Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2025 11:02 Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Einar Sveinbjörn Guðmundsson Stafræn þróun Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur nú formlega hafið innleiðingu snjalltækni í stýringu umferðarljósa. Fyrsta skerfið er uppsetning snjallstýrðra gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða. Þetta markar tímamót í þróun umferðarmála í borginni - þar sem ný tækni er nýtt til að bæta bæði flæði bílaumferðar og öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Klukkustýrð gönguljós eru úrelt Snjallstýrð gönguljós byggja á skynjurum og greiningartækni sem aðlagar ljósastýringuna að aðstæðum hverju sinni. Þannig er hægt að stytta biðtíma á ljósum þegar enginn er að fara yfir - en tryggja jafnframt skjót viðbrögð þegar svo gangandi og hjólandi vegfarendur þurfa að komast yfir umferðargötur án þess að bíða lengi. Þetta þýðir að sá tími sem umferð stoppar gæti minnkað töluvert með betra flæði og auknu öryggi fyrir alla. Óþarfa bið bílaflota á rauðu ljósi við tómar gangbrautir er ekki til þess að bæta þá óþarfa sóun á tíma fólks sem umferðarteppur eru farnar að valda í Reykjavík. Umferðartafir á annatímum eru í raun aðför að lífsgæðum fólks Umferðartafir hafa um langt skeið verið eitt helsta vandamál höfuðborgarsvæðisins. Þær leiða ekki aðeins til tímaeyðslu fyrir íbúa og atvinnulíf heldur valda þau einnig töluvert aukinni loftmengun. Þrátt fyrir það að orkuskipti séu smátt og smátt að eiga sér stað, situr alltaf eftir sá tapaði tími sem betur væri nýttur í vinnu - og sem gæðatími með fjölskyldu og vinum. Einnig er um mikla fjársóun að ræða þegar dæmið er reiknað til enda. Sú aukning svifryks þegar bílar eru sífellt að að taka af stað og stoppa á nagladekkjum að vetri til - er alveg óháð því hvort um sé að ræða bíla sem ganga fyrir rafmagni eða jarðefnaeldsneyti. Með snjallari stýringu er hægt að draga úr þessum vanda, jafna álagið á vegakerfið og skapa eðlilegra umferðarflæði og bæta með því bæði loftgæði - sem og lífsgæði fólks í borginni. Stíga þarf skrefið til fulls með áframhaldandi snjallvæðingu umferðarljósa Borgaryfirvöld leggja áherslu á að uppsetning snjallstýrða gönguljósa við gatnamót Bíldshöfða og Breiðhöfða sé aðeins fyrsta skrefið af mörgum til þess að ná að auka enn betur flæði umferðar á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að nýta nýjustu tækni til að gera Reykjavík að nútímalegri og skilvirkari borg þar sem samgöngur ganga greiðar og öryggi allra vegfarenda er í forgangi. Snjallvæðing umferðarljósa er einn liður af mörgum sem þarf til þess að stuðla að því. Nú þarf að stíga skrefið til fulls og flýta eins og hægt er snjallvæðingu umferðarljósa í borginni - það er ekki bara nauðsynlegt heldur löngu tímabært. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og situr m.a. í umhverfis- og skipulagsráði.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun