„Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 13:23 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu. vísir/ívar Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir mannskæðan bruna á Bræðraborgarstíg fyrir fimm árum enn liggja þungt á slökkviliðsmönnum. Sérstök ráðstefna fór fram á Grand hótel í morgun vegna þessara tímamóta þar sem fulltrúar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, slökkviliðsins, Alþýðusambandsins og ríkisstjórnarinnar fóru yfir breytingar síðustu fimm ára. Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“ Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Þrír létu lífið í eldsvoða á Bræðraborgarstíg þann 25. júní árið 2020. 73 voru með skráða búsetu í húsnæðinu þar sem litlar sem engar brunavarnir voru til staðar. Á fundinum í morgun var tekið fram að gripið hafi verið til ýmissa breytinga til að mæta þeim veikleikum í kerfum og regluverki sem komu í ljós vegna brunans. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, fagnar því hve margt er búið að breytast á síðustu árum. Til að mynda hafa tólf af þrettán tillögum HMS tekið gildi eða eru nú í ferli. Hann tekur þó fram að baráttunni um brunavarnir sé hvergi nærri lokið. „Það hefur mikið gerst varðandi árvekni íbúa og eigenda vona ég líka. En ég vil líka segja það að við hjá eldvarnareftirlitinu. Við fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir. Hvernig menn eru að taka eldvarnir og brunavarnir innan byggingar og rústa þeim. Og hafa ekki skynbragð á því að þetta er þarna með ákveðinn tilgang.“ Hann tekur fram að ábyrgð eigenda húsnæðis þegar það kemur að brunavörnum sé gífurleg. „Eigendur verða að átta sig á því að í því felst ábyrgð að eiga mannvirki. Þú getur ekki samið þig frá þeirri ábyrgð með leigusamning. Þú getur ekki komist undan þeirri ábyrgð með aðgerðarleysi eða þögn. Ábyrgðin er alltaf þín. Ég veit að það er enginn sem eigandi mannvirkis sem vill sitja uppi með þessar spurningar í fanginu þess vegna hvetjum við alla til að vera vakandi yfir sínum eignum og hafa allt í lagi.“ Jón Viðar stýrði aðgerðum á vettvangi daginn sem bruninn varð á Bræðraborgarstíg og segir atburðinn enn sitja í sér. „Kom mér svolítið á óvart hvað þetta fór inn að beini bara að fjalla um þetta. Þetta er ekki auðvelt fyrir neinn sem að lenti í þessu og hvað þá sem eiga heima þarna.“ Erindi Jóns Viðars á fundinum hét, Hvað ef ég hefði? Hann segir ýmsar spurningar vakna upp eftir svo voveiflegan atburð. „Ef ég hefði ekki bannað mönnunum að fara inn þegar gólfið var að hrynja undan þeim. Hefði það breytt einhverju? Menn eru náttúrulega í þessu af lífi og sál og þá er náttúrulega mjög gott að menn séu alltaf með það á bak við eyrað, hvað hefði ég getað gert betur? Ég held að önnur erindi hafi svolítið sannað það að það sé hægt að gera betur og það er búið að gera betur.“
Bruni á Bræðraborgarstíg Slökkvilið Húsnæðismál Byggingariðnaður Slysavarnir Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira