Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júlí 2025 10:40 Tveir voru handteknir í Reykjavík í síðustu viku en öðrum svo sleppt úr haldi. Vísir/Viktor Freyr Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. Gæsluvarðhald hinna sem er í haldi rennur út í næstu viku og verður endurskoðað þá að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Þessir sem eru núna fjórir eru ekki allir búnir að vera frá upphafi,“ segir Skarphéðinn. Lögregluaðgerðunum hefur verið stýrt af Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hafa farið fram húsleitir og handtökur víða um land, meðal annars í Reykjavík, Raufarhöfn, í Kópavogi og í Borgarfirði. Þeir handteknu eru bæði innlendir og erlendir einstaklingar en Skarphéðinn segist ekki geta sagt til um kyn þeirra eða hvort að þeir sem erlendir eru hafi verið búsettir á landinu lengi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu og þá helst kannabis. Skarphéðinn segir þó önnur brot einnig vera til rannsóknar. „Það er fíkniefnaframleiðsla og fleiri afbrot sem eru til skoðunar. Rannsóknin gengur í sjálfu sér vel. Þetta er umfangsmikil rannsókn, henni er ekki lokið, og ekki ljóst hvort það verði farið í frekari aðgerðir. Ég get heldur ekki sagt að við sjáum fyrir endann á henni. Þessu er ekki lokið.“ Vona að þau nái að loka þessum hring Hann segir lögregluna vonast til þess að við lok þessarar rannsóknar verði búið að ná þessum hópi sem standi í þessari framleiðslu. Skarphéðinn segir framleiðslu fíkniefna hafa aukist gífurlega á Íslandi síðustu ár. „Það er breyting frá fyrri tíð, að það er meira framleitt af fíkniefnum á Íslandi í dag heldur en var hér á árum áður. Það er þannig. Þetta var varla þekkt fyrir síðustu áramót. Þá var miklu meiri innflutningur og byggðist á þeim árum á því. Það er talsverð breyting frá því.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Akureyri Reykjavík Borgarbyggð Norðurþing Tengdar fréttir Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39 Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Gæsluvarðhald hinna sem er í haldi rennur út í næstu viku og verður endurskoðað þá að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Þessir sem eru núna fjórir eru ekki allir búnir að vera frá upphafi,“ segir Skarphéðinn. Lögregluaðgerðunum hefur verið stýrt af Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hafa farið fram húsleitir og handtökur víða um land, meðal annars í Reykjavík, Raufarhöfn, í Kópavogi og í Borgarfirði. Þeir handteknu eru bæði innlendir og erlendir einstaklingar en Skarphéðinn segist ekki geta sagt til um kyn þeirra eða hvort að þeir sem erlendir eru hafi verið búsettir á landinu lengi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu og þá helst kannabis. Skarphéðinn segir þó önnur brot einnig vera til rannsóknar. „Það er fíkniefnaframleiðsla og fleiri afbrot sem eru til skoðunar. Rannsóknin gengur í sjálfu sér vel. Þetta er umfangsmikil rannsókn, henni er ekki lokið, og ekki ljóst hvort það verði farið í frekari aðgerðir. Ég get heldur ekki sagt að við sjáum fyrir endann á henni. Þessu er ekki lokið.“ Vona að þau nái að loka þessum hring Hann segir lögregluna vonast til þess að við lok þessarar rannsóknar verði búið að ná þessum hópi sem standi í þessari framleiðslu. Skarphéðinn segir framleiðslu fíkniefna hafa aukist gífurlega á Íslandi síðustu ár. „Það er breyting frá fyrri tíð, að það er meira framleitt af fíkniefnum á Íslandi í dag heldur en var hér á árum áður. Það er þannig. Þetta var varla þekkt fyrir síðustu áramót. Þá var miklu meiri innflutningur og byggðist á þeim árum á því. Það er talsverð breyting frá því.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Akureyri Reykjavík Borgarbyggð Norðurþing Tengdar fréttir Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39 Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39
Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35