„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 17:30 Saint Paul Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlinginn“ á brautum suðvesturhornsins. Samsett mynd Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega. Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega.
Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira