Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Agnar Már Másson skrifar 22. ágúst 2025 23:44 Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, fékk sex ára dóm árið 2023 vegna árásarinnar á Bankastræti Club árið á undan. Hann fékk reynslulausn sem nú er farin út um gluggan fyrst hann var gómaður við að reyna að smygla inn kannabis til landsins. Vísir/Vilhelm Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira