„Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Árni Gísli Magnússon skrifar 21. ágúst 2025 21:05 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var sáttur með leikinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann sinn fyrsta leik eftir þriggja leikja taphrinu með öruggum 4-0 sigri á FHL í Boganum í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson, var mjög sáttur með frammistöðuna og fór yfir víðan völl í viðtali eftir leik. „Mér líður mjög vel núna að vera loksins kominn með sigur. Tveir sléttir mánuðir í dag frá síðasta sigri er alltof langt, það eru alltof margar ferðir á koddann án sigurs og það líður engum vel með það þannig við erum rosalega ánægð núna og ég er alveg rosalega ánægður með liðið.“ Þór/KA byrjaði leikinn af miklu krafti með marki eftir rúma mínútu og fengu gestirnir að austan lítið andrými sökum pressu heimakvenna sem skoruðu sitt annað mark á eftir 20 mínútur. Öflug frammistaða gegn sterku botnliði „Þegar þú vinnur tölum við alltaf vel um liðið og þegar við töpum tölum við ekki nógu vel um það og mér finnst hugarfarið hafa verið gott hjá mínum leikmönnum í gegnum þennan erfiða kafla og þessa erfiðu tvo mánuði, að gefa ekkert eftir og alveg sama á hverju bjátar; tap eða spila ekki eða eitthvað þá kemur alltaf bara tvíefld í næsta leik og það er alveg eins í dag,“ sagði Jóhann. „Þannig að ég er alveg ógeðslega ánægður að hafa tæklað þetta svona að fá ekkert mark á sig, skora þessi mörk, hvernig sérstaklega við spiluðum. Ætli það sé ekki hægt að tala um einhverja þrjá fjórðu af báðum hálfleikum áður en mjög öflugt, vel skipulagt og stórhættulegt lið FHL sækir á og reynir að krafla í eitthvað. Þetta er miklu miklu betra lið en taflan og úrslitin í þessum leik sýna,“ sagði Jóhann. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur í báða enda og segist Jóhann ekki hafa verið rólegur fyrr en í lok beggja hálfleika. „Ég róaðist svona aðeins þegar það voru svona tvær mínútur eftir af hálfleik, hálfleikshléinu, þá var ég rólegur, en svo þegar Bríet (Fjóla Bjarnadóttir) smyr hann hér í fjórða markinu þá róaðist ég loksins. Þú ert ekki rólegur á móti liði sem hefur tvo af sterkustu sóknarleikmönnum deildarinnar á sitt hvorum kantinum, þetta er alveg ævintýralegt að reyna halda aftur af þeim, þetta er alveg ofboðslegur hraði og þær eru bara góðra í þessu sem þær gera þannig ég er mjög ánægður hvernig við náðum að loka á þetta,“ sagði Jóhann. Það var bara vilji, kraftur, ákveðni og bara hugarfar hjá mínum stelpum sem gerði það að verkum. Ég er búinn að sjá þrjá frábæra leiki eftir EM pásuna hjá þessu liði, þetta er bara gríðarlega öflugt lið, þannig ég gæti ekki verið meira stoltur af mínu liði,“ sagði Jóhann. Sinnir mjöltum áður en hann hugsar um næsta leik Þór/KA fær Fram í heimsókn í Bogann í næstu umferð í leik sem verður keimlíkur þessum að mati Jóhanns. „Já, lið sem að er í brekku og er búið að tapa einhverjum leikjum í röð, það er ekki að fara gefa þér neitt og við þurfum að átta okkur á því en við ætlum svona að bíða svona fram yfir mjaltir á laugardag, sunnudag áður en við förum að spá í næsta leik þannig við ætlum að njóta þess loksins núna eftir þennan langa tíma að hafa unnið þannig við spáum í hitt einhvertímann svona upp úr helginni,“ sagði Jóhann léttur að lokum og vonum við að honum gangi vel í fjósinu um helgina. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, var mjög sáttur með frammistöðuna og fór yfir víðan völl í viðtali eftir leik. „Mér líður mjög vel núna að vera loksins kominn með sigur. Tveir sléttir mánuðir í dag frá síðasta sigri er alltof langt, það eru alltof margar ferðir á koddann án sigurs og það líður engum vel með það þannig við erum rosalega ánægð núna og ég er alveg rosalega ánægður með liðið.“ Þór/KA byrjaði leikinn af miklu krafti með marki eftir rúma mínútu og fengu gestirnir að austan lítið andrými sökum pressu heimakvenna sem skoruðu sitt annað mark á eftir 20 mínútur. Öflug frammistaða gegn sterku botnliði „Þegar þú vinnur tölum við alltaf vel um liðið og þegar við töpum tölum við ekki nógu vel um það og mér finnst hugarfarið hafa verið gott hjá mínum leikmönnum í gegnum þennan erfiða kafla og þessa erfiðu tvo mánuði, að gefa ekkert eftir og alveg sama á hverju bjátar; tap eða spila ekki eða eitthvað þá kemur alltaf bara tvíefld í næsta leik og það er alveg eins í dag,“ sagði Jóhann. „Þannig að ég er alveg ógeðslega ánægður að hafa tæklað þetta svona að fá ekkert mark á sig, skora þessi mörk, hvernig sérstaklega við spiluðum. Ætli það sé ekki hægt að tala um einhverja þrjá fjórðu af báðum hálfleikum áður en mjög öflugt, vel skipulagt og stórhættulegt lið FHL sækir á og reynir að krafla í eitthvað. Þetta er miklu miklu betra lið en taflan og úrslitin í þessum leik sýna,“ sagði Jóhann. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur í báða enda og segist Jóhann ekki hafa verið rólegur fyrr en í lok beggja hálfleika. „Ég róaðist svona aðeins þegar það voru svona tvær mínútur eftir af hálfleik, hálfleikshléinu, þá var ég rólegur, en svo þegar Bríet (Fjóla Bjarnadóttir) smyr hann hér í fjórða markinu þá róaðist ég loksins. Þú ert ekki rólegur á móti liði sem hefur tvo af sterkustu sóknarleikmönnum deildarinnar á sitt hvorum kantinum, þetta er alveg ævintýralegt að reyna halda aftur af þeim, þetta er alveg ofboðslegur hraði og þær eru bara góðra í þessu sem þær gera þannig ég er mjög ánægður hvernig við náðum að loka á þetta,“ sagði Jóhann. Það var bara vilji, kraftur, ákveðni og bara hugarfar hjá mínum stelpum sem gerði það að verkum. Ég er búinn að sjá þrjá frábæra leiki eftir EM pásuna hjá þessu liði, þetta er bara gríðarlega öflugt lið, þannig ég gæti ekki verið meira stoltur af mínu liði,“ sagði Jóhann. Sinnir mjöltum áður en hann hugsar um næsta leik Þór/KA fær Fram í heimsókn í Bogann í næstu umferð í leik sem verður keimlíkur þessum að mati Jóhanns. „Já, lið sem að er í brekku og er búið að tapa einhverjum leikjum í röð, það er ekki að fara gefa þér neitt og við þurfum að átta okkur á því en við ætlum svona að bíða svona fram yfir mjaltir á laugardag, sunnudag áður en við förum að spá í næsta leik þannig við ætlum að njóta þess loksins núna eftir þennan langa tíma að hafa unnið þannig við spáum í hitt einhvertímann svona upp úr helginni,“ sagði Jóhann léttur að lokum og vonum við að honum gangi vel í fjósinu um helgina.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira