Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 17:30 Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög ASÍ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Finnbjörn A. Hermannsson Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Kröfufundir 6. september kl. 14, Reykjavík, Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi Fjölmörg samtök og hópar, þar á meðal Alþýðusamband Íslands (ASÍ), hafa boðað til fundar á Austurvelli laugardaginn 6. september og einnig á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi. Til fundarins er boðað vegna skipulagðra óhæfuverka stjórnvalda í Ísraelgagnvart Palestínumönnum sem lögð hafa verið að jöfnu við þjóðarmorð. Íslendingar geta ekki, fremur en aðrir, liðið þau viðurstyggilegu grimmdarverk sem Ísraelar fremja á degi hverjum á Gaza-svæðinu og víðar í Palestínu. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hætti að láta almennar og innihaldslitlar yfirlýsingar nægja um þann hrylling sem almenningur í Palestínu býr við vegna útþenslustefnu og landvinningastríðs þeirra ofstækismanna sem ráða ríkjum í Ísrael. Þögult samþykki Miðstjórn ASÍ hefur ítrekað ályktað um þjóðernishreinsanir Ísraela sem byggja á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) og miða að því að eyða byggðum Palestínumanna og hrekja þá íbúa sem ekki tekst að myrða í flóttamannabúðir í nágrannalöndum. Þegar ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók til starfa ályktaði miðstjórn ASÍ m.a. svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) hvetur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur til að fordæma, á hverjum þeim vettvangi sem við verður komið, framferði Ísraela gagnvart Palestínumönnum. Mikilvægt er að hin nýja ríkisstjórn Íslands sýni í verki þá andstyggð og óhugnað sem skipulagt þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gaza-svæðinu vekur.“ Fyrir liggur að ASÍ hefur líkt og aðrir talað fyrir daufum eyrum. Frá því að þessi ályktun var birt í janúar á þessu ári hefur ástandið á Gaza versnað til mikilla muna. Heimsbyggðin hefur fylgst með grimmd Ísraela sem vart verður með orðum lýst; myndir af banhungruðu fólki freista þess að fá eitthvað matarkyns á meðan ísraelski herinn lætur byssukúlum og sprengjum rigna yfir það hverfa ekki úr minni þeirra sem þær hafa séð. Hungursneyð af mannavöldum er notað sem morðvopn og hátæknibúnaði beitt til að gera manndrápin sem skilvirkust. Blaðamenn sem leitast við að upplýsa heimsbyggðina um þjóðarmorðið eru skipulega teknir af lífi. Þögul hjáseta á meðan iðnvætt þjóðarmorð fer fram felur í sér samábyrgð og siðleysi. Á fundinum á Austurvelli, á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum og Stykkishólmi, verður helsta krafan sú að Alþingi Íslendinga og ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur láti af geð- og framtaksleysi sínu og styðji án allra undanbragða þær aðgerðir á alþjóðavettvangi sem efnt er til í því skyni að koma andstyggð heimsbyggðarinnar vegna framferðis Ísraela til skila. Viðskiptabann á Ísrael gæti verið ein slík skýr krafa sem ríkisstjórnin gæti hrint í framkvæmd án tafar. Slíkt bann myndi senda Ísrael ótvíræð skilaboð um að þolinmæði Íslands gagnvart voðaverkum í Palestínu sé endanlega á þrotum og jafnframt vera öðrum ríkjum góð fyrirmynd. Alþjóðleg samstaða um slíkt hefði án efa afgerandi og alvarlegar afleiðingar fyrir Ísrael til framtíðar. Viðurkenning og ábyrgð Um 80% þeirra sem Ísraelar hafa myrt á Gaza eru óbreyttir borgarar. Börn eru um þriðjungur fórnarlambanna. Til samstöðufundarins á Austurvelli, og víðsvegar um landið, er boðað til að rödd almennings fái að hljóma. Þjóðin getur ekki lengur setið þögul hjá gagnvart gjöreyðingu Gaza-svæðisins og þjóðernishreinsunum Ísraela sem kostað hafa minnst 80.000 mannslíf samkvæmt óháðum rannsóknum. Minnumst þess að íslensk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu árið 2011. Í grein sem þáverandi utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, birti í Morgunblaðinu í októbermánuði 2011 sagði m.a: „Eða hvernig er hægt að styðja mannréttindi í Egyptalandi, Líbíu, Túnis, Jemen eða Bahrain en hafna því gagnvart Palestínu? Slíkt væri þverstæða, rökleysa, og ekki hægt að skýra með neinu öðru en ístöðuleysi gagnvart Bandaríkjunum.“ Ekki varð séð að íslenskir ráðamenn væru haldnir djúpstæðum efa um eigin visku og ágæti ákvarðana árið 2011. Viðurkenningin var enda byggð á „gildum“ og vandaðri rökgreiningu þáverandi utanríkisráðherra, líkt og tilvitnunin sannar. Ríkisstjórn Íslands fær ekki lengur flúið ábyrgð og afstöðu. Við hvetjum almenning að taka þátt í fundunum og sýna með því andstöðu sína á framferði ríkisstjórnar Ísraels. Finnbjörn er forseti Alþýðusambands Íslands. Guðrún Margrét starfar á skrifstofu þess.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar