrftu að klárast tveimur tímum fyrr. Sem fyrr segir voru fánar hinna bresku þjóða afar áberandi á mótmælunum og svipa mótmælin þannig til mótmælafunda Íslands þvert á flokka, sem hafa vakið athygli í sumar. Þá var kross templarareglunnar einnig sjáanlegur víða á mótmælunum í Bretlandi en þann kross ber Skjöldur Íslands en samtökin eru náskyld Íslandi þvert á flokka.
Bretland Hælisleitendur Flóttamenn Innflytjendamál England Tengdar fréttir „Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14 „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
„Við erum engir rasistar“ Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af hópi sem sagði mótmælendur rasíska. 31. maí 2025 19:14
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. 11. ágúst 2025 12:12