Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Árni Sæberg skrifar 12. september 2025 10:09 Það er ekki nóg að hafa fengið plássi úthlutað til að teljast hafa hafið leikskólagöngu. Vísir/Anton Brink Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í byrjun mánaðar var fjallað um að 400 börn 12 mánaða og eldri væru á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík, samanborið við 653 börn á svipuðum tíma og 658 árið 2023. Umfjöllunin var byggð á gögnum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar tók saman um bið barna í borginni eftir plássi í leikskóla. Þar kom einnig fram að 67 börn átján mánaða og eldri væru á biðlista en þau hefðu öll bæst við biðlistann eftir að stóra úthlutuninni lauk. Meirihlutinn margsaga „Fulltrúar meirihluta borgarstjórnar hafa að undanförnu hrósað happi yfir gríðarlegum árangri í leikskólamálum - en eru margsaga um raunstöðu biðlistans - segja hann hafa staðið í ýmist 400, 457 eða 467 börnum 1. september síðastliðinni. Maður spyr sig hvers vegna þessar upplýsingar liggja ekki fyrir í aðgengilegu mælaborði?“ spyr Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, í færslu á Facebook í gærkvöldi. Hún segir að þegar betur sé að gáð beiti meirihlutinn í borgarstjórn gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Þannig sé barn tekið af biðlista um leið og foreldrum hefur borist bréf um úthlutun leikskólapláss, jafnvel þó að leikskólavistin hefjist ekki fyrr en mörgum mánuðum síðar. 314 fengið pláss en gætu alveg eins hafið nám á næsta ári Hún hafi því óskað eftir upplýsingum um raunstöðu biðlistans frá skóla- og frístundasviði. Þar hafi komið fram að til viðbótar þeim biðlistatölum sem borgin gefur út, séu 472 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en höfðu ekki hafið leikskólagönguna 1. september. Aðlögun muni hefjast síðar í mánuðinum eða jafnvel í október. Þar að auki séu 314 börn sem hafa fengið boð um leikskólavist en engar upplýsingar verið veittar um það hvenær leikskólavistin getur hafist. „Það gæti allt eins orðið á næsta ári.“ „Sé tekið tillit til ofanritaðs var raunstaða biðlistans þann 1. september síðastliðinn, 1.243 börn. Á þeirri stundu voru því fjölskyldur 1.243 leikskólabarna í Reykjavík enn að bíða eftir upphafi leikskólagöngu barna sinna. Þau voru enn á biðlista.“ Verk að vinna Þá segir Hildur að í ofanálag við biðlistana séu 580 leikskólapláss í Reykjavík ónýtanleg um þessar mundir vegna framkvæmda og viðhalds, sem sé fullkomlega óviðunandi afleiðing áralangs skorts á viðhaldi. „Betur má ef duga skal við lausn leikskólavandans. Við þurfum að ávarpa staðreyndirnar og opna á fjölbreyttar lausnir. Það er verk að vinna,“ segir Hildur að lokum.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira