Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 22. ágúst 2025 08:02 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skóla- og menntamál Sjálfstæðisflokkurinn Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, kynnti í vikunni aðgerðir og breytingar í skólastarfi í bænum. Þar á meðal eru áform um að leggja samræmt stöðumat fyrir nemendur í öllum bekkjum frá fjórða til tíunda. Í rökstuðningi sínum fyrir þessari ákvörðun kom fram harkaleg gagnrýni á stjórnvöld en mikil umhyggja og skilningur á stöðu nemenda, kennara og foreldra.+ Sem íbúi í bænum, með tvö börn á grunnskólaaldri, er ég ákaflega þakklát fyrir þessa ákvörðun og vona að hún geti átt þátt í því að leiðrétta þann kúrs sem skólakerfið okkar er á. Sannleikurinn er nefnilega að hafið er yfir allan vafa að veruleg afturför er orðin í árangri okkar í kennslu og þjálfun í flestum þeim þáttum sem æskilegt er að börn og ungmenni nái góðum tökum á. Þótt enginn haldi því fram að allan og endanlegan sannleika sé að finna í niðurstöðum samræmdra PISA mælinga, þá eru þær marktækur mælikvarði. Samkvæmt honum er staða íslenska skólakerfisins með allra lakasta móti í Evrópu. Og það sem verra er; árangur íslenskra nemenda versnar hraðar en nemenda í öðrum ríkjum. Í námsárangri grunnskólabarna, samvæmt þessum mælikvarða, erum við nú víðsfjarri þeim löndum sem okkur hefur þótt eðlilegt að bera okkur saman við. Ástandið er orðið svo slæmt að í nýjutu úttekt OECD á efnahagslegum horfum Íslands er því lýst sem ógnvekjandi og alvarlegri ógn við framtíðarvelsæld í landinu. Í ljósi þess hversu alvarlegt ástandið er fannst mér hryggilegt að lesa skrif Ragnars Þórs Péturssonar, fyrrum formanns Kennarasambands Íslands, hér á Vísi þar sem hann fer háðulegum og niðrandi orðum um viðleitni Kópavogsbæjar, og bæjarstjórans, til þess að grípa til aðgerða til að snúa þróuninni við. Orðfæri greinar Ragnars Þórs dæmir eflaust innihaldið úr leik í hugum flestra og myndi líklega passa best í flokkinn „ekki svara vert“ í hugum margra. En hér er um að ræða áhrifamanneskju í íslensku menntakerfi sem nánast skorar á aðra kennara að hætta störfum í skólum Kópavogsbæjar. Þetta finnst mér ákaflega ógagnlegt og ámælisvert. En skrifin, og ekki síst tónninn sem þar er gefinn, benda einnig til þess að velta megi fyrir sér samstarfsvilja slíkra áhrifamanna úr kennarastétt við þau okkar sem af heilum hug viljum leita leiða til þess að spyrna við fótum andspænis þeim fjölmörgu óheillamerkjum sem blasa við í stöðu íslenskra grunnskóla. Íslendingar hljóta allir að vilja tryggja að hér verði áfram samfélag sem blómstrar af samfélagslegum, menningarlegum og efnahagslegum lífsgæðum. Grundvallarstoð slíks samfélags er menntakerfið. Við þurfum að horfast í augu við erfiða stöðu og þótt líklega sé enginn svo drambsamur að telja sig hafa öll svörin, þá hljótum við að vera sammála um að skætingur og hótanir eru ekki gæfuleg innlegg. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar