Innlent

Þyrlan kölluð út á mesta for­gangi

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Hinn slasaði er við hlíð Fjallabaks.
Hinn slasaði er við hlíð Fjallabaks. Vísir/RAX

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út á mesta forgangi. Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir vélhjólaslys.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við fréttastofu að slysið hafi átt sér stað við Fjallabak. Útkallið barst um klukkan tíu mínútur í fjögur og var að undirbúa brottför korter yfir fjögur.

Einn er talinn slasaður eftir vélhjólaslys. Ásgeir segir að ekki liggi fyrir nánari upplýsingar um líðan hins slasaða að svo stöddu.

„Það var tilkynnt um klukkan 15:40 um mótorhjólaslys hjá Fjallabaki,“ segir Garðar Már Garðarsson, yfirvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi.

Auk þyrlunnar voru lögregla, sjúkraflutningamenn og björgunarsveitir kölluð út. Bæði lögregla og sjúkraflutningamenn eru komin á staðinn þar sem þau meta áverka hins slasaða. Að sögn Garðars er hann talinn vera með alvarlega áverka.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×