„Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Árni Gísli Magnússon skrifar 21. ágúst 2025 21:05 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var sáttur með leikinn í kvöld. Vísir/Vilhelm Þór/KA vann sinn fyrsta leik eftir þriggja leikja taphrinu með öruggum 4-0 sigri á FHL í Boganum í 14. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson, var mjög sáttur með frammistöðuna og fór yfir víðan völl í viðtali eftir leik. „Mér líður mjög vel núna að vera loksins kominn með sigur. Tveir sléttir mánuðir í dag frá síðasta sigri er alltof langt, það eru alltof margar ferðir á koddann án sigurs og það líður engum vel með það þannig við erum rosalega ánægð núna og ég er alveg rosalega ánægður með liðið.“ Þór/KA byrjaði leikinn af miklu krafti með marki eftir rúma mínútu og fengu gestirnir að austan lítið andrými sökum pressu heimakvenna sem skoruðu sitt annað mark á eftir 20 mínútur. Öflug frammistaða gegn sterku botnliði „Þegar þú vinnur tölum við alltaf vel um liðið og þegar við töpum tölum við ekki nógu vel um það og mér finnst hugarfarið hafa verið gott hjá mínum leikmönnum í gegnum þennan erfiða kafla og þessa erfiðu tvo mánuði, að gefa ekkert eftir og alveg sama á hverju bjátar; tap eða spila ekki eða eitthvað þá kemur alltaf bara tvíefld í næsta leik og það er alveg eins í dag,“ sagði Jóhann. „Þannig að ég er alveg ógeðslega ánægður að hafa tæklað þetta svona að fá ekkert mark á sig, skora þessi mörk, hvernig sérstaklega við spiluðum. Ætli það sé ekki hægt að tala um einhverja þrjá fjórðu af báðum hálfleikum áður en mjög öflugt, vel skipulagt og stórhættulegt lið FHL sækir á og reynir að krafla í eitthvað. Þetta er miklu miklu betra lið en taflan og úrslitin í þessum leik sýna,“ sagði Jóhann. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur í báða enda og segist Jóhann ekki hafa verið rólegur fyrr en í lok beggja hálfleika. „Ég róaðist svona aðeins þegar það voru svona tvær mínútur eftir af hálfleik, hálfleikshléinu, þá var ég rólegur, en svo þegar Bríet (Fjóla Bjarnadóttir) smyr hann hér í fjórða markinu þá róaðist ég loksins. Þú ert ekki rólegur á móti liði sem hefur tvo af sterkustu sóknarleikmönnum deildarinnar á sitt hvorum kantinum, þetta er alveg ævintýralegt að reyna halda aftur af þeim, þetta er alveg ofboðslegur hraði og þær eru bara góðra í þessu sem þær gera þannig ég er mjög ánægður hvernig við náðum að loka á þetta,“ sagði Jóhann. Það var bara vilji, kraftur, ákveðni og bara hugarfar hjá mínum stelpum sem gerði það að verkum. Ég er búinn að sjá þrjá frábæra leiki eftir EM pásuna hjá þessu liði, þetta er bara gríðarlega öflugt lið, þannig ég gæti ekki verið meira stoltur af mínu liði,“ sagði Jóhann. Sinnir mjöltum áður en hann hugsar um næsta leik Þór/KA fær Fram í heimsókn í Bogann í næstu umferð í leik sem verður keimlíkur þessum að mati Jóhanns. „Já, lið sem að er í brekku og er búið að tapa einhverjum leikjum í röð, það er ekki að fara gefa þér neitt og við þurfum að átta okkur á því en við ætlum svona að bíða svona fram yfir mjaltir á laugardag, sunnudag áður en við förum að spá í næsta leik þannig við ætlum að njóta þess loksins núna eftir þennan langa tíma að hafa unnið þannig við spáum í hitt einhvertímann svona upp úr helginni,“ sagði Jóhann léttur að lokum og vonum við að honum gangi vel í fjósinu um helgina. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira
Jóhann Kristinn Gunnarsson, var mjög sáttur með frammistöðuna og fór yfir víðan völl í viðtali eftir leik. „Mér líður mjög vel núna að vera loksins kominn með sigur. Tveir sléttir mánuðir í dag frá síðasta sigri er alltof langt, það eru alltof margar ferðir á koddann án sigurs og það líður engum vel með það þannig við erum rosalega ánægð núna og ég er alveg rosalega ánægður með liðið.“ Þór/KA byrjaði leikinn af miklu krafti með marki eftir rúma mínútu og fengu gestirnir að austan lítið andrými sökum pressu heimakvenna sem skoruðu sitt annað mark á eftir 20 mínútur. Öflug frammistaða gegn sterku botnliði „Þegar þú vinnur tölum við alltaf vel um liðið og þegar við töpum tölum við ekki nógu vel um það og mér finnst hugarfarið hafa verið gott hjá mínum leikmönnum í gegnum þennan erfiða kafla og þessa erfiðu tvo mánuði, að gefa ekkert eftir og alveg sama á hverju bjátar; tap eða spila ekki eða eitthvað þá kemur alltaf bara tvíefld í næsta leik og það er alveg eins í dag,“ sagði Jóhann. „Þannig að ég er alveg ógeðslega ánægður að hafa tæklað þetta svona að fá ekkert mark á sig, skora þessi mörk, hvernig sérstaklega við spiluðum. Ætli það sé ekki hægt að tala um einhverja þrjá fjórðu af báðum hálfleikum áður en mjög öflugt, vel skipulagt og stórhættulegt lið FHL sækir á og reynir að krafla í eitthvað. Þetta er miklu miklu betra lið en taflan og úrslitin í þessum leik sýna,“ sagði Jóhann. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur í báða enda og segist Jóhann ekki hafa verið rólegur fyrr en í lok beggja hálfleika. „Ég róaðist svona aðeins þegar það voru svona tvær mínútur eftir af hálfleik, hálfleikshléinu, þá var ég rólegur, en svo þegar Bríet (Fjóla Bjarnadóttir) smyr hann hér í fjórða markinu þá róaðist ég loksins. Þú ert ekki rólegur á móti liði sem hefur tvo af sterkustu sóknarleikmönnum deildarinnar á sitt hvorum kantinum, þetta er alveg ævintýralegt að reyna halda aftur af þeim, þetta er alveg ofboðslegur hraði og þær eru bara góðra í þessu sem þær gera þannig ég er mjög ánægður hvernig við náðum að loka á þetta,“ sagði Jóhann. Það var bara vilji, kraftur, ákveðni og bara hugarfar hjá mínum stelpum sem gerði það að verkum. Ég er búinn að sjá þrjá frábæra leiki eftir EM pásuna hjá þessu liði, þetta er bara gríðarlega öflugt lið, þannig ég gæti ekki verið meira stoltur af mínu liði,“ sagði Jóhann. Sinnir mjöltum áður en hann hugsar um næsta leik Þór/KA fær Fram í heimsókn í Bogann í næstu umferð í leik sem verður keimlíkur þessum að mati Jóhanns. „Já, lið sem að er í brekku og er búið að tapa einhverjum leikjum í röð, það er ekki að fara gefa þér neitt og við þurfum að átta okkur á því en við ætlum svona að bíða svona fram yfir mjaltir á laugardag, sunnudag áður en við förum að spá í næsta leik þannig við ætlum að njóta þess loksins núna eftir þennan langa tíma að hafa unnið þannig við spáum í hitt einhvertímann svona upp úr helginni,“ sagði Jóhann léttur að lokum og vonum við að honum gangi vel í fjósinu um helgina.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Sjá meira