Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar 18. ágúst 2025 07:32 Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Árið er 2050.Dóttir mín, sem nú er að fara í 10. bekk, verður þá orðin fertug – í blóma lífsins, rétt að komast á miðjan aldur. Ég hugsa oft til framtíðar hennar. Hvernig mun daglegt líf hennar líta út? Verður samfélagið sem hún býr í öruggt og traust? Mun hún anda að sér hreinu lofti – eða mun loftmengun hafa áhrif á heilsu hennar? Höfum við brugðist af festu við ógn loftslagsbreytinga og hruns vistkerfa – eða mun það grafa undan heilsu hennar, öryggi og framtíðarmöguleikum? Loftslagsváin ekki lengur fjarlæg Loftslagsváin er ekki lengur fjarlæg ógn heldur veruleiki sem þegar hefur áhrif á líf okkar. Jöklar hopa, hafið súrnar og öfgakenndir veðuratburðir verða tíðari. Flóð, þurrkar og hitabylgjur hafa þegar skilið eftir sig djúp spor – í vistkerfum, samfélögum og hjá fólki um allan heim. Þetta eru ekki einungis umhverfismál heldur bein mannleg ógn. Loftslagsváin hefur áhrif á heilsu okkar, fæðuöryggi, búsetu og stöðugleika samfélaga – og hún fléttast saman við aðrar áskoranir eins og veikara lýðræði, minnkandi traust og vaxandi ójöfnuð. Næstu ár skipta máli Í nýjustu áhættuskýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram mat þess efnis að helstu ógnir næstu tveggja ára tengist upplýsingaóreiðu, veðuröfgum, átökum og klofningi samfélaga. Þetta endurspeglar þá óvissu sem við upplifum nú þegar í daglegu lífi. Þegar litið er lengra fram í tímann – til næstu tíu ára – er metið að loftslagstengd öfgaveður, tap á líffræðilegri fjölbreytni, hrun vistkerfa og skortur á auðlindum verði helstu ógnir við heilsu okkar, fæðuöryggi og stöðugleika samfélaga. Þetta er áminning um að náttúran er ekki eitthvað sem við skoðum utan frá – hún er lífæðin okkar. Ef við göngum ekki af virðingu og ábyrgð um hana, þá glötum við meira en jarðvegi, plöntum og dýrum – við glötum öryggi, trausti, heilsu og möguleikum framtíðarkynslóða. Að sjá stóru myndina Það er löngu tímabært að við horfum á stóru myndina – og við sjáum áskoranir heimsins í samhengi. Við höfum of lengi talað um „loftslagsmál“, „lífríkismál“, „efnahagsmál“ og „samfélagsmál“ eins og þetta séu óskyld málefni – þegar þau eru í raun órofa tengd. Loftslagsváin og hnignun lífríkisins hafa bein áhrif á heilsu okkar, efnahag og öryggi samfélaga. Á sama tíma ræður það sem við gerum – eða gerum ekki – í samfélags- og efnahagsmálum miklu um getu okkar til að bregðast við þessum áskorunum, vernda vistkerfi og tryggja stöðugleika til framtíðar. Það getur verið villandi – og jafnvel varasamt – að einangra flókin mál og reyna að leysa þau hvert í sínu horni. Heimurinn virkar ekki þannig. Lífið virkar ekki þannig. Við þurfum að horfa á þessi mál í samhengi og eiga samtal sem tengir punktana - samtal sem byggir á virðingu, forvitni og skilningi. Lausnirnar fást með samvinnu, heildarsýn og hugrekki til að horfa á stóru myndina og bregðast við af ábyrgð. Nú þurfum við stórhuga framtíðarsýn. Ég hvet stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir – og okkur öll – til að horfa til ársins 2050, ekki aðeins til næsta fjárlagafrumvarps eða næsta ársfjórðungsuppgjörs. Árið 2050 er nefnilega nær en okkur grunar. Hlustum á vísindin, tökumst af krafti á við loftslagsvána, verndum og endurheimtum vistkerfi og vinnum markvisst að því að byggja upp traust og samstöðu í samfélaginu. Náttúran er ekki eitthvað utan okkar – við erum hluti af henni. Hún er grunnurinn sem allt byggir á. Þegar við vanrækjum hana, töpum við sjálfum okkur. Svörum kalli framtíðarinnar Því spyr ég: Hvaða samfélag viljum við búa afkomendum okkar árið 2050? Og hvað ætlum við að gera í dag – svo dóttir mín, og börnin okkar allra, geti lifað lífi sem einkennist af öryggi, tækifærum og heilbrigðu umhverfi – í heimi sem skilur að náttúran, samfélagið og efnahagurinn eru hluti af sama kerfi. Ekki í heimi sem mótast af afleiðingum þeirra ákvarðana sem okkur skorti þor til að taka. Höfundur er forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun