Bolsonaro í stofufangelsi Agnar Már Másson skrifar 4. ágúst 2025 22:25 Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti Brasilíu, stundum kallaður „Trump dós Tropicos“. AP/Eraldo Peres Hæstiréttur Brasilíu hefur skipað Jair Bolsonaro, fyrrverandi forseti landsins, í stofufangelsi en hann á yfir höfði sér ákæru vegna meintrar valdaránstilraunar. Alríkislögreglan hefur lagt hald á símann hans. Í gær var mótmælt víða um landið til stuðnings Bolsonaro, sem hefur sakað yfirvöld um nornaveiðar, en forsetinn fyrrverandi róttækur hægrimaður og nýtur stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hefur þegar þurft að ganga um með ökklaband síðustu tvær vikur og verið gert að dvelja á heimili sínu á næturnar. En nú er honum alfarið óheimilt að yfirgefa heimili sitt. Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes tilkynnti þetta í dag, mánudag, að því er brasilíski miðillinn G1 greinir frá. Dómarinn segir að Bolsonaro hafi brotið gegn varúðarráðstöfunum sem dómurinn hafði sett honum. Frá mótmælum til stuðnings Bolsonaro í gær, sunnudag.AP Í úrskurði Hæstaréttar segir að Bolsonaro hafi notað samfélagsmiðlareikninga bandamanna sinna, þar á meðal þriggja sona sinna sem allir eru þingmenn, til að dreifa efni sem hvatti bæði til og kynti undir árásir á Hæstarétt Brasilíu. Í færslum sé stuðningi lýst yfir við erlenda íhlutun í brasilíska dómskerfið. Ein af þessum færslum hafi birst á sunnudag vegna mótmæla í borgum um allt landið til stuðnings Bolsonaro. Alexandre de Moraes, Hæstaréttardómari í Brasilíu.AP Bolsonaro er sakaður um að hafa reynt að snúa við niðurstöðu kosninga 2022 þegar hann tapaði gegn Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Í janúar 2023 réðst fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro inn í brasilíska þinghúsið. Yfirvöld í Brasilíu halda því fram að ætlunin hafi verið að taka Lula forseta af lífi. Bolsonaro hefur írekað neitað sök og sagt að hann þurfo að þoli nornaveiðar. Málið minnir óneitanlega á mál Trumps, sem var ákærður vegna meintrar valdaránstilraunar sinnar 2021 en Bolsonaro hefur verið kallaður „Trump dos trópicos“ í heimalandinu, þ.e. Hitabeltis-Trump. Bandaríkjamenn hafa nú tilkynnt um 50 prósenta toll sem tekur gildi á miðvikudag, meðal annars vegna meintra „ofsókna“ í garð Bolsonaro, skrifar Hvíta húsið. Brasilía Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Í gær var mótmælt víða um landið til stuðnings Bolsonaro, sem hefur sakað yfirvöld um nornaveiðar, en forsetinn fyrrverandi róttækur hægrimaður og nýtur stuðnings Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hefur þegar þurft að ganga um með ökklaband síðustu tvær vikur og verið gert að dvelja á heimili sínu á næturnar. En nú er honum alfarið óheimilt að yfirgefa heimili sitt. Hæstaréttardómarinn Alexandre de Moraes tilkynnti þetta í dag, mánudag, að því er brasilíski miðillinn G1 greinir frá. Dómarinn segir að Bolsonaro hafi brotið gegn varúðarráðstöfunum sem dómurinn hafði sett honum. Frá mótmælum til stuðnings Bolsonaro í gær, sunnudag.AP Í úrskurði Hæstaréttar segir að Bolsonaro hafi notað samfélagsmiðlareikninga bandamanna sinna, þar á meðal þriggja sona sinna sem allir eru þingmenn, til að dreifa efni sem hvatti bæði til og kynti undir árásir á Hæstarétt Brasilíu. Í færslum sé stuðningi lýst yfir við erlenda íhlutun í brasilíska dómskerfið. Ein af þessum færslum hafi birst á sunnudag vegna mótmæla í borgum um allt landið til stuðnings Bolsonaro. Alexandre de Moraes, Hæstaréttardómari í Brasilíu.AP Bolsonaro er sakaður um að hafa reynt að snúa við niðurstöðu kosninga 2022 þegar hann tapaði gegn Luiz Inacio Lula da Silva, núverandi forseta. Í janúar 2023 réðst fjöldi stuðningsmanna Bolsonaro inn í brasilíska þinghúsið. Yfirvöld í Brasilíu halda því fram að ætlunin hafi verið að taka Lula forseta af lífi. Bolsonaro hefur írekað neitað sök og sagt að hann þurfo að þoli nornaveiðar. Málið minnir óneitanlega á mál Trumps, sem var ákærður vegna meintrar valdaránstilraunar sinnar 2021 en Bolsonaro hefur verið kallaður „Trump dos trópicos“ í heimalandinu, þ.e. Hitabeltis-Trump. Bandaríkjamenn hafa nú tilkynnt um 50 prósenta toll sem tekur gildi á miðvikudag, meðal annars vegna meintra „ofsókna“ í garð Bolsonaro, skrifar Hvíta húsið.
Brasilía Donald Trump Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira