Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 07:01 Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, kynntist ástinni sinni þegar hún var í MR og hann í Versló. Edda taldist til síðasta árgangsins sem sótti MR samkvæmt stundatöflu þar sem aðeins var kennt eftir hádegi. Fram að því gekk allt út á fótboltann og að spila á fiðlu. Vísir/Anton Brink Pind nafnið vekur forvitni. Eruð þið Lóa Pind – hin fræga - þá skyldar? „Já,“ svarar Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. „Við erum systkinabörn,“ útskýrir hún svo en Edda er dóttir hjónanna Ara Skúlasonar og Jönu Pind, sem er dönsk en var þó sjálf uppalin á Íslandi. Í æsku var Edda fótboltastelpa í húð og hár. Sem í fyrstu ætlaði sér að verða læknir. „Ég var í fótbolta og spilaði líka á fiðlu og það gekk eiginlega allt út á þetta þar til fyrsta árið í menntó,“ segir Edda sem taldist til síðasta árgangsins í MR sem sótti námið eftir hádegi. „Þar sem það var kennt eftir hádegi var ég oft að koma heim seint á kvöldin enda að taka strætó úr miðbænum og heim í Kópavoginn,“ útskýrir hún. „Ég var ekki mikið á böllum en meira á bókina,“ segir Edda líka í samtalinu og brosir. Nýverið var Edda valinn besti kvenfrumkvöðullinn á allsherjarþingi Alþjóðahugverkastofnunarinnar, World Intellectual Property Organization - WIPO. Þá hlaut Carbfix WIPO Global verðlaunin 2025 en Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki hlýtur þau verðlaun. En ekki í fyrsta né eina skiptið sem Edda er að vekja athygli á alþjóðavettvangi því til dæmis var hún á lista Time tímaritsins yfir áhrifamestu manneskjur ársins í loftlagsmálum árið 2023. En hver er Edda? Og hvernig stendur á því að hún endaði sem frumkvöðull í orku- og umhverfismálum en ekki sem læknir? Eddaog Erlendur Davíðsson hagfræðingur hafa nánast verið saman að eilífu segir Edda í léttum tóni; Enda byrjuðu þau ung saman. Börnin eru þrjú; Hilmir Freyr f.2008, Áslaug Sól f.2013 og Friðrik Heiðar f.2015. Edda segir tímann utan vinnu að mestu leyti fara í krakkana. Alltaf jákvæð Í fyrra voru íslenskir fjölmiðlar nokkuð duglegir að greina frá mótmælum í Hafnarfirði við þau áform Carbfix að staðsetja borteiga sunnan við álverið í Straumsvík. Sem félagið hætti síðar við og færði þau áform um set. Þessar fréttir urðu til þess að reglulega fórum við að sjá Eddu í fjölmiðlum. Í dag ætlum við þó ekkert að velta þessu máli fyrir okkur enn einu sinni, heldur frekar því að kynnast Eddu sjálfri aðeins betur, sem strax í menntaskóla fór að horfa hýrum augum á orkumálin. „Ég áttaði mig allt í einu á því að ef ég færi í lækninn myndi það eflaust þýða að ég yrði meira og minna í námi til fertugs og hugsaði því með mér: Nei Guð minn góður, ég er ekki að nenna því!“ segir Edda og hlær. Á síðasta árinu í MR fór ég á kynningu verkfræðideildarinnar í Háskóla Íslands og ákvað að slá til og prófa verkfræðina. Fór í efnaverkfræði og fannst það æði!“ Edda kláraði síðustu önnina sína í grunnnáminu í Danmörku. Sem henni fannst líka frábært, enda hafði hún búið í Danmörku í æsku. Fæddist reyndar þar þegar foreldrar hennar voru í námi, en þau fluttu til Íslands þegar Edda var tveggja-þriggja ára. Fluttu síðan aftur til Danmerkur í smá tíma síðar þannig að fyrir Eddu, var námstíminn í Kaupmannahöfn mjög skemmtilegur. „Mér fannst æðislegt að vera í Kaupmannahöfn og hlúa að dönsku rótunum,“ segir Edda og varla hægt annað en að smitast af gleðinni því Edda notar oft orð eins og æðislegt og skiljanlegt og alls konar jákvætt. Meira að segja hrósar fólki fyrir að spyrja gagnrýnna spurninga um fyrirtæki eins og Carbfix. Sem upphaflega var sett á fót sem vísindasamstarf Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og nokkurra erlendra vísindastofnana. Það var árið 2007 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Því það sem upphaflega hófst sem rannsóknarverkefni, fæddi af sér þá aðferð sem starfsemi Carbfix byggir á; sem í sem stysta máli snýst um að umbreyta CO₂ í stein á innan við tveimur árum. Carbfix var stofnað sem sjálfstætt nýsköpunarfyrirtæki árið 2019 og hefur Edda starfað sem framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun. Hjá Carbfix starfa í dag um 50 starfsmenn. Edda hefur vakið athygli fyrir utan landsteinana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Var til dæmis nýverið valinn besti kvenfrumkvöðullinn á allsherjarþingi Alþjóðahugverkastofnunarinnar, WIPO. Í æsku var Edda fótboltastelpa í húð og hár sem ætlaði að verða læknir. Vinnan og einkalífið En hvenær byrjaði starfsframinn í orkugeiranum? „Fyrsta starfið mitt í orkugeiranum var þegar ég var á öðru ári í háskólanum og fékk sumarstarf hjá Orkuveitunni. Á þeim tíma var ekki mikil umræða í samfélaginu um loftlagsvánna, en það var þó ljóst í orkugeiranum á þeim tíma, að það þyrfti mikið að breytast í lifnaðarháttum í heiminum til að sporna við þeirri vá.“ Sem þýðir að Edda var í raun farin að brenna fyrir umhverfismálunum snemma. Enda tók hún fyrir rannsóknarverkefni Carbfix í doktorsverkefninu sínu, en doktorsnáminu lauk hún úr Háskóla Íslands árið 2011. „Þegar ég var í doktorsnáminu var Carbfix í raun aðeins hugmynd á blaði. Á þeim tíma vorum við að velta því fyrir okkur hvort hægt væri að búa til svona tækni. Mér bauðst að þróa hermi- og reiknilíkön til að spá fyrir um hvort, hvernig og hversu hratt koldíoxið myndi bindast í bergi í kjölfar niðurdælingar í basalt.“ Við stoppum textann viljandi þarna. Enda ekki nema fyrir mjög sérhæft fólk að skilja sumt í máli efnafræðingsins Eddu. Sem á stundum notar orð í viðtalinu eins og hermireikningar, málblöndur, vetnisgeymsla, þrýstikútar og svo framvegis. Við vindum okkur því í persónulegu málin. Spyrjum um ástina, maka, börn og bú… Fótboltastelpan er nú orðin að fótboltamömmu en fyrir utan vinnuna finnst Eddu gott að slaka á í eldamennsku. Fjölskyldan skíðar á veturna, finnst gaman að ferðast og hefur líka aðgengi að sumarbústað í Grímsnesi. Þegar viðtalið var tekið var fjölskyldan í fríi á Sikiley. Edda er gift Erlendi Davíðssyni hagfræðingi. Þau kynntust þegar hann var í Versló og hún í MR. „Þannig að við höfum eiginlega verið saman að eilífu,“ segir Edda og hlær. Edda og Erlendur eiga þrjú börn; Hilmi Frey f.2008, Áslaugu Sól f.2013 og Friðrik Heiðar f.2015. Svolítið áhugavert að hluta af doktorsnámi Eddu fór fram á rannsóknarstonun Berkley háskólans í Bandaríkjunum. Sem þýddi að um tíma var Edda að flakka svolítið á milli Íslands og Bandaríkjanna, þá strax komin með lítið barn. En var það ekki óalgengt þarna úti; Að kona væri í doktorsnámi með lítið barn? Jú reyndar en ég svo sem var ekki í skólanum sem slíkum heldur vann á rannsóknarstofnuninni. Þetta truflaði mig ekkert en það er rétt, þetta er ekki algengt þarna úti. Enda ekkert fæðingarorlof eða neitt og mér fannst það líka aldrei spennandi tilhugsun að ílengjast þar eða ala upp börn.“ Edda segir þriðju vaktina ganga vel fyrir sig á sínu heimili. Og nú er hún orðin að fótboltamömmu. „Tíminn utan vinnu fer að mestu leyti í krakkana,“ segir hún og brosir. Í uppáhaldi er að slaka á í eldamennskunni. Sem Eddu finnst virkilega góð leið til að hvíla hugann. Fjölskyldan skíðar á veturna, hefur líka aðgengi að sumarbústaði foreldra Eddu í Grímsnesi og þegar viðtalið er tekið, er Edda stödd í fjölskyldufríi á Sikiley. Edda segist hafa lært ýmislegt á því að þurfa að svara fjölmiðlum um umdeild mál. Henni finnist þó mikilvægt að umræðan sé málefnaleg. Að hennar mati sé það þó betra að fólk spyrji spurninga frekar en að gefa sér eitthvað.Vísir/Anton Brink Fólk og fréttir En verður þú aldrei þreytt á því eða svekkt að vera að fá viðurkenningar úti í heimi en standa í því í fréttum ítrekað að reyna að skýra út fyrir fólki hvað Carbfix gerir? „Nei reyndar ekki,“ svarar Edda að bragði. „Mér finnst í raun gott að geta svarað spurningum. Því það skiptir mestu að umræðan sé rétt og mér finnst betra að fólk spyrji en að það einfaldlega gefi sér eitthvað,“ segir Edda og bætir við: Auðvitað veit maður að stundum geta mál farið á flug. En við erum líka að læra. Þannig að það að svara spurningum og skýra sama hlutinn út milljón sinnum er allt í lagi. Við erum búin að læra helling af því líka.“ Edda segist líka telja að margt eiga eftir að breytast í umræðunni. Fólk verði upplýstara og margt í heimi umhverfismála verði síðar meir ,,eðlilegasti hlutur í heimi.“ „Þetta er eins og þegar internetið varð til fyrst. Það tók smá tíma. Því allar breytingar taka smá tíma og núna erum við í umbreytingum á Íslandi. Orkuskiptin eru í gangi og það sem við erum að gera, er ein lausnin í þeim breytingum sem eru í heiminum.“ Til að skýra betur út WIPO Global verðlaunin sem minnst var á hér í byrjun, má taka fram að Alþjóðahugverkastofnunin er undirstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem ber ábyrgð á hugverkaréttindum. Alþjóðahugverkastofnunin veitir verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun sem leiðir til aukinnar sjálfbærni og var Carbfix eitt tíu fyrirtækja sem hlaut verðlaun í ár, valið úr hópi 780 fyrirtækja í 95 löndum. „Það er alltaf gott og gaman að fá viðurkenningu. Sérstaklega þegar þú veist að það kallaði á blóð, svita og tár að tryggja að hugmynd á blaði varð að veruleika.“ Það sem þetta þýðir þá líka fyrir litla Ísland er að einkaleyfisvarin aðferð Carbfix er til að binda koldíoxíð í bergi stendur á enn traustari grunni alþjóðlega en áður en árlega sækja um 1400 fulltrúar allsherjarþing Alþjóðahugverkastofnunarinnar til að ræða framtíð nýsköpunar og hugverkaréttinda. Eitthvað sem er ekki sjálfgefið og meira að segja oft mjög flókin veröld. „Þetta er mögnuð viðurkenning fyrir okkur um að tækifærin til að innleiða tæknina okkar á alþjóðavísu eru fyrir hendi. Mér finnst líka gaman að hafa fengið viðurkenningu sem kvenfrumkvöðull því þetta er frekar karllægur geiri. Þannig að fyrir mig og líka fyrir okkur sem fyrirtæki á Íslandi skipta þessi verðlaun miklu máli,“ segir Edda og er greinilega bjartsýn á framhaldið. „Enda sé ég fyrir mér að heimurinn verði kominn á réttari braut eftir tíu til fimmtán ár. Að þá verði samfélagið orðið kolefnisléttara því við einfaldlega þurfum að breyta svo mörgu og það að fanga, flytja eða geyma kolefni er meðal þeirra stóru verkefna sem við þurfum að takast á við.“ Edda segir fólk í grunninn vilja það sama; Að tryggja þeim sem okkur þykir vænt um bjarta, hreina og örugga framtíð. „Kolefnisléttara og á endanum kolefnishlutlaust atvinnulíf er órjúfanlegur hluti af þeirri framtíð og greiningar sýna ítrekað að það liggja mikil verðmæti og aukin samkeppnishæfni í því að varða leiðina að samfélagi framtíðarinnar. Þess vegna er ég bjartsýn og held að framtíðin feli í sér mörg spennandi tækifæri.“ Starfsframi Umhverfismál Tengdar fréttir Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01 Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Það er allt að gerast hjá Arnari Jóni Agnarssyni, einum eigenda Mosa gins. Sem nú framleiðir nýtt íslenskt gin á einstakan hátt; Með því að veðra það í tunnum! 17. júní 2025 08:02 Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ „Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum. 24. apríl 2025 08:02 Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Það er vægast sagt frábært að tala við Gamithra Marga, stofnanda TVÍK. Ekki aðeins vegna þess að hún talar frábæra íslensku, vann Gulleggið árið 2022 og hefur þróað mjög skemmtilega útfærslu á stafrænum tungumálaskóla sem heitir TVÍK. 3. apríl 2025 07:02 Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Í æsku var Edda fótboltastelpa í húð og hár. Sem í fyrstu ætlaði sér að verða læknir. „Ég var í fótbolta og spilaði líka á fiðlu og það gekk eiginlega allt út á þetta þar til fyrsta árið í menntó,“ segir Edda sem taldist til síðasta árgangsins í MR sem sótti námið eftir hádegi. „Þar sem það var kennt eftir hádegi var ég oft að koma heim seint á kvöldin enda að taka strætó úr miðbænum og heim í Kópavoginn,“ útskýrir hún. „Ég var ekki mikið á böllum en meira á bókina,“ segir Edda líka í samtalinu og brosir. Nýverið var Edda valinn besti kvenfrumkvöðullinn á allsherjarþingi Alþjóðahugverkastofnunarinnar, World Intellectual Property Organization - WIPO. Þá hlaut Carbfix WIPO Global verðlaunin 2025 en Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki hlýtur þau verðlaun. En ekki í fyrsta né eina skiptið sem Edda er að vekja athygli á alþjóðavettvangi því til dæmis var hún á lista Time tímaritsins yfir áhrifamestu manneskjur ársins í loftlagsmálum árið 2023. En hver er Edda? Og hvernig stendur á því að hún endaði sem frumkvöðull í orku- og umhverfismálum en ekki sem læknir? Eddaog Erlendur Davíðsson hagfræðingur hafa nánast verið saman að eilífu segir Edda í léttum tóni; Enda byrjuðu þau ung saman. Börnin eru þrjú; Hilmir Freyr f.2008, Áslaug Sól f.2013 og Friðrik Heiðar f.2015. Edda segir tímann utan vinnu að mestu leyti fara í krakkana. Alltaf jákvæð Í fyrra voru íslenskir fjölmiðlar nokkuð duglegir að greina frá mótmælum í Hafnarfirði við þau áform Carbfix að staðsetja borteiga sunnan við álverið í Straumsvík. Sem félagið hætti síðar við og færði þau áform um set. Þessar fréttir urðu til þess að reglulega fórum við að sjá Eddu í fjölmiðlum. Í dag ætlum við þó ekkert að velta þessu máli fyrir okkur enn einu sinni, heldur frekar því að kynnast Eddu sjálfri aðeins betur, sem strax í menntaskóla fór að horfa hýrum augum á orkumálin. „Ég áttaði mig allt í einu á því að ef ég færi í lækninn myndi það eflaust þýða að ég yrði meira og minna í námi til fertugs og hugsaði því með mér: Nei Guð minn góður, ég er ekki að nenna því!“ segir Edda og hlær. Á síðasta árinu í MR fór ég á kynningu verkfræðideildarinnar í Háskóla Íslands og ákvað að slá til og prófa verkfræðina. Fór í efnaverkfræði og fannst það æði!“ Edda kláraði síðustu önnina sína í grunnnáminu í Danmörku. Sem henni fannst líka frábært, enda hafði hún búið í Danmörku í æsku. Fæddist reyndar þar þegar foreldrar hennar voru í námi, en þau fluttu til Íslands þegar Edda var tveggja-þriggja ára. Fluttu síðan aftur til Danmerkur í smá tíma síðar þannig að fyrir Eddu, var námstíminn í Kaupmannahöfn mjög skemmtilegur. „Mér fannst æðislegt að vera í Kaupmannahöfn og hlúa að dönsku rótunum,“ segir Edda og varla hægt annað en að smitast af gleðinni því Edda notar oft orð eins og æðislegt og skiljanlegt og alls konar jákvætt. Meira að segja hrósar fólki fyrir að spyrja gagnrýnna spurninga um fyrirtæki eins og Carbfix. Sem upphaflega var sett á fót sem vísindasamstarf Orkuveitu Reykjavíkur (OR), Háskóla Íslands og nokkurra erlendra vísindastofnana. Það var árið 2007 en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Því það sem upphaflega hófst sem rannsóknarverkefni, fæddi af sér þá aðferð sem starfsemi Carbfix byggir á; sem í sem stysta máli snýst um að umbreyta CO₂ í stein á innan við tveimur árum. Carbfix var stofnað sem sjálfstætt nýsköpunarfyrirtæki árið 2019 og hefur Edda starfað sem framkvæmdastjóri félagsins frá stofnun. Hjá Carbfix starfa í dag um 50 starfsmenn. Edda hefur vakið athygli fyrir utan landsteinana oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Var til dæmis nýverið valinn besti kvenfrumkvöðullinn á allsherjarþingi Alþjóðahugverkastofnunarinnar, WIPO. Í æsku var Edda fótboltastelpa í húð og hár sem ætlaði að verða læknir. Vinnan og einkalífið En hvenær byrjaði starfsframinn í orkugeiranum? „Fyrsta starfið mitt í orkugeiranum var þegar ég var á öðru ári í háskólanum og fékk sumarstarf hjá Orkuveitunni. Á þeim tíma var ekki mikil umræða í samfélaginu um loftlagsvánna, en það var þó ljóst í orkugeiranum á þeim tíma, að það þyrfti mikið að breytast í lifnaðarháttum í heiminum til að sporna við þeirri vá.“ Sem þýðir að Edda var í raun farin að brenna fyrir umhverfismálunum snemma. Enda tók hún fyrir rannsóknarverkefni Carbfix í doktorsverkefninu sínu, en doktorsnáminu lauk hún úr Háskóla Íslands árið 2011. „Þegar ég var í doktorsnáminu var Carbfix í raun aðeins hugmynd á blaði. Á þeim tíma vorum við að velta því fyrir okkur hvort hægt væri að búa til svona tækni. Mér bauðst að þróa hermi- og reiknilíkön til að spá fyrir um hvort, hvernig og hversu hratt koldíoxið myndi bindast í bergi í kjölfar niðurdælingar í basalt.“ Við stoppum textann viljandi þarna. Enda ekki nema fyrir mjög sérhæft fólk að skilja sumt í máli efnafræðingsins Eddu. Sem á stundum notar orð í viðtalinu eins og hermireikningar, málblöndur, vetnisgeymsla, þrýstikútar og svo framvegis. Við vindum okkur því í persónulegu málin. Spyrjum um ástina, maka, börn og bú… Fótboltastelpan er nú orðin að fótboltamömmu en fyrir utan vinnuna finnst Eddu gott að slaka á í eldamennsku. Fjölskyldan skíðar á veturna, finnst gaman að ferðast og hefur líka aðgengi að sumarbústað í Grímsnesi. Þegar viðtalið var tekið var fjölskyldan í fríi á Sikiley. Edda er gift Erlendi Davíðssyni hagfræðingi. Þau kynntust þegar hann var í Versló og hún í MR. „Þannig að við höfum eiginlega verið saman að eilífu,“ segir Edda og hlær. Edda og Erlendur eiga þrjú börn; Hilmi Frey f.2008, Áslaugu Sól f.2013 og Friðrik Heiðar f.2015. Svolítið áhugavert að hluta af doktorsnámi Eddu fór fram á rannsóknarstonun Berkley háskólans í Bandaríkjunum. Sem þýddi að um tíma var Edda að flakka svolítið á milli Íslands og Bandaríkjanna, þá strax komin með lítið barn. En var það ekki óalgengt þarna úti; Að kona væri í doktorsnámi með lítið barn? Jú reyndar en ég svo sem var ekki í skólanum sem slíkum heldur vann á rannsóknarstofnuninni. Þetta truflaði mig ekkert en það er rétt, þetta er ekki algengt þarna úti. Enda ekkert fæðingarorlof eða neitt og mér fannst það líka aldrei spennandi tilhugsun að ílengjast þar eða ala upp börn.“ Edda segir þriðju vaktina ganga vel fyrir sig á sínu heimili. Og nú er hún orðin að fótboltamömmu. „Tíminn utan vinnu fer að mestu leyti í krakkana,“ segir hún og brosir. Í uppáhaldi er að slaka á í eldamennskunni. Sem Eddu finnst virkilega góð leið til að hvíla hugann. Fjölskyldan skíðar á veturna, hefur líka aðgengi að sumarbústaði foreldra Eddu í Grímsnesi og þegar viðtalið er tekið, er Edda stödd í fjölskyldufríi á Sikiley. Edda segist hafa lært ýmislegt á því að þurfa að svara fjölmiðlum um umdeild mál. Henni finnist þó mikilvægt að umræðan sé málefnaleg. Að hennar mati sé það þó betra að fólk spyrji spurninga frekar en að gefa sér eitthvað.Vísir/Anton Brink Fólk og fréttir En verður þú aldrei þreytt á því eða svekkt að vera að fá viðurkenningar úti í heimi en standa í því í fréttum ítrekað að reyna að skýra út fyrir fólki hvað Carbfix gerir? „Nei reyndar ekki,“ svarar Edda að bragði. „Mér finnst í raun gott að geta svarað spurningum. Því það skiptir mestu að umræðan sé rétt og mér finnst betra að fólk spyrji en að það einfaldlega gefi sér eitthvað,“ segir Edda og bætir við: Auðvitað veit maður að stundum geta mál farið á flug. En við erum líka að læra. Þannig að það að svara spurningum og skýra sama hlutinn út milljón sinnum er allt í lagi. Við erum búin að læra helling af því líka.“ Edda segist líka telja að margt eiga eftir að breytast í umræðunni. Fólk verði upplýstara og margt í heimi umhverfismála verði síðar meir ,,eðlilegasti hlutur í heimi.“ „Þetta er eins og þegar internetið varð til fyrst. Það tók smá tíma. Því allar breytingar taka smá tíma og núna erum við í umbreytingum á Íslandi. Orkuskiptin eru í gangi og það sem við erum að gera, er ein lausnin í þeim breytingum sem eru í heiminum.“ Til að skýra betur út WIPO Global verðlaunin sem minnst var á hér í byrjun, má taka fram að Alþjóðahugverkastofnunin er undirstofnun Sameinuðu þjóðanna, sem ber ábyrgð á hugverkaréttindum. Alþjóðahugverkastofnunin veitir verðlaun fyrir framúrskarandi nýsköpun sem leiðir til aukinnar sjálfbærni og var Carbfix eitt tíu fyrirtækja sem hlaut verðlaun í ár, valið úr hópi 780 fyrirtækja í 95 löndum. „Það er alltaf gott og gaman að fá viðurkenningu. Sérstaklega þegar þú veist að það kallaði á blóð, svita og tár að tryggja að hugmynd á blaði varð að veruleika.“ Það sem þetta þýðir þá líka fyrir litla Ísland er að einkaleyfisvarin aðferð Carbfix er til að binda koldíoxíð í bergi stendur á enn traustari grunni alþjóðlega en áður en árlega sækja um 1400 fulltrúar allsherjarþing Alþjóðahugverkastofnunarinnar til að ræða framtíð nýsköpunar og hugverkaréttinda. Eitthvað sem er ekki sjálfgefið og meira að segja oft mjög flókin veröld. „Þetta er mögnuð viðurkenning fyrir okkur um að tækifærin til að innleiða tæknina okkar á alþjóðavísu eru fyrir hendi. Mér finnst líka gaman að hafa fengið viðurkenningu sem kvenfrumkvöðull því þetta er frekar karllægur geiri. Þannig að fyrir mig og líka fyrir okkur sem fyrirtæki á Íslandi skipta þessi verðlaun miklu máli,“ segir Edda og er greinilega bjartsýn á framhaldið. „Enda sé ég fyrir mér að heimurinn verði kominn á réttari braut eftir tíu til fimmtán ár. Að þá verði samfélagið orðið kolefnisléttara því við einfaldlega þurfum að breyta svo mörgu og það að fanga, flytja eða geyma kolefni er meðal þeirra stóru verkefna sem við þurfum að takast á við.“ Edda segir fólk í grunninn vilja það sama; Að tryggja þeim sem okkur þykir vænt um bjarta, hreina og örugga framtíð. „Kolefnisléttara og á endanum kolefnishlutlaust atvinnulíf er órjúfanlegur hluti af þeirri framtíð og greiningar sýna ítrekað að það liggja mikil verðmæti og aukin samkeppnishæfni í því að varða leiðina að samfélagi framtíðarinnar. Þess vegna er ég bjartsýn og held að framtíðin feli í sér mörg spennandi tækifæri.“
Starfsframi Umhverfismál Tengdar fréttir Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01 Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Það er allt að gerast hjá Arnari Jóni Agnarssyni, einum eigenda Mosa gins. Sem nú framleiðir nýtt íslenskt gin á einstakan hátt; Með því að veðra það í tunnum! 17. júní 2025 08:02 Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ „Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum. 24. apríl 2025 08:02 Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Það er vægast sagt frábært að tala við Gamithra Marga, stofnanda TVÍK. Ekki aðeins vegna þess að hún talar frábæra íslensku, vann Gulleggið árið 2022 og hefur þróað mjög skemmtilega útfærslu á stafrænum tungumálaskóla sem heitir TVÍK. 3. apríl 2025 07:02 Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Í vinnutengdri ástarsorg Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Um forvitna yfirmanninn Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Sjá meira
Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Orkuskortur, jöfnunarorka, kerfisþjónusta, raforkumarkaðir, flutningur á orku, orkuskipti, endurnýjanleg orka, stórnotendur, smærri notendur, raforkukerfi og svo framvegis. 18. ágúst 2025 07:01
Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Það er allt að gerast hjá Arnari Jóni Agnarssyni, einum eigenda Mosa gins. Sem nú framleiðir nýtt íslenskt gin á einstakan hátt; Með því að veðra það í tunnum! 17. júní 2025 08:02
Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ „Jú, jú, pabbi kemur hingað daglega. Orðinn 82 ára. Pabbi kemur oftast eftir hádegi og er þá aðallega að laga hæðarlínur og fleira sem honum finnst skemmtilegt og hann er mjög góður í,“ segir Karl Arnar Arnarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Loftmynda um föður sinn; Örn Arnar Ingólfsson og þann sem fór með þá frumkvöðlastarfsemi af stað fyrir 36 árum síðan að leggja grunninn að fyrsta íslenska Íslandskortinu; Unnu af Íslendingum. 24. apríl 2025 08:02
Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Það er vægast sagt frábært að tala við Gamithra Marga, stofnanda TVÍK. Ekki aðeins vegna þess að hún talar frábæra íslensku, vann Gulleggið árið 2022 og hefur þróað mjög skemmtilega útfærslu á stafrænum tungumálaskóla sem heitir TVÍK. 3. apríl 2025 07:02
Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Það er ævintýralega gaman að tala við Ingunni Eiríksdóttur frumkvöðul, fjárfesti og fyrirsætu um lífshlaupið. Því um 15 ára gömul var hún farin að fljúga landanna á milli til að sitja fyrir sem fyrirsæta og áður en grunnskólagöngunni lauk hafði hvert tækifærið á eftir öðru bankað upp á dyrnar hjá henni. 21. mars 2025 07:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent