Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2025 21:26 Inga Sæland er félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Einar Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra. Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“ Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Í tengslum við stýrivaxtaákvörðun í vikunni sagði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að það húsnæði sem væri til sölu hér á landi virtist ekki vera það sem neytendur vildu kaupa. Var hann þá að svara orðum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra sem sagði ekki skorta á umsvif í byggingariðnaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að einstaklingar, sem hafi þurft að breyta lánum að undanförnu sem áður höfðu fasta og lægri vexti, fái snjóhengjuna á sig og að ólíðandi sé að ungu fólki sé boðið upp á það að borga íbúðir sínar upp fjórum eða fimm sinnum. „Húsnæði sem er til sölu er óhagkvæmt nema fyrir suma. Vegna þess að þetta er alltof dýrt, þessar nýbyggingar, þetta er alltof dýrt. Fólk kýs líka þegar það fer í stærstu fjárfestingu, sem það er hjá flestum á ævinni, að kaupa sér þak yfir höfuðið, þá vill það gjarnan fá bílastæði og gjarnan fá sólarglennu inn um gluggan einhvern tíman. Húsnæði í þessari þéttingarstefnu sem hefur verið rekin er ekki að slá í gegn nema hjá sumum,“ sagði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra í kvöldfréttum Sýnar. Segir að skoða þurfi greiðslumatskerfið Inga segir að sérstaklega þurfi að taka utan um fyrstu kaupendur en í skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar kom fram að 80% einstaklinga sem vilji kaupa íbúð komist ekki í gegnum greiðslumat. „Ég er að láta vinna í því hvernig stendur á því að þú ert bær til að greiða 250-400 þúsund krónur á mánuði í húsaleigu en þú mátt ekki greiða borga 250-400 þúsund krónur af láni í staðinn.“ Hún segir að það væri í lófa lagið að þeir einstaklingar sem staðið hafi í skilum með leigu fái að kaupa sér þak yfir höfuðið. „Þetta greiðslumatskerfi eins og það er núna þar sem lánveitandinn er með belti, axlabönd og í björgunarbát og allt saman. Alltaf öll áhætta og allt saman á þeim sem þurfa að leita til þeirra. Þetta er kerfi sem við þurfum að fara að skoða betur.“
Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Seðlabankinn Neytendur Skipulag Fasteignamarkaður Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira