Upp­gjörið: Breiða­blik - Tinda­stóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla

Hjörvar Ólafsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö marka Breiðabliks í leiknum. 
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö marka Breiðabliks í leiknum.  Vísir/Óskar Ófeigur

Breiðablik vann afar sannfærandi 5-0 sigur þegar lðið fékk laskað lið Tindastóls í heimsókn á Kópavogsvöll í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

Markaveislan hófst strax á fyrstu mínútu leiksins þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma Blikum yfir.

Hrafnhildur Ása Halldórsóttir bætti svo öðru marki heimakvenna við áður en Berglind Björg bætti sínu öðru marki við og Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk.

Stólar náðu að þétta raðir sínar undir lok fyrri hálfleiks og í seinni háflleik og fleiri urðu mörkin ekki. Niðurstaðan fimm marka sigur ríkjandi Íslands- og bikarmeistara og toppliðs deildarinnar.

Berglind Björg er markahæst í deildinni en hún hefur nú skorað 14 mörk, fjórum mörkum meira en samherji hennar, Birta Georgsdóttir og Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA.

Breiðablik tryggði sér bikarmeistaratitil eftir sigur gegn FH í framlengdum leik um síðustu helgi. Það er kúnst að koma sér niður á jörðina eftir sigur í bikarkeppni. Sömuleiðis fyrir sigurstranglegra lið að vanmeta ekki andstæðing þar sem lykilleikmenn vantar líkt og var uppi á teningnum hjá Tindastóli í kvöld.

Leikmenn Blika skiluðu fagmannlegri frammistöðu í þessum leik en liðið hefur átta stiga forskot á FH á toppi deildarinnar eftir þennan sigur. FH á reyndar leik til góða á Breiðablik en FH-ingar mæta Þrótti sem er í þriðja sæti í næsta leik sínum.

Tindastóll er hins vegar í sætinu fyrir ofan fallsvæði deildairnnar en liðið hefur einu stigi meira en Víkingur sem situr í fallsæti. Tindastóll hefur leikið einum leik færra en liðin í kringum sig. Tindastóll fær einmitt Víking í heimsókn á Sauðárkrók í mikilvægum fallbaráttuslag á fimmtudaginn í næstu viku.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira