Innlent

Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópa­vogi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Barnung stúlka var flutt á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að hún hafnaði í sjónum við Reynisfjöru. Umfangsmikil leit stóð að henni í tæpar tvær klukkustundir. 

Ofsaveður var á sunnanverðu landinu í nótt og veðrið hefur ekki lægt að fullu enn. Fjölmargir þjóðhátíðargestir, sem hugðust gista í tjöldum í nótt, þurftu að leita sér skjóls í Herjólfshöll. Rætt verður við nokkra þeirra í kvöldfréttum.

Vonir eru bundnar við að ný skilti á vinsælum hjólreiðastöðum komi til með að auka umburðarlyndi ökumanna í garð hjólreiðafólks. Rætt er við formann Landssamtaka hjólreiðamanna.

Við lítum við á Borg  í Grímsnesi þar sem stór hópur er saman kominn á harmonikkuhátíð og verðum í beinni útsendingu frá brekkusöng í Kópavogi. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.

Klippa: Kvöldfréttir 2. ágúst 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×