Innlent

Skjálfti fannst á höfuð­borgar­svæðinu

Agnar Már Másson skrifar
Skjálftinn varð við Kleifarvatn á Reykjanesskaga.
Skjálftinn varð við Kleifarvatn á Reykjanesskaga. Vísir/Arnar

Skjálfti við Kleifarvatn fannst á höfuðborgarsvæðinu í nótt.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að klukkan 2.55 hafi mælst skjálfti af stærð 3,5 á 5 kílómetra dýpi við Móhálsadal, vestan við Kleifarvatn á Reykjanesskaga.

Skjálftans hafi orðið vart á höfuðborgarsvæðinu og eftirskjálftahrina hafi fylgt.

Skjálftinn mældist á 5 km dýpi við Móhálsadal.Kort/Veðurstofa

Skjálftar af þessari stærðargráðu eru algengir við Kleifarvatn, að sögn veðurstofu. Í Móhálsadal hafi síðast orðið skjálfti af svipaðri stærð 18. júní síðastliðinn, 3,4 að stærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×