Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 21:25 Það er stutt í grínið hjá næsta sendiherra Bandaríkjanna. Getty Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“ Billy Long greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Honum var fengið starfið samdægurs og honum var vikið úr stöðu sinni sem ríkisskattstjóri Bandaríkjanna eftir aðeins tvo mánuði í embætti. Það vakti furðu á sínum tíma að hann hefði yfirhöfuð verið skipaður í embættið en hann hafði til þess enga viðeigandi reynslu. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tólf ár áður en hann varð ríkisskattstjóri en þar áður átti hann langan feril sem uppboðsþulur, fasteignasali og útvarpsmaður. Í fréttum vestanhafs var greint frá því í gær að Dean Cain, leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Ofurmennisins í þáttunum Lois and Clark, hafi ákveðið að ganga til liðs við Innflytjendastofnun Bandaríkjanna sem þar í landi er iðulega kölluð skammstöfuninni ICE. „Ég sá að fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain sagðist ætla að ganga til liðs við ICE og ég varð alveg æstur og hugsaði að ég myndi gera slíkt hið sama. Þannig að ég hringdi í Donald Trump í gærkvöldi og sagði honum að ég vildi ganga til liðs við ICE og ég held að hann hafi haldið að ég hefði sagt Iceland. Nú, jæja,“ skrifaði Long í færslu á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Billy Long greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Honum var fengið starfið samdægurs og honum var vikið úr stöðu sinni sem ríkisskattstjóri Bandaríkjanna eftir aðeins tvo mánuði í embætti. Það vakti furðu á sínum tíma að hann hefði yfirhöfuð verið skipaður í embættið en hann hafði til þess enga viðeigandi reynslu. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tólf ár áður en hann varð ríkisskattstjóri en þar áður átti hann langan feril sem uppboðsþulur, fasteignasali og útvarpsmaður. Í fréttum vestanhafs var greint frá því í gær að Dean Cain, leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Ofurmennisins í þáttunum Lois and Clark, hafi ákveðið að ganga til liðs við Innflytjendastofnun Bandaríkjanna sem þar í landi er iðulega kölluð skammstöfuninni ICE. „Ég sá að fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain sagðist ætla að ganga til liðs við ICE og ég varð alveg æstur og hugsaði að ég myndi gera slíkt hið sama. Þannig að ég hringdi í Donald Trump í gærkvöldi og sagði honum að ég vildi ganga til liðs við ICE og ég held að hann hafi haldið að ég hefði sagt Iceland. Nú, jæja,“ skrifaði Long í færslu á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira