Innlent

Við­kvæm gögn í höndum Banda­ríkja­manna og eftir­lit lög­reglu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við framkvæmdastjóra eins elsta vefhýsingarfyrirtækis landsins. Hann telur greitt aðgengi bandarískra stjórnvalda að viðkvæmum gögnum íslenska ríkisins mikið áhyggjuefni. Hann kallar eftir umræðu og viðbrögðum ráðamanna.

Á þriðja tug týndu lífi þegar Ísraelsmenn skutu á stóran hóp fólks, sem freistaði þess að sækja mat og önnur neyðargögn fyrir fjölskyldur sínar á Gasa. 

Neyðarbirgðir sem rata á ströndina duga ekki fyrir nærri því alla og þurfa þeir sem minnst mega sín að treysta á velvild annarra sveltandi íbúa.

Við förum yfir hátíðarhöld helgarinnar en nokkur ofbeldismál komu til kasta lögreglu, bæði í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Lögregla hefur þá haft virkt umferðareftirlit um land allt í dag enda langflestir á heimleið eftir gott helgarfrí.

Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×