Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 12:05 Már Wolfgang Mixa er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Fannar Már Wolfgang Mixa segir að tollastefna Donalds Trump Bandaríkjaforseta muni líklega draga úr viðskiptahalla Bandaríkjanna, sem sé meginmarkmið stefnunnar. Hann líkir viðvarandi viðskiptahalla Bandaríkjanna sem „ákveðnu Titanic“ og ljóst sé að á einhverjum tímapunkti hafi þurft að taka sveig. Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Már segir varðandi tollastefnuna að áhrif hennar séu óljós og flókin, og breyturnar séu of margar til að hægt sé að spá fyrir um heildaráhrif hennar á hagkerfið. Staðan í þessum efnum sé eins og flókin staða á taflborði, þar sem margar breytur séu í gangi, og hlutir gætu farið í margar áttir. Þetta kemur fram í viðtali sem tekið var við Má í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem tollar Trumps voru til umræðu. Verðbólga muni aukast Már segir að tollahækkanirnar muni einfaldlega þýða að það verði erfiðara fyrir þjóðir að flytja vörur til Bandaríkjanna og keppa við bandarískar vörur. Það hafi verið ætlunin með tollunum og það sé nokkuð ljóst að hún muni heppnast. Tollarnir þýði líka að ýmsar vörur í Bandaríkjunum muni hækka í verði. „Þessi tollur, hann fer að stórum hluta út í vöruverð, þannig að verðbógla mun aukast í Bandaríkjunum.“ „Auk þess þá minnkar þetta samkeppni, það er ekki alveg útséð hvernig bandarísk fyrirtæki munu bregðast við. Munu þau hækka verð á sínum vörum þar sem minni samkeppni er til staðar eða ekki?“ Þá hafi komið fram í fréttum í síðustu viku að verið væri að skapa færri störf í Bandaríkjunum nú en nokkru sinni fyrr. Trump hafi verið ósáttur við þær tölur, sagt þær rangar. „Já hann sagði að þær væru rangar, en það komu nú sáralítið rök með þeirri staðhæfingu. En hvort sem þær eru rangar eða ekki, það má vel vera að þær séu réttar af því það er meiri óvissa. Þegar óvissa eykst, þá draga fyrirtæki gjarnan saman seglin í að skapa ný störf.“ Væntingarvísitala Bandaríkjanna hafi mælst mjög lág, og hafi sjaldan mælst eins lág og síðustu vikur og mánuði. „Seinast þegar vísitalan féll svona mikið var það í aðdraganda 2008 hrunsins. Ég ætla ekkert að fara fullyrða um það hvort það sé einhver endurteknin í loftinu eða framundan í þeim efnum. En bandarískir neytendur eru að draga saman seglin, og það er ákveðinn fórnarkostnaður við það að setja tolla,“ segir Már. Lítill fyrirsjáanleiki Lítill fyrirsjáanleiki sé í tollastefnunni og það gæti haft áhrif á viðskiptaákvarðanir annarra þjóða. „Þegar það er lítill fyrirsjáanleiki, bara ef við lítum á Svisslendinga, ég er nokkuð viss um að mörg fyrirtæki í Sviss þessa stundina séu að funda núna og spyrja sig: Hvert getum við flutt úr vörur í stað Bandaríkjanna?“ „Það er bara mjög líklegt að það verði þróunin að þjóðir fari að leita annað. En það mun þá draga úr viðskiptahallanum í Bandaríkjunum, Bandaríkin flytja þá minna inn, og ef það er meginmarkmiðið með þessari tollastefnu, það eitt og sér, þá er þeim markmiðum, ég geri ráð fyrir að þau muni nást,“ segir Már. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Bítið Bylgjan Skattar og tollar Donald Trump Bandaríkin Efnahagsmál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira