Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:30 Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingin Reykjavík Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Um helgina voru stigin risavaxin skref í átt að betri og aðgengilegri almenningssamgöngum í Reykjavík. Með verulegri þjónustuaukingu á helstu leiðum Strætó verður sá farafmáti enn hentugri valkosti fyrir fleiri íbúa en nokkru sinni fyrr. Nú býr um helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins innan 400 metra frá stoppistöð með 10 mínútna tíðni á annatíma. Það er meira en tvöfalt fleir en áður var og þessi breyting þýðir að líf tugþúsunda fjölskyldna er aðeins einfaldar en áður. Borgarlínan færist nær Þjónustuaukningin er hluti af Samgöngusáttmálanum, það er þess hluta sem snýr að almenningssamgöngum. Því þó að langtímastefnumótun um bætt leiðakerfi 2031 sé svolítið fjarlægt þá er Reykjavík á fleygiferð að undirbúa, skipulaggja og framkvæma til að svo megi verða. Þessi breyting sýnir okkur svart á hvítu að við erum á réttri leið. Við erum að byggja upp nýtt samgöngukerfi sem stuðlar að meira jafnræði, þar sem fleiri geta treyst á almenningssamgöngur í daglegu lífi sínu. Það er ábyrgð samfélags að fólk komist leiðar sinnar og Stætó er líka einn þeirra staða þar sem íbúar borgarinnar koma saman og það í sjálfu sér skiptir máli líka. Það er lykiláhersla þessa meirihluta í borginni að bæta þjónustu þannig að það sé raunhæfur og skilvirkur kostur að velja Strætó eins og aðra samgöngumáta. Vaxandi borg Stórbættar almenningssamgöngur eru forsenda þess að höfuðborgarsvæðið geti haldið áfram að vaxa og dafna með heilbrigðum og sjálfbærum hætti. Það er einnig hagkvæmt fyrir heimilin að nýta almenningssamgöngur. Kostnaður við rekstur einkabíls er mikill, eldsneyti, viðhald, tryggingar og bílastæði. Með góðu strætókerfi gefst fjölskyldum tækifæri til að spara verulegar fjárhæðir á ári hverju. Um leið sparast tími, því nýjar forgangsakreinar, styttri ferðatímar og lengri þjónustutími munu gera Strætó að áreiðanlegum og fljótlegum ferðamáta. Heilnæmt umhverfi Við megum heldur ekki gleyma umhverfisþættinum. Bættar almenningssamgöngur eru lykill að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka umferðarteppur og bæta loftgæði í borginni. Með því að fjölga þeim sem velja vistvænan ferðamáta getum við skapað grænni og heilbrigðari borg til framtíðar. Þessar breytingar nú eru aðeins upphafið. Með samstilltu átaki Reykjavíkur, annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, og ríkisins byggjum við upp framtíðarlausnir sem gera borgina okkar að betri stað til að búa, starfa og ferðast í – greiðari samgöngur fyrir okkur öll. Ég hvet íbúa til að kynna sér nýja leiðakerfið og prófa sjálf hvernig strætó getur auðveldað daglegt líf. Það er líka fjöldi göngu og hjólaleiða um alla borg sem gaman Framtíðin er skýr. Almenningssamgöngur verða burðarás í sjálfbærri og mannvænni borg. Nú tökum við stórt skref í þá átt. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun