Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar 1. september 2025 17:30 Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þó svo að vissulega séu ekki allir almennir borgarar í Ísrael hlynntir útrýmingarstefnu núverandi valdhafa þá hafa þeir notið stuðnings meirihluta kjósenda í landinu og stríðsglæpamaðurinn Benjamin Netanyahu leitt ríkisstjórn landsins samfleytt í nærri tvo áratugi. Það hefur hann gert með dyggum stuðningi kjósenda í Ísrael. Ef hinn almenni kjósandi þar í landi finnur ekki fyrir neinum þrýstingi frá umheiminum er afar ólíklegt að hann muni hætta að styðja við stjórnvöld í landinu og þá grimmdarlegu aðskilnaðar- og landtökustefnu sem þau hafa gerst sek um í áratugi. Ef stjórnvöld í viðkomandi landi, undir forystu manns sem er eftirlýstur vegna alvarlegra stríðsglæpa, finna heldur ekki fyrir neinum þrýstingi frá almenningi í landinu, fólkinu sem veitti þeim umboð til að fara með stjórn landsins, er sömuleiðis afar ólíklegt að þau hætti að myrða börnin á Gaza. Ef fer fram sem horfir og heimsbyggðin heldur áfram að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Palestínu og láta eins og það sé mikilvægara að taka þátt í söngvakeppnum og spila körfubolta með fulltrúum ríkis sem er að fremja þjóðarmorð, þá munu öll börnin á Gaza á endanum verða drepin og fjölskyldur þeirra sömuleiðis. Það ættu allir að vera orðnir meðvitaðir um í dag. Með því að heimila fulltrúum Ísraels að taka þátt í skemmtiviðburðum í nafni ísraelska ríkisins, til dæmis með þátttöku þeirra í Eurovision og þátttöku landsliða Ísraels á alþjóðlegum íþróttamótum er heimsbyggðin (þar með talið við Íslendingar) í raun óbeint að segja við almenning í Ísrael að við látum okkur ekki varða það sem stjórnvöld þar í landi eru að gera. Þannig upplifir hinn almenni kjósandi í Ísrael aðgerðarleysi heimsins. Að við séum í raun óbeint þeirra bandamenn og þannig meðábyrg fyrir útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Þess vegna setja kjósendur í Ísrael ekki niður fótinn og stoppa þjóðarmorðið. Svo virðist sem heimsbyggðin hafi bara lokað augunum fyrir þessari staðreynd, sbr. þá ákvörðun Íslendinga að taka þátt í söngvakeppni með fulltrúum Ísraels og umræða undanfarna daga m.a. um þá ákvörðun að taka þátt í körfuboltaleik með ísraelska landsliðinu og sú ákvörðun að bjóða ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein að halda fyrirlestra hér á landi. Það á auðvitað einnig við um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að viðhalda stjórnmálasambandi við stjórnvöld í Ísrael og beita ekki þeim fáu verkfærum sem við höfum til að reyna að stuðla að því að þjóðarmorðinu linni. Þó svo að fólk sem býr við frið og öryggi á lítilli eyju í Norður-Atlantshafi sjái hlutina ekki endilega með þessum augum þá skapar þetta þá upplifun fyrir hinn almenna kjósanda í Ísrael að Ísland sé í raun í þeirra liði. Þetta er staðan og hún mun ekki breytast nema við breytum okkar hugsunum og gjörðum. Orð og yfirlýsingar duga ekki til stöðva þjóðarmorð. Það vitum við öll og þess vegna er það á okkar ábyrgð að horfast í augu við veruleikann og taka ákvarðanir í samræmi við þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem við okkur blasa. Nú þurfum við öll að standa saman og ákveða að við ætlum að leggja okkar af mörkum og láta verkin tala. Mætum öll saman á Austurvöll á laugardaginn kemur, stöndum saman sem þjóð, setjum mannúð og virðingu fyrir lífi annarra í fyrsta sæti og látum nú verkin tala, fyrir börnin á Gaza. Höfundur er viðskipta- og stjórnsýslufræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun