Ánægður með Arnar og er klár í haustið Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2025 13:01 Hákon Rafn er klár í slaginn í haust þegar Ísland hefur leik í undankeppni HM. Vísir/Lýður Hákon Rafn Valdimarsson hrósar landsliðsþjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni og hlakkar til næsta landsliðsverkefnis Íslands. Strákarnir okkar séu meira en klárir í komandi undankeppni HM. Hákon hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðustu misseri en hann er leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað þrjá af fjórum leikjum landsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en allir þrír hafa tapast, tveir fyrir Kósóvó og einn fyrir Norður-Írum, Elías Rafn Ólafsson varði markið í sigri á Skotum í síðasta mánuði. Miklar breytingar á leikstíl hafa fylgt komu Arnars en Hákon segir liðið á réttri leið. „Þetta hefur byrjað mjög vel. Kósóvó leikirnir fóru eins og þeir fóru, það gekk eins og það gekk, það voru góðir hlutir og slæmir. En í sumar var fullt af góðum hlutum. Skotaleikurinn var frábær en Írlandsleikurinn öðruvísi, þar sem við vorum með boltann stóran hluta leiksins og náum ekki að skapa nóg. Við fáum eitt eða tvö færi á okkur allan leikinn. Ég held að menn verði klárir í september,“ segir Hákon. Honum líst þá vel á þær hugmyndir sem Arnar hefur komið með að borðinu. „Hann er mjög góður þjálfari, nær vel til leikmanna og útskýrir allt mjög skýrt. Ég held að allir munu skilja þetta fullkomnlega þegar við byrjum.“ Nýr Laugardalsvöllur fallegur Ísland hefur leik í undankeppni HM 2026 í haust og mun þá spila fyrstu leikina á nýju grasi í Laugardal. Riðill Íslands er snúinn, með Frökkum, Úkraínumönnum og Aserum - en Ísland þarf að ná öðru sæti til að komast í umspil um HM-sæti. „Undankeppnin leggst mjög vel í mig. Ég get eiginlega ekki beðið. Það er alltaf þannig þegar maður skilur við strákana að maður er spenntur að hitta þá aftur og byrja aftur því þetta eru svo fáir leikir. Maður vill halda áfram og bæta sig,“ „Ég er mjög spenntur að byrja hérna, völlurinn er geggjaður, ég er að sjá hann í fyrsta sinn,“ segir Hákon Rafn. Fréttina má sjá í spilaranum. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira
Hákon hefur verið aðalmarkvörður Íslands síðustu misseri en hann er leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað þrjá af fjórum leikjum landsliðsins undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, en allir þrír hafa tapast, tveir fyrir Kósóvó og einn fyrir Norður-Írum, Elías Rafn Ólafsson varði markið í sigri á Skotum í síðasta mánuði. Miklar breytingar á leikstíl hafa fylgt komu Arnars en Hákon segir liðið á réttri leið. „Þetta hefur byrjað mjög vel. Kósóvó leikirnir fóru eins og þeir fóru, það gekk eins og það gekk, það voru góðir hlutir og slæmir. En í sumar var fullt af góðum hlutum. Skotaleikurinn var frábær en Írlandsleikurinn öðruvísi, þar sem við vorum með boltann stóran hluta leiksins og náum ekki að skapa nóg. Við fáum eitt eða tvö færi á okkur allan leikinn. Ég held að menn verði klárir í september,“ segir Hákon. Honum líst þá vel á þær hugmyndir sem Arnar hefur komið með að borðinu. „Hann er mjög góður þjálfari, nær vel til leikmanna og útskýrir allt mjög skýrt. Ég held að allir munu skilja þetta fullkomnlega þegar við byrjum.“ Nýr Laugardalsvöllur fallegur Ísland hefur leik í undankeppni HM 2026 í haust og mun þá spila fyrstu leikina á nýju grasi í Laugardal. Riðill Íslands er snúinn, með Frökkum, Úkraínumönnum og Aserum - en Ísland þarf að ná öðru sæti til að komast í umspil um HM-sæti. „Undankeppnin leggst mjög vel í mig. Ég get eiginlega ekki beðið. Það er alltaf þannig þegar maður skilur við strákana að maður er spenntur að hitta þá aftur og byrja aftur því þetta eru svo fáir leikir. Maður vill halda áfram og bæta sig,“ „Ég er mjög spenntur að byrja hérna, völlurinn er geggjaður, ég er að sjá hann í fyrsta sinn,“ segir Hákon Rafn. Fréttina má sjá í spilaranum.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Sjá meira