Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 21:25 Það er stutt í grínið hjá næsta sendiherra Bandaríkjanna. Getty Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“ Billy Long greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Honum var fengið starfið samdægurs og honum var vikið úr stöðu sinni sem ríkisskattstjóri Bandaríkjanna eftir aðeins tvo mánuði í embætti. Það vakti furðu á sínum tíma að hann hefði yfirhöfuð verið skipaður í embættið en hann hafði til þess enga viðeigandi reynslu. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tólf ár áður en hann varð ríkisskattstjóri en þar áður átti hann langan feril sem uppboðsþulur, fasteignasali og útvarpsmaður. Í fréttum vestanhafs var greint frá því í gær að Dean Cain, leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Ofurmennisins í þáttunum Lois and Clark, hafi ákveðið að ganga til liðs við Innflytjendastofnun Bandaríkjanna sem þar í landi er iðulega kölluð skammstöfuninni ICE. „Ég sá að fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain sagðist ætla að ganga til liðs við ICE og ég varð alveg æstur og hugsaði að ég myndi gera slíkt hið sama. Þannig að ég hringdi í Donald Trump í gærkvöldi og sagði honum að ég vildi ganga til liðs við ICE og ég held að hann hafi haldið að ég hefði sagt Iceland. Nú, jæja,“ skrifaði Long í færslu á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Billy Long greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Honum var fengið starfið samdægurs og honum var vikið úr stöðu sinni sem ríkisskattstjóri Bandaríkjanna eftir aðeins tvo mánuði í embætti. Það vakti furðu á sínum tíma að hann hefði yfirhöfuð verið skipaður í embættið en hann hafði til þess enga viðeigandi reynslu. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tólf ár áður en hann varð ríkisskattstjóri en þar áður átti hann langan feril sem uppboðsþulur, fasteignasali og útvarpsmaður. Í fréttum vestanhafs var greint frá því í gær að Dean Cain, leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Ofurmennisins í þáttunum Lois and Clark, hafi ákveðið að ganga til liðs við Innflytjendastofnun Bandaríkjanna sem þar í landi er iðulega kölluð skammstöfuninni ICE. „Ég sá að fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain sagðist ætla að ganga til liðs við ICE og ég varð alveg æstur og hugsaði að ég myndi gera slíkt hið sama. Þannig að ég hringdi í Donald Trump í gærkvöldi og sagði honum að ég vildi ganga til liðs við ICE og ég held að hann hafi haldið að ég hefði sagt Iceland. Nú, jæja,“ skrifaði Long í færslu á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira