Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júlí 2025 11:12 Eyþór á tali við Guðmund Bergqvist, tökumann hjá RÚV, og Sigtrygg Ara Jóhannsson, ljósmyndara og mótmælanda. Bjarni Þór Sigurðsson Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. Á fundinum sem fór fram í gær fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins að Reykjastræti var liður í mótmælaaðgerðunum að skvetta rauðri málningu á veggi og glugga ráðuneytisins. Mótmælandi sem var ósáttur með umfjöllun Morgunblaðsins um ódæði Ísraela á Gasaströndinni spurðist fyrir um vinnuveitanda Eyþórs og réðst að honum með málningarfötu í kjölfarið. Þessa mynd fangaði ljósmyndari Ríkisútvarpsins af Eyþóri.Guðmundur Bergkvist „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Gleraugun björguðu honum Hann segist hafa bókað kærumóttöku og að hann muni stefna árásarmanninum fyrir líkamsárás og eignatjón en fatnaður hans er ónýtur og hluti búnaðarins hans líka. Til allrar lukku slapp myndavélin alfarið við málningarslettur en annars hefði árásarmaðurinn mátt búast við ansi hárri bótagreiðslu. Eyþór tekur líka fram að gleraugu sem hann hafði á andliti sér þegar málningunni var skvett hafi mögulega bjargað honum frá meiriháttar líkamstjóni en málning fór í munn hans og nef. Hann telur að hann sé tryggður í gegnum vinnuveitanda sinn en á eftir að skoða málið betur. Gerir grín að árásinni Árásarmaðurinn tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í gær. Af skilaboðunum þar að dæma iðrast hann árásarinnar ekkert og lýsir henni sem „bara brandara.“ „Hann er bara að gera grín að þessu. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum,“ segir Eyþór inntur eftir viðbrögðum. Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Á fundinum sem fór fram í gær fyrir utan húsakynni utanríkisráðuneytisins að Reykjastræti var liður í mótmælaaðgerðunum að skvetta rauðri málningu á veggi og glugga ráðuneytisins. Mótmælandi sem var ósáttur með umfjöllun Morgunblaðsins um ódæði Ísraela á Gasaströndinni spurðist fyrir um vinnuveitanda Eyþórs og réðst að honum með málningarfötu í kjölfarið. Þessa mynd fangaði ljósmyndari Ríkisútvarpsins af Eyþóri.Guðmundur Bergkvist „Ég reikna með því að kæra þetta mál. Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ segir Eyþór í samtali við fréttastofu. Gleraugun björguðu honum Hann segist hafa bókað kærumóttöku og að hann muni stefna árásarmanninum fyrir líkamsárás og eignatjón en fatnaður hans er ónýtur og hluti búnaðarins hans líka. Til allrar lukku slapp myndavélin alfarið við málningarslettur en annars hefði árásarmaðurinn mátt búast við ansi hárri bótagreiðslu. Eyþór tekur líka fram að gleraugu sem hann hafði á andliti sér þegar málningunni var skvett hafi mögulega bjargað honum frá meiriháttar líkamstjóni en málning fór í munn hans og nef. Hann telur að hann sé tryggður í gegnum vinnuveitanda sinn en á eftir að skoða málið betur. Gerir grín að árásinni Árásarmaðurinn tjáði sig um málið á samfélagsmiðlum í gær. Af skilaboðunum þar að dæma iðrast hann árásarinnar ekkert og lýsir henni sem „bara brandara.“ „Hann er bara að gera grín að þessu. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum,“ segir Eyþór inntur eftir viðbrögðum.
Fjölmiðlar Reykjavík Átök í Ísrael og Palestínu Ljósmyndun Harpa Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira