Erlent

Rúss­nesk far­þega­flug­vél hrapaði og á fimmta tug talinn af

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Flugvél af gerðinni Antonov AN-24.
Flugvél af gerðinni Antonov AN-24. Mynd/AP

Rússnesk farþegaflugvél hrapaði í Amúrhéraði í austurhluta Rússlands og 49 manns eru taldir af. Leit að særðum stendur yfir.

Vélin var í áætlunarflugi frá borginni Blagóvesjtjensk á vegum flugfélagsins Angara Airlines sem sinnir fólksflutningum í hinni afskekktri Austur-Síberíu. Flugvélin hvarf af ratsjám flugeftirlitsaðila þegar hún nálgaðist áfangastað sinn, Tynda, sem er við landamæri Rússlands og Kína.

Björgunarþyrla fann logandi flak vélarinnar en samkvæmt umfjöllun Guardian var enginn fundinn á lífi og talið er að allir farþegar hafi farist. 43 farþegar voru um borð, þar af fimm börn, og sex manna áhöfn. Flakið fannst um 15 kílómetrum frá áfangastað sínum í fjallshlíð.

Flugeftirlitsstofnun Rússlands hefur tjáð sig um slysið og segist telja að vélarbilun ásamt mannlegum mistökum hafi valdið slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×