Innlent

Hátt í þrjú hundruð mót­mæla útlendingastefnu stjórn­valda

Agnar Már Másson skrifar
Nokkrir liðsmenn úr Skildi Íslands hafa áður sinnt „öryggisgæslu“ á mótmælum Íslands, þvert á flokka.
Nokkrir liðsmenn úr Skildi Íslands hafa áður sinnt „öryggisgæslu“ á mótmælum Íslands, þvert á flokka. Smári

Á þriðja hundrað manns eru mætt á mótmælafund á vegum þjóðernissinnahreyfingarinnar Íslands þvert á flokka, þar sem stefnu stjórnvalda í málefnum útlendinga er mótmælt.

Á Facebook-viðburði mótmælafundarins er fundinum ekki lýst frekar en að „stefnu ríkisstjórnarinnar í málefnum hælisleitenda á Íslandi“ sé mótmælt en fjöldahreyfingin hefur vakið nokkra athygli síðustu mánuði.

Við grófa talningu úr vefmyndavél af Ausrturvelli má sjá um hátt í þrjú hundruð manns við mótmæli á Austurvelli.

Meðal viðstaddra eru liðsmenn Skjaldar Íslands en menn úr þeirra röðum hafa á síðustu mánuðum sinnt „öryggisgæslu“ á fundum Íslands, þvert á flokka, eins og skipuleggjendur hafa kallað það. Þeir hafa verið sakaðir um að bera tákn nasista en hafa ítrekað neitað því, en hafa þó nú skipt um merki.

Að venju halda viðstaddir mótmælendurnir íslenska þjóðfánann á lofti og flytur fjöldi fólks ræðu.

Um þrjú hundruð manns mættu.Smári

Forsprakki hreyfingarinnar Íslands, þvert á flokka er Sigfús Aðalsteinsson en hann og Baldur Borgþórsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hafa verið í broddi fylkingar þjóðernissinnanna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til landsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×