Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 19. ágúst 2025 08:00 Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Haustin eru tími eftirvæntingar og nýs upphafs. Brátt hefja skólarnir göngu sína og göturnar fyllast af léttfættum skólabörnum með litla bakpoka. Þúsundir barna fara nú daglega út í umferðina – ýmist gangandi, hjólandi eða í bíl. Mörg þeirra eru jafnvel að fara í fyrsta skipti sjálf um göturnar og því er mikilvægt að við leggjumst öll á eitt til að greiða leið þeirra og stuðla að öryggi í umferðinni. Börn sjá umferðina öðruvísi Við verðum að hafa í huga að börn hugsa og skynja umhverfið á annan hátt. Það sem fullorðnir og vanir í umferðinni sjá sem einfalt og fyrirsjáanlegt getur verið ruglingslegt fyrir barn. Börn hafa ekki sama hæfileika til að meta hraða bíla, fjarlægðir eða hættu. Oft eru þau líka upptekin af hugsunum sínum, leik og samtölum og geta því hlaupið skyndilega út á götu. Auk þess eru þau lág í loftinu og sjást oft illa milli bíla eða yfir gróður og vegkanta. Það er meðal annars ástæðan fyrir hraðatakmörkunum í íbúabyggð sem ber að virða skilyrðislaust. Öryggi skólabarna er á okkar ábyrgð Forvarnir og góðir siðir í umferðinni skipta máli þegar kemur að öryggi skólabarna. Kennsla í umferðaröryggi byrjar heima og mikilvægt er að kenna þeim, sýna og æfa. Gott er að ganga með þeim í skólann fyrst um sinn, sýna þeim bestu leiðina og útskýra hvernig á að fara yfir götu, hvar er öruggt að ganga og hverjar reglurnar eru. Mikilvægt er að endurtaka reglulega. Skólar eru líka í kjöraðstöðu til að hvetja til öryggis í umferðinni. Sýnileiki skiptir miklu máli og því er nauðsynlegt að börn séu með endurskin á fatnaði, ljós á hjólum og að lýsing við götur og skólalóðir sé góð. Forvarnagildi endurskinsmerkja er óumdeilt og efla þau öryggi vegfarenda. Rannsóknir sýna að ökumenn sjá óvarða vegfarendur með endurskin fimm sinnum fyrr en ella og geta þau því komið í veg fyrir alvarleg slys. Endurskinsmerki fást víða og eru þau til dæmis gefins hjá tryggingarfélögum. Einnig þurfa ökumenn að gæta þess að kveikt sé á ökuljósum áður en haldið er af stað út í umferðina. Ökumenn bera ríka ábyrgð og þurfa að hafa hugann við aksturinn og virða umferðarreglur og hraðatakmarkanir. Augnabliks athugunarleysi getur haft alvarlegar afleiðingar. Ökumenn ættu alltaf að hægja á í nágrenni skóla, gangbrauta og þar sem börn eru á ferð. Akstur og símanotkun eiga ekki samleið og þar skipta sekúndubrot máli. Það er ekki þess virði að taka skjáhættuna. Göngum í skólann Margir skólar taka þátt í forvarna- og lýðheilsuverkefninu Göngum í skólann sem er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsfólk skóla til að ganga eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar, stuðla að heilbrigðum lífsstíl, minnka umferð við skóla og draga þar með úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum, stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál og auka vitund um þær reglur er lúta að öryggi á göngu og hjóli. Á umferðarvef Samgöngustofu, umferd.is, er síðan hægt að læra saman á umferðina á skemmtilegan hátt. Umferðin er samvinnuverkefni Segja má að umferðin sé eins konar vistkerfi þótt hún sé vissulega mannanna verk. Umferðin byggir á flóknu samspili margra þátta og það þarf samvinnu, jafnvægi og meðvitund um áhrif eigin hegðunar til að umferðarkerfið virki. Smávægilegar truflanir eða breytingar geta haft keðjuverkandi áhrif líkt og þegar einn hluti vistkerfisins breytist og hefur áhrif á alla hina. Umferðin er samstarfsverkefni okkar allra og þar berum við öll ábyrgð. Örfáar sekúndur geta bjargað lífi barns og því er mikilvægt að hafa fulla athygli við aksturinn og fylgja umferðarreglunum. Góða ferð! Höundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun