Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar 5. september 2025 11:02 Nú hafa ýmsir aðilar beint spjótum sínum að Snorra Mássyni vegna skoðana hans í Kastljósinu á mánudaginn. Málflutningur hans er meðal annars bendlaður við hatur, útilokun og ofbeldi. Þetta horfir töluvert öðruvísi við mér. Við erum kannski á öndverðum meiði, lesandi góður, en skoðanir og spurningar Snorra eru eðlilegar að mínu mati. Draga má þá ályktun að það hljóti að vera af annarlegum ástæðum sem feli meðal annars í sér óbeit eða óvild. Einfaldari skýring kann að vera sú að lífi okkar virðist vera settar ákveðnar skorður af náttúrunnar hendi og að ekki megi líta framhjá því. Eftirfarandi eru vangaveltur í þeim dúr. Við erum líkamlegar verur. Sá veruleiki setur okkur greinilegar skorður og hefur gífurlega mikið að segja um það hver við erum. Þrátt fyrir að vera ólíks eðlis hanga sál og líkami saman með nánum hætti. Það er eðlilega snúnara að henda reiður á ósýnilegri sálinni en líkamanum. Hver við erum er sannarlega leyndardómsfullt. Það er þó alltaf í gegnum líkamann sem sálin birtist. Næmni og ákveðni fólks, svo dæmi megi taka, skynjum við meðal annars gegnum göngulag þess, augnaráð og beitingu raddar. Við minnumst ástvina gegnum ljósmyndir. Við rifjum upp hvernig þeir brostu og hvað þeir höfðu að segja. Kynni okkar af því hvaða mann þeir höfðu að geyma (sál þeirra) eru því ávallt bundin við gjörðir og fas, og þar með líkamann. Þrátt fyrir skýrt tal gegn hatri og ofbeldi í Kastljósinu er Snorri ásakaður um að hafa gefið hvoru tveggja undir fótinn með sínu máli, meðal annars fyrir tal um að kynin séu í grunninn tvö. Snorri hefur einnig verið sakaður um afturhald og að vera gamaldags. Kannski er trúin á að kynin séu tvö gamaldags í besta skilningi þess orðs. Eiginleg íhaldssemi snýst til dæmis ekki um einskæran mótþróa gagnvart nýjum straumum, heldur varðveitingu þess sem staðist hefur tímans tönn og gefist vel. Það er ljóst að sumum þykir kynjatvíhyggjan (heiti sem oft er notað kaldhæðnislega) úr sér gengin og forneskjuleg. Aðrir, svo sem undirritaður, sjá hana frekar sem sígilda og alls ekki útilokandi gagnvart þeim sem ekki fella sig við sitt kyn. Í þessu samhengi má vísa í viðtal Debbie Hayton hjá Triggernometry frá árinu 2021 (https://www.youtube.com/watch?v=q0DT1aBHheI). Debbie er trans kona sem segist engu að síður vera karlmaður þar sem veruleiki líkamans er óhjákvæmilegur. Er Debbie þar með að afneita tilvist eða tilverurétti sínum? Er margbreytni meðal fólks kveðin niður í þessu tilfelli? Að trúa því að kynin séu tvö felur í sér að gefa mikilvægi líkamans sinn gaum (hér er auðvitað ekki verið að líta framhjá u.þ.b. 1% tilfella þar sem fólk fæðist með ódæmigerð kyneinkenni). Er hatursfullt að telja líkamann órjúfanlegan lið þegar kyn einstaklings er ákvarðað? Er fordómafullt að telja slíkar takmarkanir óumflýjanlegar? Getur sjálfsmynd okkar ein og sér að skorið úr um það hver við erum? Hver við erum er vissulega eitthvað sem við finnum hjá okkur sjálfum en ekki einvörðungu. Það er vel skiljanlegt að kynvitund fólks, eða hvernig fólk upplifir sjálft sig, geti verið mis kvenleg, mis karlmannleg og þar fram eftir götunum. Það er því auðskilið að kynvitund fólks rími stundum illa við kyn þess, en að kynvitund sé höfð að leiðarljósi þegar kyn fólks er ákvarðað er aftur á móti verulega á skjön við sannfæringu margs fólks, án þess að hatur komi þar við sögu. Ef kynvitundin ein ræður förinni, til að mynda, er kona sá einstaklingur sem upplifir og skilgreinir sig sem slíka. Auðvelt er að finna til með því og virða að upplifunin sé með þessum hætti. Að því sögðu, þá er það að styðjast við kynvitund eina og sér í ákvörðun um kyn fólks engu að síður greinileg kollvörpun á því hvað við meinum þegar við segjum að einhver sé karl eða kona, og byggir jú á ákveðinni hugmyndafræði eða heimssýn. Það er ekki þar með sagt að líf trans fólks sé lítillækkað og smættað niður í einbera hugmyndafræði. Reynslan sem liggur þar að baki er vitanlega merkingarbær, en um það hvernig ber að skilja þessa reynslu ríkir augljóslega hugmyndafræðilegur ágreiningur. Vegna ólíkra heimsmynda er ljóst að hluti umræðunnar felur í sér að fólk tali framhjá hvoru öðru. Einstaklingar sem hafna fyrrnefndri kynjatvíhyggju tala iðulega um kyn á grundvelli kynvitundar, eða upplifunar hvers og eins. Þeir sem telja kynin í grunninn tvö telja líkamann og þær takmarkanir sem honum fylgja ómissandi (án þess að manneskjan sé þar með smættuð niður í litninga, kynfrumur o.s.frv.). Hver og einn verður að gera upp við sig hvort það sé hættulegt og útilokandi að telja kyn líkamlega ígrundað. Um er að ræða spurningar sem varða hvers konar verur við erum. Að fólki greini á um viðfangsefnið er eðlilegt og er það bæði sjálfsagt og mikilvægt að mönnum gefist færi á að ræða sín sjónarmið fyrir opnum tjöldum líkt og Snorri gerði. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú hafa ýmsir aðilar beint spjótum sínum að Snorra Mássyni vegna skoðana hans í Kastljósinu á mánudaginn. Málflutningur hans er meðal annars bendlaður við hatur, útilokun og ofbeldi. Þetta horfir töluvert öðruvísi við mér. Við erum kannski á öndverðum meiði, lesandi góður, en skoðanir og spurningar Snorra eru eðlilegar að mínu mati. Draga má þá ályktun að það hljóti að vera af annarlegum ástæðum sem feli meðal annars í sér óbeit eða óvild. Einfaldari skýring kann að vera sú að lífi okkar virðist vera settar ákveðnar skorður af náttúrunnar hendi og að ekki megi líta framhjá því. Eftirfarandi eru vangaveltur í þeim dúr. Við erum líkamlegar verur. Sá veruleiki setur okkur greinilegar skorður og hefur gífurlega mikið að segja um það hver við erum. Þrátt fyrir að vera ólíks eðlis hanga sál og líkami saman með nánum hætti. Það er eðlilega snúnara að henda reiður á ósýnilegri sálinni en líkamanum. Hver við erum er sannarlega leyndardómsfullt. Það er þó alltaf í gegnum líkamann sem sálin birtist. Næmni og ákveðni fólks, svo dæmi megi taka, skynjum við meðal annars gegnum göngulag þess, augnaráð og beitingu raddar. Við minnumst ástvina gegnum ljósmyndir. Við rifjum upp hvernig þeir brostu og hvað þeir höfðu að segja. Kynni okkar af því hvaða mann þeir höfðu að geyma (sál þeirra) eru því ávallt bundin við gjörðir og fas, og þar með líkamann. Þrátt fyrir skýrt tal gegn hatri og ofbeldi í Kastljósinu er Snorri ásakaður um að hafa gefið hvoru tveggja undir fótinn með sínu máli, meðal annars fyrir tal um að kynin séu í grunninn tvö. Snorri hefur einnig verið sakaður um afturhald og að vera gamaldags. Kannski er trúin á að kynin séu tvö gamaldags í besta skilningi þess orðs. Eiginleg íhaldssemi snýst til dæmis ekki um einskæran mótþróa gagnvart nýjum straumum, heldur varðveitingu þess sem staðist hefur tímans tönn og gefist vel. Það er ljóst að sumum þykir kynjatvíhyggjan (heiti sem oft er notað kaldhæðnislega) úr sér gengin og forneskjuleg. Aðrir, svo sem undirritaður, sjá hana frekar sem sígilda og alls ekki útilokandi gagnvart þeim sem ekki fella sig við sitt kyn. Í þessu samhengi má vísa í viðtal Debbie Hayton hjá Triggernometry frá árinu 2021 (https://www.youtube.com/watch?v=q0DT1aBHheI). Debbie er trans kona sem segist engu að síður vera karlmaður þar sem veruleiki líkamans er óhjákvæmilegur. Er Debbie þar með að afneita tilvist eða tilverurétti sínum? Er margbreytni meðal fólks kveðin niður í þessu tilfelli? Að trúa því að kynin séu tvö felur í sér að gefa mikilvægi líkamans sinn gaum (hér er auðvitað ekki verið að líta framhjá u.þ.b. 1% tilfella þar sem fólk fæðist með ódæmigerð kyneinkenni). Er hatursfullt að telja líkamann órjúfanlegan lið þegar kyn einstaklings er ákvarðað? Er fordómafullt að telja slíkar takmarkanir óumflýjanlegar? Getur sjálfsmynd okkar ein og sér að skorið úr um það hver við erum? Hver við erum er vissulega eitthvað sem við finnum hjá okkur sjálfum en ekki einvörðungu. Það er vel skiljanlegt að kynvitund fólks, eða hvernig fólk upplifir sjálft sig, geti verið mis kvenleg, mis karlmannleg og þar fram eftir götunum. Það er því auðskilið að kynvitund fólks rími stundum illa við kyn þess, en að kynvitund sé höfð að leiðarljósi þegar kyn fólks er ákvarðað er aftur á móti verulega á skjön við sannfæringu margs fólks, án þess að hatur komi þar við sögu. Ef kynvitundin ein ræður förinni, til að mynda, er kona sá einstaklingur sem upplifir og skilgreinir sig sem slíka. Auðvelt er að finna til með því og virða að upplifunin sé með þessum hætti. Að því sögðu, þá er það að styðjast við kynvitund eina og sér í ákvörðun um kyn fólks engu að síður greinileg kollvörpun á því hvað við meinum þegar við segjum að einhver sé karl eða kona, og byggir jú á ákveðinni hugmyndafræði eða heimssýn. Það er ekki þar með sagt að líf trans fólks sé lítillækkað og smættað niður í einbera hugmyndafræði. Reynslan sem liggur þar að baki er vitanlega merkingarbær, en um það hvernig ber að skilja þessa reynslu ríkir augljóslega hugmyndafræðilegur ágreiningur. Vegna ólíkra heimsmynda er ljóst að hluti umræðunnar felur í sér að fólk tali framhjá hvoru öðru. Einstaklingar sem hafna fyrrnefndri kynjatvíhyggju tala iðulega um kyn á grundvelli kynvitundar, eða upplifunar hvers og eins. Þeir sem telja kynin í grunninn tvö telja líkamann og þær takmarkanir sem honum fylgja ómissandi (án þess að manneskjan sé þar með smættuð niður í litninga, kynfrumur o.s.frv.). Hver og einn verður að gera upp við sig hvort það sé hættulegt og útilokandi að telja kyn líkamlega ígrundað. Um er að ræða spurningar sem varða hvers konar verur við erum. Að fólki greini á um viðfangsefnið er eðlilegt og er það bæði sjálfsagt og mikilvægt að mönnum gefist færi á að ræða sín sjónarmið fyrir opnum tjöldum líkt og Snorri gerði. Höfundur er sálfræðingur.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun