„Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. júlí 2025 17:39 Grétar Örn leiðsögumaður aðstoðaði mann sem átti fasta bíla uppi á hálendinu. Samsett Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar. Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira
Grétar Örn var á ferð um veginn fyrir fáeinum dögum er hann rakst á tvo bíla sem voru fastir. „Við komum þarna keyrandi fram á mann sem var á rauðum Defender bíl og búinn að festa hann. Svo var annar hvítur Discovery bíll sem var búinn að sökkva í sandinn,“ segir Grétar Örn í samtali við fréttastofu. „Hann hafði fest Discovery-inn í gær, kom sér einhvern veginn í bæinn og fór síðan á öðrum ennþá stærri bíl daginn eftir til þess að bjarga Discovery-inn en festi þá stærri bílinn líka. Það var kominn einn og sami maðurinn með báða bílana.“ Sjón er svo sannarlega sögu ríkari. Grétar Örn aðstoðaði manninn við að ná stærri bílnum á þurrt land en taldi það ómögulegt að ná hinum hvíta. „Hann var búinn að grafast svo svakalega niður á einum sólarhring því það voru svo miklir vatnavextir að það var ómögulegt að ná honum. Það var ekki hægt að opna hurðar, skott eða neitt á hvíta bílnum,“ segir Grétar. Maðurinn varð eftir á veginum með þá von að ná að losa bílinn en Grétar segist hafa fengið sendar ljósmyndir seinna um kvöldið þar sem bílinn var enn fastur. Þá höfðu fleiri ferðalangar fest sína bíla er þeir komu til aðstoðar. Hann lýsir málinu sem allsherjarveseni. „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp.“ Þarf alltaf að bjarga nokkrum bílum hvert sumar Grétar segist hafa farið ófáum sinnum yfir Mælifellssand en ástandið nú sé heldur óvenjulegt. „Þetta er frekar óvenjulegt á þessum tíma. Það er búið að vera svo hlýtt og miklar hleypingar, þannig þetta er kannski ekki óeðlilegt í því ljósi. Þetta er frekar í meiri kantinum.“ Hins vegar sé það eðlilegt að einhverjir bílar festist á hálendinu, þá einkum er ferðamenn eru undir stýri. „Það er hefðbundið að menn séu að drekkja bílum hægri vinstri á hálendingu. Sérstaklega með fjölgun ferðamanna og menn séu að keyra sjálfir á þessum Dusterum. Maður þarf að bjarga nokkrum Dusterum upp úr ánum á hverju einasta sumri.“ Veginum hefur nú verið lokað vegna ástandsins. Á vefsíðu Vegagerðarinnar segir að vegurinn um Mælifellssand frá Hólmsá að Mælifelli sé ófær vegna mikilla vatnavaxta og breytinga á árfarvegi. Einungis stórir bílar geta keyrt leiðina og eru vegfarendur beðnir um að virða það. „Við erum búin að merkja hann ófærann og hann er bara ófær eins og er,“ segir G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, í samtali við fréttastofu. „Þetta er frekar óvenjulegar aðstæður og gott að Vegagerðin sé búin að loka fyrir þetta núna þannig að þeir sem þekkja aðeins minna til séu ekki að æða inn,“ segir Grétar.
Samgönguslys Ferðaþjónusta Rangárþing ytra Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Sjá meira